laugardagur, október 03, 2009

Sjónvarpshaust

Ekki er hægt að segja annað en sjónvarpshaustið ætli að fara vel af stað í ár. Greys er byrjaðir aftur og þó mér finnist þeir hafa aðeins dalað þá eru þeir samt hin besta skemtun. Ég er samt hund fúl yfir hver var skrifaður út þetta árið *grát*

Despó byrjaði í síðustu viku og fara þeir ágætlega af stað þó finnast mér sumar persónurnar hafa tekið undarlegum stakkarskiptum, en hvað um það. Gaman að sjá hvernig framvindan verður.

Af tilviljun datt ég svo um nýjan þátt, Trauma, sem NBC sjónvapstöðin er að byrja með sú sería byrjar með látum og heldur manni ágætlega við efnið allan tímann. Þetta er action/drama um bráðaliða á þyrlum og sjúkrabílum. Stór galli er þó á persónusköpuninni á söguhetjunum sem getur orðið seríunni fjötur um fót, held að allt púðrið hjá þeim hafi farið í hasarinn og því hafi karakterarnir orðið svolítið útundan. Ef persónurnar ná smá dýpt í næstu þáttum gætu þessir þættir alveg átt ágætis framtíð en serían lifir varla lengi á eintómum hasar þó hann sé ágætur í 2-3 þætti.

Nú eru komnir 4 þættir af Vampire Diaries og þeir eru fínir ennþá. Ég gat ekki annað en hlegið þegar þau sjá sér ástæðu til að dissa Twilight þar sem vonda vampíran situr með eina af bókunum og skammast yfir því hvað þetta sé vitlaust og lýsir því yfir að Anne Rice (Interview with a Vampire) sé mun betri að skrifa Vampíru sögur..ætli það sé einhver rígur þarna í gangi ?

Familían hér hefur svo sameinast um það að horfa á imbann á miðvikudagskvöldum en þá er Ástríður og svo True Blood á Stöð 2 og skemtum við okkur konunglega yfir báðum þáttum. Ástríður kom mér skemmtilega á óvart og þó þetta sé ekkert epískt stórverk þá má alveg skemta sér ágætlega við að horfa á þá.
Við settumst líka niður fyrir framan Fangavaktina á sunnudaginn en ég varð nú fyrir smá vonbrigðum með fyrsta þáttinn þó hann hafi átt smá spretti og ég hafi alveg flissað einu sinni eða svo.

Af öðru afþreyingar efni þá bíð ég spent eftir að koma höndum mínum yfir þriðju og síðustu Millenium bókina en hún á að vera komin út á ensku núna nú svo er kvikmynd númer komin í bíó og ég fer pottþétt á hana.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.