laugardagur, febrúar 23, 2008

Eurovision raunir

Hvernig stendur á því að það eru svona mörg ágætislög í Eurovisjon undankeppninni núna ég er í stökustu vandræðum með að gera upp við mig hvað skal kjósa. Ég geri mér reyndar grein fyrir því að 2 af mínum uppáhalds eru vonlaus sem Eurovision lög en það hindrar mig ekki í að raula þau fyrir munni mér daginn út og inn en það eru Baggalútur annars vegar og Ragnheiður Gröndal hins vegar.
Ég hef alltaf haldið upp á Regínu Ósk og fundist að hún ætti að fara sem aðal númer í Eurovision en ekki bara sem bakraddasöngkona .. nú er tækifærið til þess en þá er kunningi í baráttunni sem ég get ekki litið framhjá enda allir hér á heimilinu með lagið hans á heilanum og gaula það hér daginn út og inn. Enginn hér hefur sönglað fullkomið líf hér síðustu vikur og gerir það að verkum að mig langar meira að kjósa Egil en Regínu og einkavinavæðingin verði látin ráða för ............úff aldrei hefði ég haldið að það ætti fyrir mér að liggja að kjósa hnakka með scooterfílinginn á útopnu ;) Ho ho ho ......

Ætli ég endi ekki þennan pistil á að óska Gileneggernum góðs gengis í kvöld !!

Engin ummæli: