Geysp !!!
Ég gerði leiðinleg mistök í morgun ég vaknaði eldhress kl. 7 spratt á fætur og klæddi mig og ætlaði galvösk í vinnuna. Mér varð það á að kíkja í vaktabókina mína áður en ég lagði af stað og komst að því að ég á að vera á kvöldvakt. ARGH fúlt að vakna svona snemma til einskis.
Ásdís fór á skátamót um síðustu helgi kom heim eins og hún hefði lent í sjávarháska þ.e.s. hún var blaut og köld inn að beini. Helgin hafði víst verið eins og þáttur af Survivor Iceland. Það var grenjandi rigning, tjaldið þeirra breyttist í innanhúss sundlaug, þau fengu víst lítið að borða, sem dæmi var Homblest súkkulaði kex og kókómjólk í morgunmat. Þegar loks var gefist upp á útilegunni mátti flokkurinn hennar Ásdísar ganga 3ja kílómetra leið í rigningunni til að komast í skálann. Það sem gerði gönguna enn súrari var að allir hinir hóparnir höfðu rútur og þurftu því ekki að njóta rigningarinnar á leiðinni í skálann. Það sem mér finnst svoldið skondið í þessu öllu er að skátarnir lögðu til tjaldið þar sem þeir vilidu ekki að krakkarnir kæmu með eiginn tjöld því þau kæmu oftast með "léleg" rúmfatalagerstjöld sem héldu ekki vatni. Ekki voru skátatjöldin neitt betri. Skátarnir lögðu líka til matinn og lögðu blátt bann við að krakkarnir kæmu með ætan bita með sér. Þetta var eini hópurinn sem þurfti að lúta þeirri reglu allir (flestir) hinir komu með gos, nammi og annan mat með sér. Maturinn sem krakkarnir í Vífli fengu voru pulsur í pulsupartýi og svo súkkulaði kex og kókómjólk. Þetta reyndist þeim ekki nægur matur í vosbúinni frá föstudegi til sunnudags. Ég verð nú að játa að ég hélt að þetta væru ýkjur í Ásdísi þegar hún sagði mér af ástandinu þegar hún kom heim enda á hún það til að ýkja svoldið þegar ALLIR hinir koma við sögu og líka hefur hún verið duglega að sjá bara neikvæðuhliðina þegar hún segir frá. En ég fékk þessa frásögn hennar staðfesta í gær og fyrradag fyrst þegar ég talaði við flokkstjórann hennar og svo þegar ég talaði við móður annarar stelpunnar sem fór með henni í ferðina. Ástandið var víst vægast sagt ömurlegt og eithvað hefur verið talað um að reyna að bæta krökkunum þetta upp með því að halda aukafund í næstu viku þar sem á að bjóða þeim upp á pitsu og einhverja skemtun, auðvitað missir Ásdís af því þar sem hún er í Danmörku. He he ef kalla má að missa af því Danmörk vinnur pitsupartý auðveldlega. En þetta voru svo sannarlega kaldir, blautir og svangir krakkar sem komu af skátamótinu um síðustu helgi.
Ég keyrði svo Ásdísi á flugvöllinn á þriðjudagsmorguninn ég lagði af stað héðan kl. 4:30 þessi tími dags á sko alls ekki við mig OJJ ég var eins og Álfur út úr hól ef ekki eithvað þaðan af verra. Svo skemtilega vildi til að Alexandría hennar Cyndiar var að fara á sama tíma til Frankfurt svo við sóttum þær inn í Njarðvík og héldum svo í Leifsstöð. Þar upphófust ósköpin !! Ég innrita Ásdísi og þá kemur fyrsta áfallið auðvitað þarf maður að gefa upp Heimilsfang og símanúmer þess sem tekur á móti henni úti AUÐVITAÐ(Dohh !! You stupid woman) Haldiði að ég hafi munað eftir að hafa þessar upplýsingar á reiðum höndum nei aldeilis ekki langt frá því. Ég panikkaði aðeins en svo datt mér einn bjargvættur í hug Rannsí amma Ásdísar auvitað hefði hún þessar upplýsingar á reiðum höndum. Ég gríp gemsann og tel mig muna númerið en nei ég snéri tölunum eithvað við og alls ókunnur maður svarar í símann (kl. 5 að morgni) ég biðst innilega afsökunar og reyni aftur fullviss að ég hafi lagað mistökin en aftur svarar ókunni maðurinn (grát). Konan í innrituninni benti mér vinsamlegast á að nota 118 sem ég og gerði og bað þær að gefa mér samband. Auðvitað hafði Rannsí þetta allt á reiðum höndum og brást ótrúlega vel við þessari truflun kl. 5 að morgni. Ég er nú enn með samvisku bit yfir að vera að hrella hana á fætur svona snemma og hvað þá aumingja mannina sem ég hringdi tvisvar í að ósekju. Næsta mál er að fá passa svo við Cyndi gætum fylgt stelpunum upp í flugstöðina og það gekk vel fyrir sig. Þá er komið að vopnaleitinni og hvað haldiði. Ásdís fer á undan og það pípir og vælir í henni. Ég tek úlpuna hennar og smelli á færibandið og hún fer aftur í gegn og í þá pípir ekki. Ég skýst í gegn og allt í góðu. Ég sé strax á svipnum á verðinum við gegnumlýsinguna að það er eithvað alvarlegt að. Ég gríp úlpuna hennar Ásdísar og fer að leita í vösunum og hvað finn ég jú Svissneskan hermanna vasahníf með öllu. Hann var auðvitað gerður upptækur og minnstu munaði að Ásdís hefði verði flengd á staðnum. En hún ber fyrir sig minnisleysi og segist ekkert muna hverngi hnífurninn komst í úlpuna. Núna gengur Ásdís undir nafninu Litli Terroristinn og úlpan er hér eftir Glæpagallinn. Á ýmsu átti ég nú von en ekki því að vopn yrði gert upptækt hjá mínu eigin barni í Leifsstöð. Restin af Leifstöðvarævintýrinu gekk nú bara vel. Við komumst meðal annars að því afhverju Iceland Express heitir Iceland EXPRESS. Fyrst má nefna að engin röð var í innritunina og því gerði lítið til þegar allt fór í steik við að skrá upplýsingarnar um Ásdísi það voru ekki 150 reiðir túristar fyrir aftan okkur. Svo átti véiln hennar Ásdísar að fara kl. 7:30 en kl. 7:28 fór hún frá flugstöðinni og 7:34 var hún komin í loftið þetta er sko alvöru Express. Alex hennar Cyndiar átti hinsvegar að fara með Icelandair kl. 7:25 en sú vél fór nú ekki frá flugstöðinni fyrr en 7:45 ekkert Express vð það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli