laugardagur, desember 06, 2008

Á nálum

Skrítið hvað þarf stundum lítið til að maður sé á nálum...ef lítð skyldi kalla. Það er búin að vera í gangi innbrotahrina hér í Garðabænum síðustu vikuna. Meðal annara fórnarlamba þessara þrjóta er fjölskylda bekkjarbræðra Önnu sem búa hér í götunni, fjórum húsum frá okkur. Farið var inn í til þeirra um hábjartan dag meðan fjölskyldan var í vinnu og skóla. Þetta þýðir það að ég er farin að horfa rannsakandi á allt og alla sem hreyfast í götunni núna nágrannarnir halda örugglega að ég sé að fara yfirum úr forvitni um þeirra hagi en það er ekki svo bara almenn tortryggni í gangi. Núna fær Leó sjaldnast að fara með familíunni út heldur er skilin eftir sem heimavörn enda ljóst að það fer enginn ókunnugur hér inn meðan hann er einn heima.

Af okkur er annars lítið að frétta Guðni vinnur og vinnur og vinnur svo bara svolítið meira. Hann mun ekki eiga helgar frí fyrr en eftir jól. Þessa helgina er hann að dunda sér við að taka myndir af jólasveini og þeim börnum sem eiga leið um IKEA.
Ég er bara alltaf við sama heygarðshornið, rangeyg og klaufaleg....eða þannig sko. Mér tókst svo að ná mér í einhverja kvefpest sem leggst aðallega á augun og hálsin á mér. Kerfið hjá mér er greinilega svo viðkvæmt að ég má ekki við smá sýkingu þá sogast öll orka út af batterýinu og ég verð bara eins og lufsa.

Á föstudaginn í síðustu viku mættu tvær hörkuduglegar stelpur hingað og þrifu hátt og lágt ég held að þetta heimili hafi aldrei verið jafn vel skúrað og þrifið. Það skrítna er svo að þetta hélst svona fínt í nokkra daga ég held að hundurinn hafi hreinlega ekki þorað að fara úr hárum á fínheitin. Þær voru tvær vegna þess að önnur var að byrja í bransanum og önnur reyndari því send með henni. Hún kemur svo væntanlega ein á fimtudaginn. Mér fannst fáránlega erfitt að horfa á meðan aðrir skúra og þrífa. Ég vissi eigilega bara ekki hvernig eða hvar ég átti að vera meðan þær voru að þrífa.

Krakkarnir eru farnir að telja niður í jólafríið og tilhlökkunin mikil. Ásdis hlakkar tvöfallt til þar sem daginn sem daginn sem fríið byrjar kemur Bo aftur í heimsókn og ætlar að vera fram á Þorláksmessu. Nú er bara að vona að veður og norðuljósaguðirnir verði okkur hliðhollir þessa daga sem hann verður hérna svo við getum sýnt honum þessar dásemdir norðursins.

Anna Sólveig er að slá fjölskyldu met í fjölda tanna sem detta á einum ársfjórðungi og vesalings tannálfurinn hefur ekki undan að heimsækja hana og borga út tennur. Gæti trúað að ef þetta heldur afram fari Tannálfabankinn á hausinn eins og íslensku bankarnir.

4 ummæli:

jeg sagði...

Heljar knús á þig kæra og mikið er nú gott að heyra að það sé búið að þrífa hjá þér.....eitthvað annað en hjá mér.....sæsinn þetta gerist bara ekki sjálft. Og ég held að ég hafai týnt nenninum í deiginu um daginn hahahahaha....
Já tannálfurinn .....vissi nú ekki um hann fyrr en að hann mætti alltí einu hjá bekkjabróðir Gunnars .....ég kynntist honum aldrei en hann kíkti svo á barnið mitt. Held að hann hafi farið á hausinn þegar ég var á þessum aldri og það tekið svona mörg ár að jafna sig. heheheheeh.....
já kannski maður láti bara taka mynda af sér í IKEA ......en nei held ekki alla vega ekki með sveinka.
Knús úr Hrútósveitó.

Guðný sagði...

He he það var kreppa þegar við vorum litlar og Tannálfurinn hafið ekki efni á að koma til Íslands þá. Alla vega kom hann aldrei til mín heldur.

Nafnlaus sagði...

Tannálfurinn kom ekki heim til mín þegar ég var yngri. Auk þess ákvað tannálfurinn sem hefur komið til krakkanna að hann komi bara þegar fyrsta tönninn datt úr. Hann kannski vissi að foreldrarnir yrðu annars í tómu tjóni ;-)

Með nágrannavörslu. Þá hringdi ég í lögguna fyrir stuttu vegna 2ja manna sem sátu í bíl hérna fyrir utan kl. 7,30 um morguninn og voru að reykja og drekka gos. Þegar þeir sáu áhuga minn á þeim þá snéru þeir við og brunuðu út úr hverfinu. Ég sá bílnúmerið vel og hringdi á lögguna. Það versta er að ég veit svo ekki hvernig þetta endaði. Þeir hafa allavegna ekki sést hérna í götunni aftur. Þannig að Guðný, ég mæli með því að þú takir að þér nágrannavörslu og skrifir niður öll bílnúmer sem eru á þvælingi. Þér leiðist allavegna ekki á meðan ;-)
kv, Guðlaug

Nafnlaus sagði...

He he nákvæmlega nóg að gera í nágrannavörslunni ;)

Guðný

P.S. miði er óþolandi þessi böggur í kommentakerfinu þegar maður ætlar að skrifa undir nafni hér :s