miðvikudagur, nóvember 26, 2008
Þessi mynd er talsvert auðmeltari en Zeitgeist og útskýrir á einfaldan máta hvernig það fjármálaumhverfi sem við búum við núna varð til. Það má segja að þetta sé Economics for Dummies ég held að ég meira segja skilji þetta ...þó mér finnnist hreint ótrúlegt að banka og fjármálastarfsemi sé virkilega byggð á svona fáránlegum grunni. Mér finnst bara ekkert skrítið að fjármálaheimurinn sé að hruni kominn.
mánudagur, nóvember 24, 2008
laugardagur, nóvember 22, 2008
Back to the future
Fimm sannanir fyrir því að nú er árið 1975:
1. Við eigum í stríði við Breta
2. Það eru gjaldeyrishöft
3. Það ríkir óðaverðbólga
4. Vinsælustu lögin eru með ABBA og Villa Vill
5. Forsætisráðherran heitir Geir og er Sjálfstæðismaður
Sorry Jóna þessi var bara of góður stóðst ekki að nappa honum af þér :o)
Úff ég stenst bara ekki að skella nokkrum videoum af frábærum pólitíkus sem er snillingur í framkomu og í alla staði fyrirmynd annara pólitíkusa í góðri framkomu. Jæja hér er hann Elías ....eh meina Geir
Hér má svo finna nokkrar góðar hugleiðingar um ástandið http://gpetur.blogspot.com
föstudagur, nóvember 21, 2008
fimmtudagur, nóvember 20, 2008
Ég lá upp í rúmi að lesa bókina "Mamma Siggu er með MS" fyrir yngri dótturina á sunnudagskvöldið, sonur minn lá til fóta og ég hélt að hann væri að horfa á sjónvarpið. Þegar kom að blaðsíðunni þar sem stendur " ..það var MS sem olli því hversu gleyminn hún var orðin upp á síðkastið" reis sonur minn upp við dogg, leit á mig og sagði "Vá mammma, þá ert þú nú búin að vera lengi með MS" og úr dótturinni gall "Jahá!!" ég gat nú ekki annað en hlegið.
mánudagur, nóvember 17, 2008
föstudagur, nóvember 14, 2008
Ég held kanski að ég sé að uppgötva tilganginn með þessu öllu saman. Á síðustu mánuðum hef ég þurft að yfirstíga ýmsa hluti sem ég hélt að ég ætti ekki eftir og horfast í augu við þar á meðal mína eigin fordóma (ef fordóma skyldi kalla) og hluti sem ég hef óttast í gegnum tíðina. Ég er farin að sjá að það sem fyrir mann kemur í lífinu er allt gert til að þroska mann sem einstakling. Mig hefur svo sem lengi grunað þetta en þetta virðist alltaf vera að verða augljósara og augljósara.
Ég fór á fund til félagsráðgjafa MS félagsins í lok síðasta mánaðar og eitt af því sem hún hafið til málanna að leggja væri að ég fengi heimilishjálp, þar sem heimilið væri stórt og greinilega mikið álag á okkur hjónum. Það er eitt af því sem ég hef hreint aldrei getað hugsað mér að fá ókunnuga mannesku inn til mín að þrífa en þegar hún stakk upp á þessu þá hrökk uppúr mér alveg ósjálfrátt "já það væri náttúrlega bara frábært" held að þarna hafi talað sú tilfinning mín að ég er orðin til í þiggja alla þá hjálp sem ég get fengið.
Einn af einn af mínum ókostum er sá að ég á ofsalega erfitt með að þiggja hjálp ég hef óstjórnlega þörf fyrir að gera allt sjálf, núna er greinilega kominn tími til að takast á við það.
