laugardagur, febrúar 23, 2008

Afhverju

Get ég ekki kreist þessi hljóð úr mínum kassagítar *svekk*




Annars kann ég ágætlega við það sem þessi strákur er að gera. Þetta er eitt af því skemtilega við að þekkja fólk héðan og þaðan um heiminn því þá er oft otað að manni dóti sem maður hefið ekki rekist á annars.

Yoav
Yoav2

Nú er orðið ljóst að liðið mitt í BF2C tapaði í fyrsta sinn í langri sögu þá töpuðum við *svekk* Svoldið skrítið eftir að hafa dundað við að vinna síðustu 6 toura sem ég hef spilað (liðið vann alla 3 þar á undan líka) þá kom að því að við töpuðum *stuna*
En mér til skemtunar þá fékk ég a.m.k. klapp á bakið fyrir framistöðu og halaði inn tveimur medalíum fyrir afrekin he he he (útskýrir kanski afhverju við töpuðum ef ég er orðin medalíuhæf þá er nú hæfileikafólki innan míns liðs farið að fækka)
Af því að ástkær systir mín hefur áhyggjur af því hvort að ég sé hætt að vera vingjarnlegi sjúkraliðinn og orðin hin hræðilega Mrs.Hyde og farin að murka líftóruna úr saklausum vegfarendum þá ákvað ég að láta fylgja með þessum pósti umsögnina um mig.

PLA Commendation Medal

The PLA Commendation Medal is awarded to any BF2C member of the People's Liberation Army, distinguishes himself or herself by heroism, meritorious achievement or meritorious service. Award may be made by an act of heroism, extraordinary achievement.
Issue reason: For her outstanding medic work through out tour 9 she has also displayed outstanding play during combat actions against NATO forces
Issue time: 02-23-2008 12:02 AM

Hef að vísu fengið svona medalíu áður og þá var umsögin svona:
Issue reason: Kitty is an exceptional medic, and has been a very valuable member of the 24P for several Tours, often keeping her fellow brigade members alive and fighting singlehandedly on battledays no matter what opposition she faces..
Issue time: 07-31-2007 08:53 AM

Svo ég held að ég sé að segja alveg satt þegar ég held því fram að ég sé bara í þessu til að lækna aðra og ver mig bara þegar á mig eða félagana er ráðist... enda skylda hvers sjúkraliða að tryggja eigið öryggi fyrst *hóst* *hóst*

En ef satt skal segja þá er ég nú aðallega í þessu fyrir félagsskapinn. Þvílíkt félagslíf í kringum þetta og ég þarf ekki pössun og get sinnt börnum og búi og verið í sambandi við félagana þegar mér hentar. Skipulögð starfsemi er á sunnudögum og fimtudögum á bilinu 17-04 ég get mætt hvenær sem er á þeim tíma og farið hvenær sem er allt mjög frjálst og óháð. Alltaf eithvað skemtilegt í gangi á milli skipulagðrar starfsemi, þvílíkir brandarakallar þarna á ferðinni sem sjá til þess að maður kútveltist úr hlátri svo tímunum skiptir og svo er bara takki sem kveikir og slekkur á fjörinu þegar manni hentar snilldin ein fyrir uppteknar húsmæður.
Allt annað félagslíf sem maður stundar krefst fjarveru að heiman, vesens við að fá pössun og svo fer allt á hliðina hjá liðinu eða hópnum sem maður er með ef maður getur ekki mætt, eintómt vesen og hentar engan veginn þegar maður er í vakta vinnu og með heimili.

Engin ummæli: