sunnudagur, apríl 04, 2010





Og hana nú ...

Er ekki kominn tími á 2010 póst ég hef ekki sinnt þessu bloggi síðan í haust. Það er ekki það að hér gerist ekki neitt heldur er bloggletin alveg að ganga frá þessu blessuðu bloggi dauðu.

Í stutt máli er þetta það sem hefur gerst síðan síðasta blogg datt inn :
Við áttum yndisleg jól og Bo vinur Ásdísar var hjá okkur um jólin og fram á nýtt ár.

Nýju ári fögnuðum við í frábærum félagsskap á hátindi höfuðborgarsvæðisins :)

Guðni átti afmæli og varð alveg árinu eldri stuttu síðar átti Ásdís afmæli og náði þeim merka áfanga að verða 17 ára. Ekkert bílpróf er samt komið í hús enþá en það gerist nú vonandi fljótlega.

Eldgos braust út á Fimmvörðuhálsi og ég var svo heppin að Daði mágur bauð mér, Ásdísi og Pabba í ferð inn Fljótshlíð að skoða og mynda. Frábær ferð og afraksturinn þokkalegur :)








Panoramamynd þarf að smella á hana til að sjá hana alla


Panoramamynd þarf að smella á hana til að sjá hana alla




Á Pálmasunnudag var Árni fermdur og það var dýrðardagur athöfnin yndisleg með skemtilegu ívafi eins og við mátti búast. Veislan tókst svo vonum framar og veit ég ekki betur en allir hafi farið sáttir og sælir heim.





Á föstudaginn langa við hélt Guðni áralangri páskafíaskó hefð fjölskyldunnar og datt á mótorhjólinu og fótbraut sig og er nú nelgdur og gifsaður á Landspítalanum í Fossvogi en á batavegi.

Ég er alvarlega farin að íhuga að flytja til lands sem heldur ekki upp á páska því þetta er ekki einleikið hvað páskar eru misheppnað fyrirbæri í þessari fjölskyldu. Fótbrot, bílveltur, brunar, einkyrnignssótt, hlaupabólur og aðrar pestir hafa einkennt páska síðustu áratuga.

Hér voru páskaeggin falin í gær og það vel að börnin finna þau ekki hjálparlaust *tí hí hí* Samt hélt ég í gær þegar ég var að fela eggin að ég væri að fela þau á full auðveldum stöðum.

Í lok þessa pistils vil ég óska ykkur lesendur góðir nær og fjær gleðilegra páska !

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilega páska!!! Ég er á mánaðarlegri yfirferð að leita að gömlum bloggum.... gott að heyra í þér loksins :-)
kv, Guðlaug

Nafnlaus sagði...

Gleymdi einu.... svakaflottar myndir!!!
kv, Guðlaug

Nafnlaus sagði...

Takk takk :)
Guðný