Hún sendi inn umsókn og á mánudaginn hringdi kona sem ætlaði að koma og taka út heimilið og sjá hver þörfin væri. Ég fékk nánast kvíðakast sá fyrir mér að konugreyið myndi hlaupa út grátandi eftir að hafa stigið hér inn, þar sem húsbóndinn var miðju kafi að leggja parket og allt gersamlega á hvolfi (svona meira en venjulega). Sem betur fer ætlaði hún ekki að koma fyrr en á fimtudag eða föstudag svo ég fékk gálgafrest. Guðni er enn að klára parketlögnina og þegar konan hringdi í gær og boðaði komu sína í dag féllust mér nánast hendur en ákvað samt að bíta á jaxlinn og reyna bara að gera það besta úr þessu. Ég fékk Guðna til að taka allara versta umrótið og koma því á sinn stað. Í morgun var samt allt en á hvolfi bara ekki alveg eins hrikalega og hafði verið en ég gjösamlega orkulaus reyndi samt að staulast um og redda því helsta en varð að hætta vegna skjálfta og búin að gata nýja parketið með borvél sem tók flugið úr höndunum á mér og niður stigann úr stofunni og endaði með borinn á undan í parketinu.
Konan mætti svo á staðinn um tíu leytið og ég umlaði einhverjar afsakanir um parketlagnir hún tók því nú bara vel og er væntanlega ýmsu vön. Við röltum um íbúðina og ég fékk kurteisislega ábendingu um að "þær" (væntanlega hreingerningadömurnar) vildu ekki hafa dót á gólfinu þegar þær kæmu, mér finnst það í sjálfu sér ekkert skrítið og lofaði bót og betrun áður en "þær" kæmu.
Næst kom að því að fylla út umsóknina og þá held ég að konan hafi áttað sig á að ég þyrfti aðstoð það tók mig lengri lengri tíma að skrifa og í lokin var pennin farin að skjálfa svo mikið að ég sá fram á að ég myndi sennilega skjóta hana niður með honum. Hún var að grúska í einhverjum pappírum en var greinilega farið að lengja eftir umsókninni þegar hún lítur upp,horfir á mig áttar sig svo og segir "æ heyrðu ég hefði nú getað fyllt þetta út fyrir þig ég áttaði mig bara ekki alveg á þessu". En um það leyti var hvort sem er bara eftir kaflinn sem ég varð að gera sjálf þ.e.s. að skrifa undir.
Áður en blessuð konan fór fékk ég nú samt smá pistil um að það væru nú ekki allir sem fengju svona aðstoð og sérstaklega ekki ungt fólk með maka (var búin að heyra áður í samtalinu að það væri nú ekki mikið um ungt fólk sem fengi heimilishjálp). Kallarnir gætu nú alveg tekið þetta að sér alveg eins og við gerum þegar þeir veikjast. Ég vissi svo sem ekki alveg hvernig ég átti að taka þessu, kanski meinti hún þetta bara svona almennt en kanski var þetta smá pilla ég átta mig bara ekki alveg á því enda þekki ég konuna ekkert. Velti því fyrir mér í sekúndubrot hvort ég ætti að útskýra fyrir henni að maðurin minn færi á fætur klukkan 7 við tækju einn og hálfur klukkutími í orrustu við að koma börnunum í skólann, þar er engin smá orrusta í gangi þessa dagana. Þar á eftir tæki við 9-12 tíma vinnudagur innan fyrirtækisins sem hann vinnur hjá og svo jafnvel meira eftir að hann kemur heim. Einhvern veginn tækist honum samt oft að pota inn í þann tíma nokkrum mínútum þar sem við hjálpuðumst að við að elda kvöldmatinn og stundum endaði það alfarið á honum. Einhverstaðar þarna inní væri líka tekin tími í að hjálpa til við heimanám og sinna ýmsum hlutum innan heimilisins og það þýddi að hann væri jafnvel að sinna vinnu fram á nótt. Um helgar þarf hann ansi oft að vinna og á honum hvíla alskyns verkefni út um allan bæ við að redda öllu mögulegu fyrir stórfjölskylduna. Hann kæmist sjaldnast inn fyrir dyrnar á heimilinu áður en það væri byrjað að bombardera hann með hlutum sem hinir og þessir heimilismenn þyrftu aðstoð með. Átti ég að útskýra það fyrir henni að stundum hefði ég áhyggjur af því að eignmaðurinn myndi hreinlega fara yfirum af álaginu sem er á honum nú þegar og mér fyndist hreinlega ekki meira á hann leggjandi sérstaklega miðað við allt það sem hann hefur bætt á sig eftir að ég veiktist (og það ekki af flensu sem tekur viku hálfan mánuð að jafna sig af). Ofan í það þá held ég að það að fá heimilishjálp á tveggja vikna fresti þar sem er ryksugað, skúrað, baðherbergið þrifið og þurkað af útrými ekki alveg þörfinni fyrir að við gerum þetta sjálf líka. Held að "þær" muni alfarið neita að koma hér inn ef við ætlum að láta það duga en þessi hálfsmánaðarlega aðstoð mun vissulega létta undir með okkur. Ég ákvað samt að þegja, sagði ekkert, þakkað konunni fyrir komuna og kvaddi.
fimmtudagur, nóvember 13, 2008
Fékk þetta í tölvupósti frá tengdó fannst þetta mjög áhugavert !!
Úr Heimsljósi. “Vinur, sagði Annar Heldrimaður og faðmaði skáldið. Það er búið að lokaBánkanum. Einglendíngar hafa lokað Bánkanum. Það var og, sagði skáldið. Oghvernig stendur á því að einglendíngar hafa lokað Bánkanum, sagði AnnarHeldrimaður. Það er af því að það eru aungvir peníngar leingur í Bánkanum.Júel er búinn að tæma Bánkann. Júel er búinn að sólunda öllu því fé semeinglendíngar lánuðu þessari ógæfusömu þjóð af hjartagæsku. Júel hefursökt öllu fé einglendínga útí hafsauga. Þessvegna er búið að lokaBánkanum.”Halldór Laxness lýsir íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldi undir jökli.Spurt er: Hvað er hraðfrystihús? Og svarað: „Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrkfrá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeirríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið beragjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassannþá fara þessir grínistar út að skemmta sér" (Kristnihald undir Jökli)
miðvikudagur, nóvember 12, 2008
Ég skellti yfir á íslensku texta sem ég fann á erlendri MS síðu sem ég er fastagestur á. Mér finnst þetta ágæt útskýring á daglegu basli þegar maður er með MS í farþegasætinu. Mér hættir dálítið til að spreða skeiðum um efni fram og enda á þriðja degi skeiðalaus. Ég á enn eftir að læra að hægja á og stoppa áður en ég er farin að eyða skeiða skamti næsta dags.
“En þú lítur svo vel út”
Besta vinkona mín og ég sátum á veitingastað og spjölluðum. Eins og venjulega, það var orðið áliðið og við vorum að borða franskar með sósu. Eins og aðrar stelpur á okkar aldri, eyddum við miklum tíma á veitingastaðnum þegar við vorum í menntaskóla, og meirihluta þess tíma var eytt í að ræða um stráka, tónlist eða aðra smávægilega hluti, sem virtust mjög mikilvægir á þeim tíma. Við ræddum aldrei af neinni alvöru um nein málefni og eyddum mestum okkar tíma hlæjandi.
Þegar ég tók vítamínin mín eins og snakk eins og ég gerði venjulega, horfði hún á mig með einskonar spurn, í stað þess að halda áfram með samræðurnar. Svo spurði hún mig upp úr þurru hvernig tilfinning er það að vera með MS og vera veik. Mér var brugðið, ekki aðeins af því að spurningin kom upp úr þurru heldur einnig hafði ég gert ráð fyrir því að hún vissi allt sem væri að vita um MS.
Hún hafði fylgt mér til læknanna, séð mig fara í segulómanirnar, séð mig hrasa á gangstéttunum og þurfa að setjast niður á tónleikum. Hún hafði borið mig þegar ég gat ekki tekið fleiri skref, hvað meira þurfti að vita ?
Ég byrjaði að fjasa um vítamín og breytingar, hún virtist ekki vera sátt við svörin. Ég var örlítið hissa þar sem hún hafði verið herbergisfélagi minn í menntaskóla og vinur til margra ára; ég hélt að hún vissi nú þegar allar læknisfræðilegar skilgreiningar á MS.
Um leið og ég reyndi að taka mig saman í andlitinu, skimaði ég um borðið í leit að hjálp eða leiðbeiningum, í það minnsta smá fresti. Hvernig gat ég svarað hennar spurningu þegar ég hafði ekki fundið svar við henni handa sjálfri mér? Hvernig get ég útskýrt hvernig MS hefur árhrif á minnstu smáatriði hversdagsins, og sýnt henni í skýru ljósi þær tilfinningar sem einstaklingur með MS fer í gegnum á hverjum degi.
Ég hefði getað gefist upp, sagt brandara eins og ég geri venjulega og skipt um umræðuefni, en þá rann upp fyrir mér að ef ég reyni ekki að útskýra þetta hvernig get ég þá ætlast til þess að hún sýni mér skilning? Ef ég get ekki útskýrt þetta fyrir best vinkonu minni, hvernig get ég þá útskýrt minn raunveruleika fyrir öðrum? Ég varð í það minnsta að reyna.
Á þeirri stundu fæddist skeiðakenningin. Í snarhasti greip ég allar skeiðarnar á borðinu; ekki nóg með það ég greip skeiðarnar af öðrum borðum. Ég horfði í augun á henni “Gjörðu svo vel þú er með MS” . Hún leit á mig örlítið ráðvillt, eins og flestir hefðu gert þegar þeim er óvænt réttur bunki af skeiðum. Kaldar málm skeiðarnar klingdu um leið og ég skutlaði þeim upp í hendurnar á henni. Ég útskýrði að munurinn á því að vera með MS og að vera heilbrigður væri að maður yrði að velja, eða í það minnsta að taka meðvitaðar ákvarðanir um allt, meðan restin af heiminum þyrfti þess ekki. Svo tók ég til við að útskýra , ég notaði skeiðarnar til að leggja áherslu á málið. Hún þurfti að hafa eitthvað í höndunum sem ég gat tekið af henni, þar sem flestir sem eru með MS upplifa að þeir hafi “tapað” lífinu sem þeir þekktu áður.
Ef ég hefði möguleikann á að taka skeiðarnar af henni þá myndi hún skilja hvernig það er að láta einhvern eða eitthvað, í þessu tilfelli MS, um stjórnina. Hún greip spennt skeiðarnar. Hún skildi ekki hvað ég var að gera, en hún var alltaf til í smá skemmtun. Ekki grunaði hana hversu alvöruþrunginn þessi leikur yrði. Ég bað hana að telja skeiðarnar. Hún spurði af hverju, ég útskýrði að skeiðarnar stæðu fyrir orkueiningar og þegar þú ert heilbrigður þá býstu við að hafa endalausa uppsprettu af skeiðum. En þegar þú ert með MS og ert að plana daginn, þarftu að vita nákvæmlega hversu margar skeiðar þú byrjar með. Það tryggir ekki að þú týnir ekki einingu á leiðinni, en það aðstoðar alla vega við að vita hvar byrjunarreiturinn er. Hún taldi 12 skeiðar. Hún hló og sagðist vilja fleiri. Ég sagði nei, og vissi um leið að þessi litli leikur myndi virka, þegar hún varð svekkt., við sem vorum ekki einu sinni byrjaðar.
Mig hafði langað í fleiri skeiðar í mörg ár og ég hef ekki fundið leið við að fá þær svo af hverju ætti hún að fá fleiri? Ég sagði henni að hún yrði alltaf að vera meðvituð um hversu margar skeiðar hún væri með og hún mætti ekki leggja þær frá sér því hún yrði alltaf að muna að hún hefði MS.
Ég bað hana að gera lista yfir það sem hún gerði á daginn, hún yrði líka að tiltaka öll einföldustu verkefnin. Á meðan hún meðan hún taldi upp verkefni dagsins eða skemmtilega hluti til að taka sér fyrir hendur útskýrði ég fyrir henni að hvert atriði á listanum myndi kosta hana skeið. Hún fór beint í fyrsta morgunverkið, að hafa sig til fyrir vinnuna, ég stoppaði hana og tók af henni skeið. Ég hreinlega réðist að henni og sagði “Ó nei, þú stekkur ekki bara á fætur. Þú þarft að neyða augnalokin í sundur og uppgötva að þú ert orðin sein. Þú svafst ekki vel í nótt. Þú þarft að skríða út úr rúminu, finna þér eitthvað að borða áður en þú gerir nokkuð annað. Þú verður að taka vítamínin þín svo þú hafi orku fyrir daginn, ef þú gerir það ekki þá geturðu allt eins látið mig hafa allar skeiðarnar strax ! Ég greip í snarheitum af henni aðra skeið og hún áttaði sig á því að hún var ekki klædd ennþá.
Sturta kostaði hana eina skeið til, það vara bara hárþvottur og að raka leggina. Að teygja sig of hátt eða beygja sig, of heit sturta eða það að blása hárið myndi í raun kosta fleiri en eina skeið en ég gat bara ekki hugsað mér að hrella hana of mikið í byrjun.
Ég stoppaði hana og sundurliðaði hvert verkefni til að sýna henni fram á að hvert smáatriði þarf að vera úthugsað. Þú þarft að hafa í huga í hvaða föt þú getur klætt þig, hvaða skór henta miðað við göngur dagsins, hvort verkir eða krampar eru vandamál, tölur eru ekki í boði. Ef þú ert með skrámur eftir lyfjagjafir er sennilega rétt að velja síðerma flík. Þú getur ekki bara skutlað þér í fötin ef þú ert með MS ...það er nefnilega ekki svo einfalt…
Ég held að hún hafi verið farin að átta sig þegar hún var, fræðilega séð, ekki enn komin í vinnuna og hún átti bara 6 skeiðar eftir. Ég bennti henni á að hún yrði að velja mjög vandlega hvað hún ætlaði að gera það sem eftir lifið dags, því þegar skeiðarnar væru búnar þá væru þær búnar.
Stundum er hægt að fá að láni hluta af skeiðum morgundagsins en hugsaðu þér bara hvað morgundagurinn verður þá erfiður þegar skeiðunum hefur fækkað. Ég þurfti líka að útskýra að einstaklingur með MS býr með það í hugskoti sínu að á morgun gæti verið dagurinn sem þú ert með hita, sýkingu eða einhverjar aðrar uppákomur valda því að þú ert ófær um að gera nokkurn skapaðan hlut. Þetta þýðir að þú villt alls ekki taka áhættu með skeiðarnar því þú veist aldrei hvenær þú þarft virkilega á þeim að halda. Ég vildi ekki valda henni leiða en ég varð að vera raunsæ og því miður er það að vera alltaf búin undir það versta partur af daglegu rútínunni hjá mér.
Við fórum í gegnum restina af deginum og hún áttaði sig rólega á því að það að sleppa hádegismatnum kostaði skeið, það að standa í lestinni kostaði aðra og það að pikka of lengi á tölvuna kostað enn eina. Hún varð að velja og hugsa hlutina á annan hátt. Fræðilega, hafði hún valið að sleppa öllum útréttingum svo hún gæti borðað kvöldmat um kvöldið.
