þriðjudagur, júní 08, 2004

Sail on...............

Jæja þá poppa ég upp úr vinnu kafinu í smá stund ég er búin að vera á næturvöktum og því ekki mönnum sinnandi. Ég er víst að fara að vinna aftur á morgun og verð í vinnunni fram á sunnudag. Ég átti nebbla að eiga helgarfrí um næstu helgi en það vantaði á vaktirnar um helgina svo ég tók eina á laugardagskvöld. Ég er mikið að hugsa um að skipta bara um lögheimili héðan í frá verð ég sennilega búsett á Hringbrautinni ekki í Garðabænum eða þannig sko.
Ég heyrði alveg frábært lag í útvarpinu þegar ég var að sækja mér föt á fatalagerinn í vinnunni um daginn. Ég náði ekki nafninu þá en það sem ég náði var að flytjandinn er Regína Ósk og lagið er eftir Jóhann Helgason. Ég er síðan búin að leita logandi ljósi dyrum og dyngjum að þessu blessaða lagi. Eftir að hafa spurt kóng og prest og ýmsa fleiri og fengið hálf undarlegt augnatillit fyrir var ég farin að halda að mig hefði bara dreymt þetta. En svo datt ég áðan um síðuna hennar Regínu
áðan Og þar gat ég lesið mér til um að þetta er lagið Sail On sem kemur út á plötu sem Jóhann Helga var að gefa út. Ég vona nú bara að þetta verði bráðlega fáanlegt á tónlist.is svo ég geti hlustað á það í tætlur, ég er ekki viss um að ég tími að kaupa heila plötu af lögum Jóhanns Helgasonar. Ég er nefnilega búin að komast að því hvað var alltaf að lögunum hans Jóhanns Helga......... það vantaði alltaf Regínu Ósk til að syngja þau samanber frábæra útgáfu hennar á Don´t try to fool me. Eftir að ég var búin að skoða síðuna hennar og hlusta á "hljóðdæmin" sem boðið er uppá er ég enn heillaðri af þessari frábæru söngkonu. Hvet ykkur til að hlusta á Foolish Games og Latly sem er undir óútgefið efni þar má líka finna ágætis útgáfu af gamla Carpenders laginu We´ve only just begun. Svo getiði hlustað á 30 sek brot úr Sail On undir útgefið efni. Ég sit svo bara og bíð eftir plötu með öllum þessum frábæru lögum hennar sem ég hlustaði á þarna á síðunni hennar.

Engin ummæli: