sunnudagur, ágúst 29, 2004

Gúrkan..........

Þegar gúrkan er allsráðandi í mínu eigin lífi er svo ágætt að leita í smiðju okkar indælu færeysku frænda þar má alltaf finna eithvað til að brosa að.

Færeyskar sportfréttir úr sosialurin.fo

Todi ikki á landsliðið
Undir venjing í fyrradagin varð hann so mikið knæskaddur, at tað fer honum ikki at bera til at spæla fótbólt næsta mánaðin

Svo er spurning um metrósexual eða ekki að spíra milli manna í færeyjum.

Seksualitetur í Tórshavn
Eitt nýtt hugtak spírar millum fólk í vesturheiminum, eisini í Føroyum. Serliga millum mannfólk, tí tað snýr seg um mannfólk. Men tað kundi gott verið um konufólk. Hugtakið eitur metroseksualitetur, og umboð fyri henda vaksandi seksualitet eru at finna kring alt landið

Og síðast en ekki síst aumingjans beru útibörnin í færeyjum (dimma.fo)

Útibarnagarður ikki "in"
Eftir summarfrítíðina gjørdist greitt, at bert fimm børn eru í útibarnagarðinum í Havnardali. Tískil hevur Tórshavnar kommuna gjørt av at flyta hesi fimm børnini til útibarnagarðin í Gundadali. Hølini í Havnardali skulu framvegis nýtast til barnaansing. Alt bendir á at útibarnagarðar ikki eru so "in" sum í grannalondum okkara


Mér finnast færeyskar fréttir oftast mun skemtilegri en íslenskar fréttir af hverju sem það stafar nú hí hí hí.......
En þetta er það sem ég geri ef mér leiðist ég les færeyskarfréttir og fréttir á Ananova þá líður mér strax svo mikið betur.

"Ég sagði svampar ikki turkkorkar......................... ert þú eithvað sinnisveikur......."

Það er ekki annað hægt en að elska þessar dúllur :-)




Afar Óspennandi ...............

En þannig má lýsa tilveruminni þessa síðustu daga það er akkúrat ekkert spennandi að gerast hérna hjá mér. Ég er bundin þagnareið um það litla sem gerist svo ég hef ekkert til að blogga um að sinni. Aumingjabloggið er algert og allsráðandi.
Geysp ég er svo sybbin að það er ekki hemja ég var á kvöldvakt í gær fór skikkanlega að sofa(kl. 0:30) en Leó ákvað upp á sitt einsdæmi að hér skyldi ekki sofið lengur en til kl. 4 í nótt. Eithvað fannst honum athugavert utandyra og gelti eins og bestía þangað til hann var búin að hrekja heimilisfók hér upp úr rúminu. Ég sofnaði aftur um kl. 6 og er mætti í vinnu kl. 7:45 hressari en nokkru sinni fyrr.
Til að bæta upp fyrir tíðindaleysið þá læt ég fljóta með frétt af Ananova.com sem ég glotti aðeins yfir.

Man sets house on fire trying to kill mosquito
A Japanese man set his parents' house on fire as he tried to get rid of a mosquito.
Police say the property was gutted in the blaze caused by Tatsuo Onishi lighting a cigarette after spraying pesticide outside.
Sparks from his lighter caused an explosion after igniting the flammable particles in the air and flames quickly spread to the building in Matsuyama.
Mr Onishi had been taking a nap inside his car parked outside his home when the mosquito began to annoy him, reports the Mainichi Daily News website.
The 22-year-old attempted to exterminate the insect by spraying the area immediately outside the house.
He suffered minor burns to his face and neck in the incident. Nobody else was hurt.
One consolation for unlucky Tatsuo is that police believe the mosquito was killed in the
fire.

Ef þetta er ekki að gera úlfalda úr mýflugu þá veit ég ekki hvað.

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Best að fara varlega í sundi !!!!
Swimmers gets snake shockA man swimming near a Norwegian beach received a shock when a metre-long snake swam up his trunks.Other swimmers swam for the shore after spotting the snake heading for Geir Røstad's trunks in the sea off Birkeland in Aust-Agder.The VG newspaper says the man struggled with the grass snake for nearly half a minute.He said: "I was standing out in the water when I suddenly felt something moving in my pants. First I thought it was rushes, but it was incredibly difficult to get out.""When I finally got it out after half a minute I saw it was a snake. I dropped it pretty quickly."Per Pethon, snake expert at Oslo's Museum of Natural History, said grass snakes are a type of water snake that like to swim and hunt in water and are common in southern Norway."It is completely harmless but relatively temperamental. Many people hold a viper by the tail. If you try that with a grass snake it will turn up and bite your hand," he said.
Tekið af Ananova.com

Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér síðustu vikur svo ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga og vegna tíma skorts verður bara stutt samantekt á því sem á daga mína hefur drifið síðustu vikur að þessu sinni. Meiningin er svo að skella inn myndum og ferðasögum síðar. Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér síðan ég kom úr fríi aðallega við að vinna næturvaktir og svo núna kvöldvaktir. Eftir helgi eru fleiri næturvaktir á döfinni svo ég held að það taki ekki fyrir mig að snúa sólarhringum á rétt ról aftur en sem stendur er sólarhingurinn alveg öfugur hjá mér.
En í sumarfríinu tókst mér að sjá vestfirðina, slæpast, klikka á Múlakoti og Mývatnssveit, slæpast meira, fara til London og komast í heilu lagi heim aftur en það tókst ekki öllum í þessari ferð.
En meira um það síðar ég verð að haska mér í vinnuna.
Nátthrafnakveðjur Guðný

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Anna á afmæli......................
Anna mín er 3 ja ára í dag, ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Hún er nú ekki búin að hlakka lítið til þessa dags og mikið búin að tala um hvað hún vilji fá í "afmælispakkana mína" og hvað hún ætlar að gera á "afmælina mína". Hana langaði sko í mótorhjól í "pakkana mína" svo við gáfum henni playmobil mótorhjól með kalli og öllu. Hún fékk líka nýjan pollagalla , skó og Barbie dúkku. Árni gaf henni svo tvo bangsa sem hann vann í Tivolíinu við Smáralindina fyrir rúmum mánuði, hann er búin að vanda sig við að geyma bangsana svo að Anna sjái þá ekki í allan þennan tíma. Algert krútt þessi strákur að hugsa svona fallega til systur sinnar **Bráðn**.
Árni skellti sér á bókasafnið í gær og fékk sér bókasafnsskírteini og 2 bækur. Hann kláraði aðra þeirra þegar í gær og las 35 blaðsíður af hinni þegar hann komst að þeirri niður stöðu að hún væri ekki skemmtileg. Því spratt hann á fætur í morgun og hjólaði upp á Garðatorg og fór á bókasafnið og náði sér í fleiri bækur til að lesa. Ó hvað hann gladdi litla móðurhjartað með þessum lestrarhesta tilfæringum. Ég var orðin hrædd um að lestrarhestagenin hefðu dáið út með mér og börnin mín hefðu ekkert fengið af þeim, en nú eygi ég von.
Sumarfríið er búið að vera allt öðruvísi en ég átti von á. Við byrjuðum í Húsafelli og fórum þaðan á Vestfirðina skoðuðum ýmislegt marvert þar. Síðan eyddum við tímanum heima en ég var komin með eithvert ferðaóþol eftir þessa ferð, þó það hafi verið mjög gaman. Um verslunarmannahelgina var meiningin að fara í Múlakot að vanda en af því að veðurspáin var svo slæm ákváðum við að halda okkur bara í borginni. Við tókum laugardaginn með tropmi, hittum G, H og börn og P, G og dætur. Fórum í sund í Árbæjarlaugini og eyddum góðum tveimur tímum í lauginni. Eftir það var haldið heim til G og H og grillaðir hamborgarar og borðað og spjallað. Þegar því var lokið héldum við í Húsdýragarðinn og skemmtum okkur konunglega í hópi 14986 annara höfuðborgarbúa. Við skelltum okkur meðal annars í Krakkafoss sem er akkúrat mátulegt Tivolí tæki fyrir mig :-) Anna kom líka með og skemmti sér virkilega vel. Eftir þessi hátíðarhöld öll héldum við öll til okkar heima þar sem við tengdums internetinu og spiluðum Battlefield fram eftir nóttu. Daginn eftir brast á mikið hreingerningaræði hér á heimilinu og dópistagreninu breytt í heimili á 6 tímum. Þegar því var lokið komu G,H og börn í heimsókn og við borðuðum saman og spiluðum svo Battlefield fram eftir nóttu, mikið stuð.
Á mánudeginum skellum við fjölskyldan okkur svo á rúntinn um Reykjanes en þessi ferð var farin till heiðurs Leó sem varð eins árs þennan dag. Markmiðið var að skoða Reykjanesið og finna staði sem Leó má hlaupa laus á. Við byrjuðum á að keyra að Reykjanes vita, snérum svo við og fórum við að brúnni milli tveggja heimsálfa og þar fundum við þessa líka fínu sandgryfjur til að leyfa Leó að hlaupa um. Svo lá leiðin í átt til Grindavíkur á þeirri leið fundum við fínan stað til að leyfa Leó að ærslast á og hápúnkturinn var tjörn sem hann gat sullað í, þvílíkt stuð.
Núna eru ekki nema 5 dagar eftir af mínu sumarfríi og þeim eyðum við hjónin í London með heiðurshjónunum U og F en F verður víst 40 seinna í Ágúst og þessi er ferð er farin til heiðurs honum og þessum merkis viðburði. Við snúum svo aftur á sunnudagskvöld. Lengi vel leit út fyrir að ég yrði að mæta í vinnu strax kl. 7 að morgni mánudagsins en vegna þess að ég vinn með besti vinnufélögum á landinu þá redduðu þær málinu fyrir mig svo ég þarf ekki að mæta fyrr en kl. 15:00 stundvíslega.
Nú er víst best að ég fari að koma mér í að baka krem fyrir þær dætur mínar en Ásdís er búin að baka köku fyrir önnu en það vantar kremið á hana.
Bæ í bili............