Þegar komið var að lokum þykjustu dagsins , sagðist hún vera svöng. Ég benti henni á að hún yrði að borða en hún ætti bara tvær skeiðar eftir. Ef hún eldaði matinn hefði hún ekki nægar skeiðar til að þrífa eftir eldamennskuna. Ef hún færi út að borða væri hætta á því að hún yrði of þreytt il að geta einbeitt sér að akstrinum, sjónin gæti verið orðin of þokukennd eða hún gæti gleymt að kveikja ljósin á bílnum. Hún ákvað að búa til súpu , það væri auðvelt. Ég bennti henni þá á að klukkan er aðeins sjö að kvöldi, þú átt allt kvöldið eftir en aðeins eina skeið eftir til að gera eitthvað skemmtilegt, laga til eða klára verkefni en hún gæti ekki gert þetta allt hún yrði að velja eitt.
Ég hef sjaldan séð hana sýna miklar tilfinningar, svo þegar ég sá að hún var í uppnámi fannst mér að kannski væri ég að ná til hennar. Ég vildi ekki að vinkona mín væri í uppnámi en á sama tíma gladdi það mig að kannski væri loksins einhver sem skildi mína aðstöðu að einhverju leyti. Augun í henni voru að fyllast af tárum þegar hún spurði hljóðlega “ Cristine hvernig ferðu að þessu? Gerirðu þetta í alvöru á hverjum degi?” Ég svaraði því til að sumir dagar væru verri en aðrir, suma daga hefði ég fleiri skeiðar en aðra. En ég get aldri látið þetta hverfa og ég get ekki gleymt því í eina mínútu, ég þarf alltaf að hafa þetta í huga. Ég rétti henni skeið sem ég hafði haft til vara. Ég sagði einfaldlega við hana “ ég hef lært að hafa alltaf auka skeið til vara því maður þarf alltaf að vera viðbúinn.”
Það er erfitt, það erfiðasta sem ég hef þurft að læra er að hægja á mér og gera ekki allt í einu. Ég þarf að kljást við þetta á hverjum degi. Mér finnst óþolandi að finnast ég útundan, þurfa að velja að vera heima eða fá ekki að gera það sem mig langar. Ég vildi að hún fyndi gremjuna. Ég vildi að hún skildi að allt sem aðrir gera auðveldlega er eins og hundrað verk í einu hjá mér. Ég þarf að hugsa út í veðrið og líkaman áður en ég get ráðist í hvert verk. Meðan aðrir einfaldlega framkvæma verð ég að ráðast á verkefnið og gera hernaðaráætlanir eins og ég sé að skipuleggja stríð. Munurinn á þeim lífsstíl að vera með langvinnan sjúkdóm eða vera heilbrigður er fegurðin við það að vera fær um framkvæma bara en þurfa ekki að hugsa það í þaula, ég sakna þess frelsis. Ég sakna þess að þurfa ekki að telja skeiðarnar mínar.
Eftir að hafa úthellt tilfinningunum og talað um þetta í smá stund fann ég að hún var sorgmædd. Kannski hafði hún loksins skilið þetta. Kannski áttaði hún sig á því að hún gæti aldrei sagt af hreinskilni að hún skildi þetta. En að minnsta kosti myndi hún kannski kvarta minna þegar ég get ekki farið út að borða með henni á kvöldin, eða þegar ég virðist aldrei komast yfir til hennar á kvöldin og það endar alltaf á því að hún kemur til mín. Ég faðmaði hana að mér og við gengum út af veitingahúsinu. Ég var með skeið í hendinni og sagði “Ekki hafa áhyggjur.” “Ég horfi á þetta sem blessun. Ég hef verið neydd til þess að hugsa um það sem ég tek mér fyrir hendur. Geturðu ímyndað þér hvað fólk eyðir mörgum skeiðum í vitleysu á hverjum degi? Ég hef ekki svigrúm til að eyða skeiðum í vitleysu, og ég vel að eyða tíma mínum með þér.”
Allt frá þessu kvöldi hef ég notað skeiðakenninguna til að útskýra líf mitt fyrir fólki. Í raun er það svo að fjölskylda mín og vinir vitna oft í skeiðarnar. Það er orðið að lykilorði yfir hvað ég get eða get ekki gert. Þegar fólk fattar skeiðakenninguna viðist það skilja mig betur, en ég held að það líti sitt eigið líf líka örlítið öðrum augum. Ég held að þetta sé ekki aðeins góð leið til að öðlast skilning á MS heldur líka á öðrum tegundum af fötlunum eða veikindum.
Vonandi, taka þau ekki öllu sem sjálfgefnu í lífinu. Ég gef eftir hluta af sjálfri mér , í orðsins fyllst merkingu, í hvert sinn sem ég framkvæmi eitthvað, það er orðinn innanhúss brandari hjá okkur. Ég er orðin þekkt fyrir að grínast með það við fólk að því eigi að finnast það einstakt þegar ég eyði tíma með þeim því þau hafi nú fengið eina af skeiðunum mínum.
Höfundur Christine Miserandino
þriðjudagur, nóvember 11, 2008
'I've learned that no matter what happens, or how bad it seems today, life does go on, and it will be better tomorrow.'
'I've learned that you can tell a lot about a person by the way he/she handles these three things: a rainy day, lost luggage, and tangled Christmas tree lights.'
'I've learned that regardless of your relationship with your parents, you'll miss them when they're gone from your life.'
'I've learned that making a 'living' is not the same thing as 'making a life.'
'I've learned that life sometimes gives you a second chance.'
'I've learned that you shouldn't go through life with a catcher's mitt on both hands; you need to be able to throw some things back.'
'I've learned that whenever I decide something with an open heart, I usually make the right decision.'
'I've learned that even when I have pains, I don't have to be one.'
'I've learned that every day you should reach out and touch someone. People love a warm hug, or just a friendly pat on the back.'
'I've learned that I still have a lot to learn.'
'I've learned that people will forget what you said, people will forget what you did, but people will never forget how you made them feel.'
miðvikudagur, nóvember 05, 2008
Við mæðgurnar lágum fyrir framan imbann um daginn og vorum að horfa saman á barnaefni í sjónvarpinu. Á eftir barnaefninu kom myndband með BangGang og þó ég hafi nú haft lúmskt gaman af því þá var ekki laust við að mér fyndist það ekki eiga við innan um barnaefnið. Ég hafði bara ekki rænu á að skipta því ég veðjaði á þann ranga hest að allt myndi enda vel. En eins og dóttir mín blessuð orðaði það þegar hún horfði á mig með augu á stærð við undirskálar "æ hún er dáin núna".
Barnaefni?? Nei er það ?
BangGang, "I Know You Sleep"
mánudagur, nóvember 03, 2008
Fann þetta í gegnum Helga en þarna getur maður búið til alskyns setningar úr hverjum þeim orðum sem manni dettur í hug. Það er dáldið gaman að skella nafninu sínu þarna inn og sjá hvað gerist. Ég fékk þetta meðal annars:
Fiddlers Rousting Kitty (fannst þetta einkar viðeigandi)
Fudged Kitty Nostril Sir
Fudged Kitty Lints Orris
Drifted Kingly Tourists
Disfigured Kilts Not Try
Fudged Skirts Linty Riot
Fudged Skirts Linty Trio (ef ég stofna hljómsveit er þetta nafnið)
Fiddle Irking Toys Trust
Fiddle Risking To Trusty
Fiddle Striking To Rusty
Fiddle Striking Toy Rust
Fiddle Kissing Trout Try
Fiddle Kissing Tutor Try
Fiddle Stirring Tusk Toy
Fiddle Stroking It Rusty
Infolded Gritty Sir Tusk
Fiddler Skiing Toy Trust