fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Ég gleymin ??

Ég lá upp í rúmi að lesa bókina "Mamma Siggu er með MS" fyrir yngri dótturina á sunnudagskvöldið, sonur minn lá til fóta og ég hélt að hann væri að horfa á sjónvarpið. Þegar kom að blaðsíðunni þar sem stendur " ..það var MS sem olli því hversu gleyminn hún var orðin upp á síðkastið" reis sonur minn upp við dogg, leit á mig og sagði "Vá mammma, þá ert þú nú búin að vera lengi með MS" og úr dótturinni gall "Jahá!!" ég gat nú ekki annað en hlegið.

4 ummæli:

jeg sagði...

Já takk gumoren bara heheheh.... svo ertu búin að vera að þælast til lækna útaf þessu heheheeh....og börnin fundu lausnina á methraða.
Knús og kveðja úr Hrútósveitó.

Nafnlaus sagði...

hehehe, það eru þessar setningar sem maður þarf að skrifa niður hjá sér.... þannig að bara muna að taka back up af blogginu....

Nafnlaus sagði...

He he já maður fær það sko óþvegið hjá þessum blessuðum elskum :) Hefði sennilega bara átt að sleppa þessu læknastússi og láta þau umþetta ;o)

jeg sagði...

Það hefði allavega sparað helling af krónum. hehehehehe.....