mánudagur, febrúar 25, 2008

Ef ég væri húsmóðir á heljarþröm ...

Þá væri ég ...



Er einhver hissa :)

sunnudagur, febrúar 24, 2008


Hey hey hey ...

..... I have to stay I can't get to Serbia this way ...

Jæja þá er það ljóst að Gilzeneggerinn fer ekki til Serbíu en fulltrúar okkar þetta árið eru svo sem ekkert slor :) Ég kann að vísu af einhverjum ástæðum ekki við lagið en það kanski venst, ég gladdist að vísu mikið yfir að það var búið að taka út háa Cið hennar Regínu því það pirraði mig alveg óstjórnlega. Það er einhvernveginn þannig að þó að sumt sé hægt þá er þar með sagt að það sé vit í að gera það. Annars var flutningurinn hjá þeim barasta fínn og ekkert út á þau að setja nema lagið mætti vera minna híttífyrra júróvision. En kanski er það sem þarf til að komast upp úr forkeppninni, ég skil ekki júróvision uppáhaldslögin mín komast aldrei áfram eða í topp tíu.
Annars var þetta kvöld lélegra útsetninga Baggalútsmenn voru búnir að skemma sitt lag með því að poppa það upp. Þetta á bara að vera svona heimilislegur kántrý slagari alveg ópoppaður.
Ekki veit ég hvað Barði var að hugsa ef hann vara þá yfir höfðu að hugsa eithvað annað en hann vildi alls ekki fara til Serbíu þegar hann breytti útsetningunni á sínu lagi. Jemundur minn það var barasta sárt að hlusta á söngin hjá stelpunum og var nú alveg nauðsynlegt að bæta laglausri bakrödd við lagið, var meiningin að tveir mínusar gera plús eða ?? Annars stóð hann Egill minn sig nú bara vel á nótunni á hjómborðinu alltaf sami snúðurinn þessi strákur *fliss*

Ragnheiður Gröndal var fín fyrir utan partinn þar sem hún lá útaf þar vantaði svoldið botninn í sönginn enda ekkert grín að syngja útafliggjandi. Mér fundust þeir Buffararnir líka skemtilega heimilislegir þarna á bakvið.

Dr. Spock lagið finnst mér hrikalega fyndið þetta er hreint Geðveikt lag rétt eins og einhver í alvarlegu geðklofakasti hafi samið það he he he . Þetta er ekki lag sem ég mun hlusta á af egin frumkvæði en ég er ekki viss um að ég muni skipta um stöð ef ég rekst á það :)

Hin tvö lögin hef ég svo sem ekkert um að segja voru varla fugl né fiskur ekkert slæm en ekkert góð heldur.

Annars er lítið héðan að frétta ég er enn ónýt í bakinu ætla að gera heiðarlega tilraun til að komast til læknis á morgun þetta getur ekki gengið svona lengur. Ég er óvinnufær, geng um vaggandi eins og gæs og tek hænuskref ég get ekki einu sinni sinnt heimilinu svo ástandið hér er vægast sagt ekki mönnum bjóðandi *hrollur* Ég fór í regndropameðferð til Bergþóru í gær og var betri í bakinu langt fram á kvöld og það var hreint frábær tími !! Ótrúlega skrítið hvað er gott að finna ekkert þegar maður er búin að vera með verki eða veikur lengi þá er alveg spes tilfinning dagurinn sem manni er ekki illt manni þarf ekki að líða vel bara að þetta að vera ekki illt.

Ásdís er skárri í fætinum ekki orðin góð en er betri og fór í vinnu í gær og gekk vel svo hún er nú vonandi að koma til.

Annars fann ég ágætis síðu sem vegur á móti óhóflegri bjartsýni og öðru slíku rugli náði að glotta nokkrum sinnum despair.com





laugardagur, febrúar 23, 2008

Eurovision raunir

Hvernig stendur á því að það eru svona mörg ágætislög í Eurovisjon undankeppninni núna ég er í stökustu vandræðum með að gera upp við mig hvað skal kjósa. Ég geri mér reyndar grein fyrir því að 2 af mínum uppáhalds eru vonlaus sem Eurovision lög en það hindrar mig ekki í að raula þau fyrir munni mér daginn út og inn en það eru Baggalútur annars vegar og Ragnheiður Gröndal hins vegar.
Ég hef alltaf haldið upp á Regínu Ósk og fundist að hún ætti að fara sem aðal númer í Eurovision en ekki bara sem bakraddasöngkona .. nú er tækifærið til þess en þá er kunningi í baráttunni sem ég get ekki litið framhjá enda allir hér á heimilinu með lagið hans á heilanum og gaula það hér daginn út og inn. Enginn hér hefur sönglað fullkomið líf hér síðustu vikur og gerir það að verkum að mig langar meira að kjósa Egil en Regínu og einkavinavæðingin verði látin ráða för ............úff aldrei hefði ég haldið að það ætti fyrir mér að liggja að kjósa hnakka með scooterfílinginn á útopnu ;) Ho ho ho ......

Ætli ég endi ekki þennan pistil á að óska Gileneggernum góðs gengis í kvöld !!
Afhverju

Get ég ekki kreist þessi hljóð úr mínum kassagítar *svekk*




Annars kann ég ágætlega við það sem þessi strákur er að gera. Þetta er eitt af því skemtilega við að þekkja fólk héðan og þaðan um heiminn því þá er oft otað að manni dóti sem maður hefið ekki rekist á annars.

Yoav
Yoav2

Nú er orðið ljóst að liðið mitt í BF2C tapaði í fyrsta sinn í langri sögu þá töpuðum við *svekk* Svoldið skrítið eftir að hafa dundað við að vinna síðustu 6 toura sem ég hef spilað (liðið vann alla 3 þar á undan líka) þá kom að því að við töpuðum *stuna*
En mér til skemtunar þá fékk ég a.m.k. klapp á bakið fyrir framistöðu og halaði inn tveimur medalíum fyrir afrekin he he he (útskýrir kanski afhverju við töpuðum ef ég er orðin medalíuhæf þá er nú hæfileikafólki innan míns liðs farið að fækka)
Af því að ástkær systir mín hefur áhyggjur af því hvort að ég sé hætt að vera vingjarnlegi sjúkraliðinn og orðin hin hræðilega Mrs.Hyde og farin að murka líftóruna úr saklausum vegfarendum þá ákvað ég að láta fylgja með þessum pósti umsögnina um mig.

PLA Commendation Medal

The PLA Commendation Medal is awarded to any BF2C member of the People's Liberation Army, distinguishes himself or herself by heroism, meritorious achievement or meritorious service. Award may be made by an act of heroism, extraordinary achievement.
Issue reason: For her outstanding medic work through out tour 9 she has also displayed outstanding play during combat actions against NATO forces
Issue time: 02-23-2008 12:02 AM

Hef að vísu fengið svona medalíu áður og þá var umsögin svona:
Issue reason: Kitty is an exceptional medic, and has been a very valuable member of the 24P for several Tours, often keeping her fellow brigade members alive and fighting singlehandedly on battledays no matter what opposition she faces..
Issue time: 07-31-2007 08:53 AM

Svo ég held að ég sé að segja alveg satt þegar ég held því fram að ég sé bara í þessu til að lækna aðra og ver mig bara þegar á mig eða félagana er ráðist... enda skylda hvers sjúkraliða að tryggja eigið öryggi fyrst *hóst* *hóst*

En ef satt skal segja þá er ég nú aðallega í þessu fyrir félagsskapinn. Þvílíkt félagslíf í kringum þetta og ég þarf ekki pössun og get sinnt börnum og búi og verið í sambandi við félagana þegar mér hentar. Skipulögð starfsemi er á sunnudögum og fimtudögum á bilinu 17-04 ég get mætt hvenær sem er á þeim tíma og farið hvenær sem er allt mjög frjálst og óháð. Alltaf eithvað skemtilegt í gangi á milli skipulagðrar starfsemi, þvílíkir brandarakallar þarna á ferðinni sem sjá til þess að maður kútveltist úr hlátri svo tímunum skiptir og svo er bara takki sem kveikir og slekkur á fjörinu þegar manni hentar snilldin ein fyrir uppteknar húsmæður.
Allt annað félagslíf sem maður stundar krefst fjarveru að heiman, vesens við að fá pössun og svo fer allt á hliðina hjá liðinu eða hópnum sem maður er með ef maður getur ekki mætt, eintómt vesen og hentar engan veginn þegar maður er í vakta vinnu og með heimili.

mánudagur, febrúar 18, 2008

Loksins...

Var gerð um mig kvikmynd ... ehh öllu heldur fæ ég að vera með í kvikmynd fékk að vísu ótrúlega stórt hlutverk. Þetta er að vísu no buget sænsk framleiðsla tekin upp í USA en maður getur ekki kvartað þegar maður fær sínar 3 mín af frægð *fliss*
En nú get ég deilt með þeim sem vilja hvað ég geri þegar skyggja tekur fimmtudags og sunnudagskvöld.


laugardagur, febrúar 16, 2008


Valtari !

Já það er búið að vera nóg að gera hjá okkur hér og verður nóg að gera hjá mér næstu vikuna. Familían var í vetrarfríi alla síðustu viku og skelltum við okkur í IKEA bústaðinn frá mánudegi til fimmtudags og var það hreint frábært. Þvílík afslöppun og kósý heit. Veðrið var frábært eins og alltaf í Húsafelli og við höfðum rjúpna par sem gæludýr algjör krútt. Eitt kvöldið var svo alveg stjörnubjart með norðurljósum og öllu tilheyrandi svo ég gat farið út og æft mig í stjörnu og norðurljósa ljósmyndun og uppgötvaði að nýja vélin er hrein snilld í slíkar tökur og þar spilar Live viewið stórt hlutverk (og ég sem hélt að þetta væri nánast óþarfi, kjáninn ég).

Ég hefði samt viljað hafa haft tækifæri á að finna mér betri forgrunn á myndirnar en jæja það er víst ekki hægt að fá allt. Ég þarf líka að skoða aðeins hvernig er best að stilla WB fyrir svona nætur myndir þangað til ég finn út úr að geta unnið RAW fileana úr nýju vélinni (gengur ekkert að nota forritið sem fylgdi vélinni)
en þeir eru á öðru formati en úr 20D og photoshop cs2 skilur þá ekki *stuna*

Ég keypti mér bókina Lúmski hnífurinn á leiðinni út úr bænum og gat svo nánast varla sleppt henni fyrr en ég var búin. Mér til mikillar sorgar var framhaldið, Skuggasjónaukinn, ekki til í Borgarnesi svo ég varð að bíða með að lesa framhaldið þar til að ég kom heim og gat skotiðst út í 10-11 og keypt bókina. Verst er að ég hef ekki haft neinn tíma til að lesa núna eftir að ég kom heim því ég er að vinna alla helgina og því ég er bara búin með fyrsta kaflann. Ekki lítur út fyrir að ég muni geta lesið neitt að ráði fyrr en á föstudag því ég verð á námskeiði frá 17 - 21 frá mánudegi til fimtudags í næstu viku auk þess að mæta í vinnu. Kanski næ ég klukkutíma eftir námskeið ef ég verð ekki alveg steikt eftir að læra allt sem hægt er að læra um sjúkraflutninga, súrefnisgjöf, grunnmeðhöndlun öndunarvegar, vettvangsmat,frumskoðun og áverkaskoðun o.s.v.f. Bónusinn er svo að á næst síðasta degi fáum við að skoða Slökkvistöðina, búnað í sjúkrabílum,fjarskiptamiðstöðina og samhæfingarstöðina.. jeij gaman gaman.

Pabbi er ekki venjulega óheppinn í bílamálum haldiði ekki að það hafi bakkað á hann valtari og eyðilagt fyrir honum Touringinn. Hverjar eru líkurnar á að verða fyrir valtara ?? Sem betur fer slapp Pabbi alveg ómeiddur frá þessum hildarleik en auðvitað sár yfir að bíllinn var eyðilagður sérstaklega þar sem hann fær hann nú væntanlega lítið bættan vegna aldurs bílisins. En það er ótrúlegt hvað forsjóninni er mikið í mun að skemma bílana hans 2 Yarisar og núna Touring á 5 ára tímabili eða svo.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Ómæ god

Ég segi nú ekki annað en aumingja móðirin mbl.is En er ekki málið ef þú átt svona "leikföng" að eiga þá bara góðar klippur líka.

miðvikudagur, febrúar 06, 2008


Laglegt

Það er ástand á mannskapnum hér á bæ. Árni með gubbuna, Ásdís er handlama og með umbúðir eftir að hafa farið í bólusetningu og fengð þann svaðalegasta marblett og bólgu sem ég hef séð eftir sprautu. Ég er svo sjálf tognuð í baki og handlegg eftir að lyfta sjúklingi upp úr rúmi í gær. Ég er farin að hallast að því að ég ætti að fara fram á áhættuþóknun í vinnunni.