Valtari !
Já það er búið að vera nóg að gera hjá okkur hér og verður nóg að gera hjá mér næstu vikuna. Familían var í vetrarfríi alla síðustu viku og skelltum við okkur í IKEA bústaðinn frá mánudegi til fimmtudags og var það hreint frábært. Þvílík afslöppun og kósý heit. Veðrið var frábært eins og alltaf í Húsafelli og við höfðum rjúpna par sem gæludýr algjör krútt. Eitt kvöldið var svo alveg stjörnubjart með norðurljósum og öllu tilheyrandi svo ég gat farið út og æft mig í stjörnu og norðurljósa ljósmyndun og uppgötvaði að nýja vélin er hrein snilld í slíkar tökur og þar spilar Live viewið stórt hlutverk (og ég sem hélt að þetta væri nánast óþarfi, kjáninn ég).
Ég hefði samt viljað hafa haft tækifæri á að finna mér betri forgrunn á myndirnar en jæja það er víst ekki hægt að fá allt. Ég þarf líka að skoða aðeins hvernig er best að stilla WB fyrir svona nætur myndir þangað til ég finn út úr að geta unnið RAW fileana úr nýju vélinni (gengur ekkert að nota forritið sem fylgdi vélinni) en þeir eru á öðru formati en úr 20D og photoshop cs2 skilur þá ekki *stuna*
Ég keypti mér bókina Lúmski hnífurinn á leiðinni út úr bænum og gat svo nánast varla sleppt henni fyrr en ég var búin. Mér til mikillar sorgar var framhaldið, Skuggasjónaukinn, ekki til í Borgarnesi svo ég varð að bíða með að lesa framhaldið þar til að ég kom heim og gat skotiðst út í 10-11 og keypt bókina. Verst er að ég hef ekki haft neinn tíma til að lesa núna eftir að ég kom heim því ég er að vinna alla helgina og því ég er bara búin með fyrsta kaflann. Ekki lítur út fyrir að ég muni geta lesið neitt að ráði fyrr en á föstudag því ég verð á námskeiði frá 17 - 21 frá mánudegi til fimtudags í næstu viku auk þess að mæta í vinnu. Kanski næ ég klukkutíma eftir námskeið ef ég verð ekki alveg steikt eftir að læra allt sem hægt er að læra um sjúkraflutninga, súrefnisgjöf, grunnmeðhöndlun öndunarvegar, vettvangsmat,frumskoðun og áverkaskoðun o.s.v.f. Bónusinn er svo að á næst síðasta degi fáum við að skoða Slökkvistöðina, búnað í sjúkrabílum,fjarskiptamiðstöðina og samhæfingarstöðina.. jeij gaman gaman.
Pabbi er ekki venjulega óheppinn í bílamálum haldiði ekki að það hafi bakkað á hann valtari og eyðilagt fyrir honum Touringinn. Hverjar eru líkurnar á að verða fyrir valtara ?? Sem betur fer slapp Pabbi alveg ómeiddur frá þessum hildarleik en auðvitað sár yfir að bíllinn var eyðilagður sérstaklega þar sem hann fær hann nú væntanlega lítið bættan vegna aldurs bílisins. En það er ótrúlegt hvað forsjóninni er mikið í mun að skemma bílana hans 2 Yarisar og núna Touring á 5 ára tímabili eða svo.
Já það er búið að vera nóg að gera hjá okkur hér og verður nóg að gera hjá mér næstu vikuna. Familían var í vetrarfríi alla síðustu viku og skelltum við okkur í IKEA bústaðinn frá mánudegi til fimmtudags og var það hreint frábært. Þvílík afslöppun og kósý heit. Veðrið var frábært eins og alltaf í Húsafelli og við höfðum rjúpna par sem gæludýr algjör krútt. Eitt kvöldið var svo alveg stjörnubjart með norðurljósum og öllu tilheyrandi svo ég gat farið út og æft mig í stjörnu og norðurljósa ljósmyndun og uppgötvaði að nýja vélin er hrein snilld í slíkar tökur og þar spilar Live viewið stórt hlutverk (og ég sem hélt að þetta væri nánast óþarfi, kjáninn ég).
Ég hefði samt viljað hafa haft tækifæri á að finna mér betri forgrunn á myndirnar en jæja það er víst ekki hægt að fá allt. Ég þarf líka að skoða aðeins hvernig er best að stilla WB fyrir svona nætur myndir þangað til ég finn út úr að geta unnið RAW fileana úr nýju vélinni (gengur ekkert að nota forritið sem fylgdi vélinni) en þeir eru á öðru formati en úr 20D og photoshop cs2 skilur þá ekki *stuna*
Ég keypti mér bókina Lúmski hnífurinn á leiðinni út úr bænum og gat svo nánast varla sleppt henni fyrr en ég var búin. Mér til mikillar sorgar var framhaldið, Skuggasjónaukinn, ekki til í Borgarnesi svo ég varð að bíða með að lesa framhaldið þar til að ég kom heim og gat skotiðst út í 10-11 og keypt bókina. Verst er að ég hef ekki haft neinn tíma til að lesa núna eftir að ég kom heim því ég er að vinna alla helgina og því ég er bara búin með fyrsta kaflann. Ekki lítur út fyrir að ég muni geta lesið neitt að ráði fyrr en á föstudag því ég verð á námskeiði frá 17 - 21 frá mánudegi til fimtudags í næstu viku auk þess að mæta í vinnu. Kanski næ ég klukkutíma eftir námskeið ef ég verð ekki alveg steikt eftir að læra allt sem hægt er að læra um sjúkraflutninga, súrefnisgjöf, grunnmeðhöndlun öndunarvegar, vettvangsmat,frumskoðun og áverkaskoðun o.s.v.f. Bónusinn er svo að á næst síðasta degi fáum við að skoða Slökkvistöðina, búnað í sjúkrabílum,fjarskiptamiðstöðina og samhæfingarstöðina.. jeij gaman gaman.
Pabbi er ekki venjulega óheppinn í bílamálum haldiði ekki að það hafi bakkað á hann valtari og eyðilagt fyrir honum Touringinn. Hverjar eru líkurnar á að verða fyrir valtara ?? Sem betur fer slapp Pabbi alveg ómeiddur frá þessum hildarleik en auðvitað sár yfir að bíllinn var eyðilagður sérstaklega þar sem hann fær hann nú væntanlega lítið bættan vegna aldurs bílisins. En það er ótrúlegt hvað forsjóninni er mikið í mun að skemma bílana hans 2 Yarisar og núna Touring á 5 ára tímabili eða svo.
2 ummæli:
Haha ha .... las að þið hafið skellt ykkur í IKEA í fríinu ha ha ha - fannst það mega spaugilegt.
Myndirnar eru geggjaðar!!!! - Þú ert listamaður!!!
He he he já það hefði nú bara verið snilld að skella sér í IKEA í fríinu .... ætli við fengjum ekki að gista hjá þeim eins og gaurin í USA ??
Skrifa ummæli