miðvikudagur, júní 30, 2004

Ásdís er komin heim !!!!!!!!!!!!!!!1

Ég er nú ekki alveg bloggdauð þó það mætti fara að halda það miðað við einlæga leti mína við að skrifa síðustu vikur. Ég hef bara verið svo andlaus og þreytt að ég hef ekki orkað að blogga. En nú er ég búin með verstu vinnuvitleysuna og sé fram á bjartari tíma með eðlilegum fríum og kanski er bara helgar frí innan tveggja vikna héðan í frá (7,9,13). Í dag kláraði ég 6 daga vinnutörnina mína og þarf ekki að fara aftur í vinnuna fyrr en á föstudagskvöldið. Viðvera mín í vinnunni var farin að valda sjúklingunum mínum áhyggjum þar þeim var farið að finnast að ég væri bara alltaf þarna og tók steinin úr daginn sem ég mætti á morgunvakt eftir kvöldvakt. Þá voru 5 manns sem spurðu mig hvernig þetta væri eingilega hvort ég fengi bara aldrei frí og fannst þeim frekar illa farið með mig. He he ég gat nú huggað mannskapinn með því að ég hefði nú náð 7 tíma hvíld á milli vakta svo ég gæti nú ekki kvartað ( það er nú bara slatta meira en sumir læknanemarnir fá :-s). En þetta var að vísu allt sjálfskaparvíti þar sem ég skipti helginni núna síðast fyrir helgi í júlí þaning að ég byrja 2 dögum fyrr í sumarfríi en ég hefði annars gert Jibbí.
Ég var svo hamingjusöm yfir að sjá fram á frí að ég pantaði mér tíma í klippingu og strípur.......get ekki beðið.
Ásdís kom heim núna í kvöld og mikið óskaplega var gott að fá hana aftur. Hún kom auðvitað færandi hendi ég fékk líka þetta fína armband sem er flottasta armband sem ég hef nokkurntíman átt. Allir fengu gjafir og meira að segja kisurnar og Leó fengu dót.
En nú er ég farin að sofa og ætla að njóta dagsins á morgun með eldri grislingunum í bland við að að stinga út rusli og drasli sem safnast hefur upp síðustu dagana.

Engin ummæli: