mánudagur, október 25, 2004

Er Yaris of langur ????

Það fannst einhverjum blessuðum bílstjóra á nokkurra tonna sendiferðabíl sem ákvað að stytta Yarisinn hans pabba. Og nú lítur Yaris svona út:








Pabbi er sennilega tognaður í hálsi og baki en eins og venjulega heldur hann því fram að ekkert sé að honum. Nú er bara að bíða og sjá hvert framhaldið verður. Merkilegt að þetta er annar uppáhaldsbíllinn sem pabbi hefur átt sem hefur latið lífið á vesturlandsveginum.


Ég elska alla um ár og síð ... veit ég þó varla hvað veldur því.........

Ég er svo hugmyndasnauð þessa stundina að ég ákvað að syngja bar a pínku fyrir ykkur í staðinn. Þið ímyndið ykkur bara ómþýða rödd mína gaula þetta annars ágæta lag ; )

Þetta er búin að vera alveg indælis helgi þó svo að ég hafi nú ekki djammað neitt. Á föstudaginn hélt ég brjálað stráka partý hér í tilefni af afmaælinu hans Árna 9 galvaskir ungir sveinar mættu og ég get svo svarið fyrir það að húsið skekktist á grunninum. Þannig eiga líka góð partý að vera !!! Um kvöldið spilaði ég svo Battlefield til kl. hálf fjögur um nóttina. Vaknaði seint og illa mætti í vinnu kl. 15 og eins og venjulega var gaman í vinnunni þó það sé alveg brjálað að gera. Það þarf alvarlega að íhuga að finna upp sjúkrarúma kojur ég er alltaf að vinna í þeirri hugmynd en það gengur eithvað hálf illa að útfærahugmyndina. Ég kom heim um kl. 23 rak grislingana mína og auka grislinginn sem gisti hjá okkur í rúmið og skellti mér á netið og spilaði BF til hálf fjögur aftur. Fór í vinnu og naut mín þar til 23 kom heim þá voru allir sofnaðir nema Ásdís. Ég kíkti á netið og sá að bestuvinir aðal voru að spila svo ég náttúrlega spilaði meira BF og þvílíkt fjör. Það var svo gaman hjá mér að Guðni vaknaði og ákvað að hrista af sér svefndrungann og spila líka. Ég er með harðsperrur í brosvöðvunum í andlitinu eftir helgina og það eru ekki einusinni ýkjur. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að það eru til alveg óborganlega skemtilegir BF spilarar sem ég hef verið svo lánsöm að kynnast og fíflast við núna í hvert sinn sem ég spila. Aðauki er náttúlega minn ástkæri og æskuvinkona mín sem þarna spila mér til óendanlegrar ánægju enda með afbrgiðgum skemmtilegt fólk. Það endaði á þvi að ég spilaði til kl hálf tvö þrátt fyrir beinverki og höfuðverk sem voru farnir að hrjá mig í vinnunni í gærkvöldi. Ég uppgötvaði það svo að ég var komin með hita svo nú sit ég heima og fer ekki í vinnu í kvöld eins og ég ætlaði : ( mér leiðast hitapestir.
Namm Ásdís ætlar að baka pönnsur handa okkur. Henni finnst svo gaman að baka og elda að hún er orðin nokkurskonar ráðskona hér. Hún bakar og eldar allskyns rétti á matseðlinum síðustu dag hafa verið Lasagna sem hún bjó til frá grunni, spaghetti og hakk, pönnukökur, muffins og súkkulaðikaka sem er ein sú besta sem ég hef fengið. Ég er nefnilega ekkert mjög hrifin af súkkulaðikökum en Ásdísi tókst að galdra fram súkkulaði köku sem var svo góð að ég ætlaði ekki að geta hætt. Ég er samt farin að hafa áhyggjur af því að það endi á því að við verðuma að taka úr dyrastöfunum svo ég komist út úr húsi ef hún heldur áfram á þessari braut.
Mmmmmmm ég er farin í pönsuveislu.

Merkilegt hvað mér leggst alltaf til mikið af blaðri hér þó ekkert efni sé til þess ...............................

laugardagur, október 23, 2004

Hér sjáið þið afleiðingarnar af því þegar ég minnka kókþambið :

Hagnaður Coca-Cola dregst saman um 24%
Hagnaður Coca-Cola dróst saman um 24% á þriðja fjórðungi ársins. Nam hagnaður félagsins 935 milljónum dala, eða 39 sent á hlut, samanborið við 1,22 milljarða dala hagnað, eða 50 sent á hlut, á sama tímabili í fyrra.
Tekjur Coca-Cola námu 5,66 milljörðum dala í fjórðungnum sem er svipuð velta og árið á undan

Tekið af mbl.is

Vá ég vissi að ég drykki alltof alltof mikið kók en þetta er bara fáránlegt. He he he he he he he he ohh ég vildi bara að lærin og vömbin hefðu líka dregist saman um 24%

laugardagur, október 16, 2004

Amerískar húsmæður eru að missa sig .......................

Já nú er það svo að heitasti þátturinn í Bandaríkjunum þessa dagana er augljóslega Latibær http://www.twopeasinabucket.com/mb.asp?cmd=display&thread_id=838679. Það eru sko ekki bara börnin sem sitja límd yfir Lata bæ nei aldeilis ekki mæðurnar sitja gjörsamlega stjarfar yfir Íþróttaálfinum (Sportacus) og Glanna Glæp (Robbie Rotten). Greinilegt að Magnús Scheving og Stefán Karl höfða greinilega til allra aldurshópa.

Áfram Latibær !!!!

mánudagur, október 11, 2004

Orðheppni er gulls í gildi...............

MAKE THE PIE HIGHER
by George W. Bush

I think we all agree, the past is over.
This is still a dangerous world.
It's a world of madmen and uncertainty
and potential mental losses.

Rarely is the question asked
Is our children learning?
Will the highways of the Internet become more few?
How many hands have I shaked?

They misunderestimate me.
I am a pitbull on the pantleg of opportunity.
I know that the human being and the fish can coexist.
Families is where our nation finds hope, where our wings take dream.

Put food on your family!
Knock down the tollbooth!
Vulcanize society!
Make the pie higher! Make the pie higher!

(tekið af http://snopes.com)

Þetta snilldar ljóð er samansett úr gullkornum þeim er hafa fallið af vörum núverandi forseta Bandaríkjanna. Vefsvæðið sem þetta ljóð kemur af er snilldar vefur sem leitast við að taka goðsagnir úr nútímanum (urban legends) og staðfesta þær eða hrekja. Það er hægt að gleyma sér algerlega við að lesa hina ýmsu málaflokka þarna inni og skemta sér við að sjá hvað mikið að vitleysu er satt og allar þær staðhæfingar sem ekki standast.
Annars er búið að vera að fjúka í mig reglulega núna út í fréttastofu Stöðvar 2 ég hef í nokkur skipti orðið svo fjúkandi ill upp á síðkastið að mig hefur mest langað til að senda þeim harðort bréf. En þar sem ég hef lært að það þýðir lítið að henda perlum (sem orð mín náttúrlega eru ;-)
fyrir svín þá hef ég látið það kyrrt liggja. Fyrir nokkrum dögum sat ég í sakleysi mínu í vinnunni og var að reyna að borða kvöldmatinn minn. Sjónvarpið var opið og fréttatími stöðvar 2 mallaði í bakgrunninum. Áður en ég veit af er farið að lýsa óþarflega nákvæmlega dauðdaga breska gíslsins Kenneths Bigley. Matarlystin minnkaði snarlega og ég snögg reiddist ég þurfti ekki nákvæmar lýsingar á því hvernig maðurinn dó, ég skil nú ekki í þeim að hafa ekki bara sýnt myndbandið sem mannræningjarnir sendu, svo nákvæm var lýsingin. Mér fannst alveg nógu hræðilegt að manninum hefði verið rænt og hann tekin af lífi, þó svo lýsingarnar væru ekki svona nákvæmar. Strax á eftir þessari frétt kom svo frétt um sprengingu á hóteli í Egyptalandi, brunnin lík, líkamshlutar á víð og dreif, fólk hlaupandi með illa særða í fanginu. Þeir sáu þó sóma sinn í þetta sinn að vara við myndunum en það hefur nú ekki alltaf verið svo gott síðustu mánuði en ég hef á tilfinningunni að einhver annar en ég hafi verið orðin pirraður og kvartað því í síðustu viku fóru þeir að vara við svona myndum í fréttatímanum. Síðustu mánuði hafa mis illa farnir líkamar fólks í Írak og Ísrael prýtt fréttatímana án nokkurrar viðvörunar og engin séns á að forða sér eða ungviðinu á heimilinu frá því að horfa upp á þetta. En í gær tók svo steinin úr í sóðalegum myndbirtingum hjá stöð 2 en það voru myndir frá slysstað í Þjórsárdal. Banaslys var á veginum í Þjórsárdal í gær þar sem 2 menn létust annar íslendingur en hinn útlendur ferðamaður. Stöð 2 sýnir nærmyndir af klesstum jeppanum og svo kemur myndskeið frá því þar sem slökkviliðið er að spúla af veginum. Bunan úr slökkvislöngunni hittir á blóðpoll og úðin uppaf götunni verður allt í einu fagurrauður og svo lýsist hann smátt og smátt. Mig langar bara að spyrja hvað er að þessu fólki að sýna þetta. Hvaða óskapa tilgangi á þessi myndbirting að þjóna ?? Svar óskast !!! Til samanburðar má geta þess að fréttastofa RÚV lét duga að segja þannig frá Kennet Bigley málinu að myndband hefði borist þar sem hann hefði sést tekinn af lífi. Svo mörg voru þau orð engar nákvæmar lýsingar en fréttin komst jafn vel til skila. Af banaslysinu í þjórsárdalnum sýndu þeir engar myndir heldur kort af staðnum með rauðum krossi þar sem slysið varð. Sú myndbirting dugði alveg til að koma þeirri frétt á framfæri. Það er auljóslega mikill klassa munur á fréttaflutingi RÚV og Stöðvar 2 .

þriðjudagur, október 05, 2004

Að ljúga eða ljúga ekki.....
Að ljúga eða ljúga ekki! Dag einn, þegar saumakonan sat og vann á árbakkanum, þá missti hún fingurbjörgina sína útí ána. Hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu og henni til mikillar undurnar birtist Drottinn sjálfur og spurði: Hvers vegna grætur þú ? Saumkonan svaraði að fingurbjörgin hennar hefði fallið í vatnið og hún þyrfti á fingurbjörginni að halda svo hún gæti aðstoða bónda sinn við að afla tekna til heimilisins. Drottinn hvarf ofan í vatnið og kom til baka með gullfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn. Saumakonan svaraði neitandi og þá hvarf Drottinn aftur í vatnið og kom upp með demantsfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn en saumkonan neitaði því. Enn hvarf drottinn ofan í vatnið og kom nú upp með silfurfingurbjörg og spurði hvort þetta væri sú rétta og saumakonan jánkaði því. Drottinn var mjög ánægður með sannsögli konunnar og færði hennir allar fingurbjargirnar þrjár til eignar að launum, og saumkonan hélt glöð heim á leið.
Nokkru síðar þegar saumakonan var á göngu eftir árbakkanum með eiginmanni sínum, datt hann í ána. Þegar hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu, birtist Drottinn enn á ný og spurði hvers vegna hún gréti? "Æi guð, maðurinn minn datt í ána". Guð stakk sér í ána og kom til baka með Mel Gibson. "Er þetta eiginmaður þinn?" spurði hann. "Já" hrópaði saumakonan. Drottinn reiddist. "Þú lýgur" sagði hann "Æ, fyrirgefðu Drottinn, þetta á sér sínar skýringar. Sjáðu til, ef ég hefði sagt nei við Mel Gibsons, hefðir þú næst komið með Tom Cruise og ef ég hefði sagt nei við honum, þá hefir þú komið með eiginmann minn. Ef ég hefði sagt já við honum þá hefðir þú gefið mér þá alla þrjá og þar sem ég er ekki lengur eins hress og ég var þegar ég var yngri hefði ég aldrei getað sinnt þeim öllum þremur. Þess vegna sagði ég já við Mel Gibson.
Mórall sögunnar: Þegar konur ljúga, er það af heiðvirðum ástæðum og öðrum til heilla.


Sá þetta á spjallþræði barnalands.is og fannst alveg þess virði að leyfa fleirum að njóta þess með mér.

mánudagur, október 04, 2004

Ráð vikunnar !!

Eina leiðin til að halda heilsunni er að borða það sem þig langar ekki í, drekka það sem þér finnst vont og gera það sem þig langar ekki til - Mark Twain

Ojj hvað það er vont veður út ég þoli ekki rok !!!!!!!
Það er nú ekki annað hægt en brosa breitt þessa dagana, mér finnst alveg óborganlega fyndið að ég sé farin að "rífast" um stjórnmál. Við Dýrleif eru staddar í heitum umræðum um stjórnmál. Það fynda við það er að ég hef aldrei verið neitt sérlega pólitísk allavega ekki síðan ég hætti að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Já ég bar út blöð og pésa fyrir frambjóðendur í Alþingiskosningunum 1991( var það ekki 91 annars mig minnir það allavega). Það voru amk kosningarnar þegar Sjálsfstæðisflokkurinn komst til valda og fék mesta fylgi sem hann hefur nokkurntímann fengið. OMG ég hef verið alltof ötul við að bera út blöð og bæklinga þarna um árið. Ég fór á flestar skemmtanir sem SUS stóð fyrir, tók í spaðann á helstu málsmetandi mönnum sjálfstæðsisflokksins á þeim tíma og borðaði sjálfstæðis ópal í kílóa vís. En það skrítna gerðist var að ég fékk megna óbeit á sjálfstæðisflokknum og get ég ekki fyrir mitt litla líf hugsað mér að koma nálægt þessum flokki nema með þykkum gúmmíhönskum og langri rörtöng. Ég er óttalegt pólitískt viðrini ég hef ekki fundið flokk nokkurstaðar sem ég get hugsað mér að kjósa ég lendi alltaf í klemmu þegar kemur að því að kjósa flokk. Ég vildi stundum óska þess að hægt væri að kjósa persónur í stað flokka. Ég tel mig ekki flokkspólitíska en ég hef skoðanir á þjófélagsmálunum eins og flestir hafa. Mér finnst alltaf svoldið fyndið hvernig fólk skipast í fylkingar ungt fólk sem er á basl árunum virðist oft hnegjast meira til vinstri svo þegar sama fólkið er orðið eldra fuglarnir flognir úr hreiðrinu og baslið er að baki þá endar það hægramegin við línuna. Ég hélt að vísu að ég yrði ekki eldri þegar það kom fram hjá Gísla Marteini að Bubbi er farinn að kjósa Sjálfstæðisflokkin he he he ég hefði nú viljað sjá reiða, uppreisnargjarna tvítuga Bubbann kjósa íhaldið.
Annars finn ég það þegar ég les eldræðu Dýrleifar http://www.gellandee.blogspot.com/ á blogginu hennar að ég hef óskaplega lítið fylgst með þesum helstu málum eins og verðbólguprósentum, atvinnuleysisprósentum, Kárahnjúkum og stóriðjum. Ég er aðallega að velta mér uppúr málum sem snerta mig og mína (egósentríið alveg að fara með mig) finnst aðallega fúlt að bensínlítirnn hækkar og hækkar, fór í 109 kr sjálfsafgreiðslu lítrinn í dag, innkaupapokinn minn verður dýrari og dýrari, heilsulausa fólkið í kringum mig er að borga offjár fyrir rannsóknir og lyf sem þau þurfa nauðsynlega til að komast í gegnum daginn, ellilífeyririnn sem fólkinu í kringum mig er boðið uppá er skammarlega lár. Fasteignagjöldin hækka og hækka, leikskólagjöldin hækka og hækka, nú er á að koma á sorphirðugjaldi sem er alls ekki hagstætt fyrir mína fjölskyldu (ótrúlegt hvað mikið fellur til af sorpi hjá 6 manna fjölskyldu). Mér finnst líka fúlt að það kostar 800 kall að fara í b í ó það kostar 4000 krónur fyrir mig að fara með fjölskylduna í bíó og þá er ekkert gos eða popp innifalið. Ég er líka fúl yfir því að það er kennaraverkfall. Ég er líka fúl yfir því að hafa ekki frábæra lausn á þessum málum á takteinum og get ekki séð að það sé neinn annar með lausn á þessum málum heldur. Vá hvað ég er fúl yfir mörgu ég var hreint ekki búin að gera mér grein fyrir hvað ég væri fúl út í margt og þetta hér að ofan er langt frá því að vera tæmandi listi.
En svo þetta sé ekki bara bölsýnis röfl þá vil ég taka fram að ég er rosalega ánæðg með það að geta spilað Battlefield 1942 á netinu og þakka ríkisstjórnini kærlega fyrir Landssíma Íslands hf. ( Síminn) sem heldur úti innlendum leikjaþjóni fyrir þennan dásemdar leik. Þessi innlendi leikjaþjónn gerir það að verkum að ég get spilað leikinn endurgjaldslaust á netinu mér til ánægju og yndisauka. Sko það er als ekki allt slæmt sem ríksstjórnin býður okkur uppá ;-)
Öðruvísi mér áður brá.

Það er nú ekki annað hægt en brosa breitt þessa dagana, mér finnst alveg óborganlega fyndið að ég sé farin að "rífast" um stjórnmál. Við Dýrleif eru staddar í heitum umræðum um stjórnmál. Það fynda við það er að ég hef aldrei verið neitt sérlega pólitísk allavega ekki síðan ég hætti að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Já ég bar út blöð og pésa fyrir frambjóðendur í Alþingiskosningunum 1991( var það ekki 91 annars mig minnir það allavega). Það voru amk kosningarnar þegar Sjálsfstæðisflokkurinn komst til valda og fék mesta fylgi sem hann hefur nokkurntímann fengið. OMG ég hef verið alltof ötul við að bera út blöð og bæklinga þarna um árið. Ég fór á flestar skemmtanir sem SUS stóð fyrir, tók í spaðann á helstu málsmetandi mönnum sjálfstæðsisflokksins á þeim tíma og borðaði sjálfstæðis ópal í kílóa vís. En það skrítna gerðist var að ég fékk megna óbeit á sjálfstæðisflokknum og get ég ekki fyrir mitt litla líf hugsað mér að koma nálægt þessum flokki nema með þykkum gúmmíhönskum og langri rörtöng. Ég er óttalegt pólitískt viðrini ég hef ekki fundið flokk nokkurstaðar sem ég get hugsað mér að kjósa ég lendi alltaf í klemmu þegar kemur að því að kjósa flokk. Ég vildi stundum óska þess að hægt væri að kjósa persónur í stað flokka. Ég tel mig ekki flokkspólitíska en ég hef skoðanir á þjófélagsmálunum eins og flestir hafa. Mér finnst alltaf svoldið fyndið hvernig fólk skipast í fylkingar ungt fólk sem er á basl árunum virðist oft hnegjast meira til vinstri svo þegar sama fólkið er orðið eldra fuglarnir flognir úr hreiðrinu og baslið er að baki þá endar það hægramegin við línuna. Ég hélt að vísu að ég yrði ekki eldri þegar það kom fram hjá Gísla Marteini að Bubbi er farinn að kjósa Sjálfstæðisflokkin he he he ég hefði nú viljað sjá reiða, uppreisnargjarna tvítuga Bubbann kjósa íhaldið.
Annars finn ég það þegar ég les eldræðu Dýrleifar (sjá link hér til vinstri) á blogginu hennar að ég hef óskaplega lítið fylgst með þesum helstu málum eins og verðbólguprósentum, atvinnuleysisprósentum, Kárahnjúkum og stóriðjum. Ég er aðallega að velta mér uppúr málum sem snerta mig og mína (egósentríið alveg að fara með mig) finnst aðallega fúlt að bensínlítirnn hækkar og hækkar fór í 109 kr sjálfsafgreiðslu lítrinn í dag, innkaupapokinn minn verður dýrari og dýrari, heilsulausa fólkið í kringum mig er að borga offjár fyrir rannsóknir og lyf sem þau þurfa nauðsynlega til að komast í gegnum daginn, ellilífeyririnn sem fólkinu í kringum mig er boðið uppá er skammarlega lár. Fasteignagjöldin hækka og hækka, leikskólagjöldin hækka og hækka, nú er á að koma á sorphirðugjaldi sem er alls ekki hagstætt fyrir mína fjölskyldu (ótrúlegt hvað mikið fellur til af sorpi hjá 6 manna fjölskyldu). Mér finnst líka fúlt að það kostar 800 kall að fara í b í ó það kostar 4000 krónur fyrir mig að fara með fjölskylduna í bíó og þá er ekkert gos eða popp innifalið. Ég er líka fúl yfir því að það er kennaraverkfall. Ég er líka fúl yfir því að hafa ekki frábæra lausn á þessum málum á takteinum. Vá hvað ég er fúl yfir mörgu ég var hreint ekki búin að gera mér grein fyrir hvað ég væri fúl út í margt og þetta hér að ofan er langt frá því að vera tæmandi listi.
En svo þetta sé ekki bara bölsýnis röfl þá vil ég taka fram að ég er rosalega ánæðg með það að geta spilað Battlefield 1942 á netinu og þakka ríkisstjórnini kærlega fyrir Landssíma Íslands hf. ( Síminn) sem heldur úti innlendum leikjaþjóni fyrir þennan dásemdar leik. Þessi innlendi leikjaþjónn gerir það að verkum að ég get spilað leikinn endurgjaldslaust á netinu mér til ánægju og yndisauka. Sko það er als ekki allt slæmt sem ríksstjórnin býður okkur uppá ;-)
Það er nú ekki annað hægt en brosa breitt þessa dagana, mér finnst alveg óborganlega fyndið að ég sé farin að "rífast" um stjórnmál. Við Dýrleif eru staddar í heitum umræðum um stjórnmál. Það fynda við það er að ég hef aldrei verið neitt sérlega pólitísk allavega ekki síðan ég hætti að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Já ég bar út blöð og pésa fyrir frambjóðendur í Alþingiskosningunum 1991( var það ekki 91 annars mig minnir það allavega). Það voru amk kosningarnar þegar Sjálsfstæðisflokkurinn komst til valda og fék mesta fylgi sem hann hefur nokkurntímann fengið. OMG ég hef verið alltof ötul við að bera út blöð og bæklinga þarna um árið. Ég fór á flestar skemmtanir sem SUS stóð fyrir, tók í spaðann á helstu málsmetandi mönnum sjálfstæðsisflokksins á þeim tíma og borðaði sjálfstæðis ópal í kílóa vís. En það skrítna gerðist var að ég fékk megna óbeit á sjálfstæðisflokknum og get ég ekki fyrir mitt litla líf hugsað mér að koma nálægt þessum flokki nema með þykkum gúmmíhönskum og langri rörtöng. Ég er óttalegt pólitískt viðrini ég hef ekki fundið flokk nokkurstaðar sem ég get hugsað mér að kjósa ég lendi alltaf í klemmu þegar kemur að því að kjósa flokk. Ég vildi stundum óska þess að hægt væri að kjósa persónur í stað flokka. Ég tel mig ekki flokkspólitíska en ég hef skoðanir á þjófélagsmálunum eins og flestir hafa. Mér finnst alltaf svoldið fyndið hvernig fólk skipast í fylkingar ungt fólk sem er á basl árunum virðist oft hnegjast meira til vinstri svo þegar sama fólkið er orðið eldra fuglarnir flognir úr hreiðrinu og baslið er að baki þá endar það hægramegin við línuna. Ég hélt að vísu að ég yrði ekki eldri þegar það kom fram hjá Gísla Marteini að Bubbi er farinn að kjósa Sjálfstæðisflokkin he he he ég hefði nú viljað sjá reiða, uppreisnargjarna tvítuga Bubbann kjósa íhaldið.
Annars finn ég það þegar ég les eldræðu Dýrleifar (sjá link hér til vinstri) á blogginu hennar að ég hef óskaplega lítið fylgst með þesum helstu málum eins og verðbólguprósentum, atvinnuleysisprósentum, Kárahnjúkum og stóriðjum. Ég er aðallega að velta mér uppúr málum sem snerta mig og mína (egósentríið alveg að fara með mig) finnst aðallega fúlt að bensínlítirnn hækkar og hækkar fór í 109 kr sjálfsafgreiðslu lítrinn í dag, innkaupapokinn minn verður dýrari og dýrari, heilsulausa fólkið í kringum mig er að borga offjár fyrir rannsóknir og lyf sem þau þurfa nauðsynlega til að komast í gegnum daginn, ellilífeyririnn sem fólkinu í kringum mig er boðið uppá er skammarlega lár. Fasteignagjöldin hækka og hækka, leikskólagjöldin hækka og hækka, nú er á að koma á sorphirðugjaldi sem er alls ekki hagstætt fyrir mína fjölskyldu (ótrúlegt hvað mikið fellur til af sorpi hjá 6 manna fjölskyldu). Mér finnst líka fúlt að það kostar 800 kall að fara í b í ó það kostar 4000 krónur fyrir mig að fara með fjölskylduna í bíó og þá er ekkert gos eða popp innifalið. Ég er líka fúl yfir því að það er kennaraverkfall. Ég er líka fúl yfir því að hafa ekki frábæra lausn á þessum málum á takteinum. Vá hvað ég er fúl yfir mörgu ég var hreint ekki búin að gera mér grein fyrir hvað ég væri fúl út í margt og þetta hér að ofan er langt frá því að vera tæmandi listi.
En svo þetta sé ekki bara bölsýnis röfl þá vil ég taka fram að ég er rosalega ánæðg með það að geta spilað Battlefield 1942 á netinu og þakka ríkisstjórnini kærlega fyrir Landssíma Íslands hf. ( Síminn) sem heldur úti innlendum leikjaþjóni fyrir þennan dásemdar leik. Þessi innlendi leikjaþjónn gerir það að verkum að ég get spilað leikinn endurgjaldslaust á netinu mér til ánægju og yndisauka. Sko það er als ekki allt slæmt sem ríksstjórnin býður okkur uppá ;-)
Það er nú ekki annað hægt en brosa breitt þessa dagana, mér finnst alveg óborganlega fyndið að ég sé farin að "rífast" um stjórnmál. Við Dýrleif eru staddar í heitum umræðum um stjórnmál. Það fynda við það er að ég hef aldrei verið neitt sérlega pólitísk allavega ekki síðan ég hætti að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Já ég bar út blöð og pésa fyrir frambjóðendur í Alþingiskosningunum 1991( var það ekki 91 annars mig minnir það allavega). Það voru amk kosningarnar þegar Sjálsfstæðisflokkurinn komst til valda og fék mesta fylgi sem hann hefur nokkurntímann fengið. OMG ég hef verið alltof ötul við að bera út blöð og bæklinga þarna um árið. Ég fór á flestar skemmtanir sem SUS stóð fyrir, tók í spaðann á helstu málsmetandi mönnum sjálfstæðsisflokksins á þeim tíma og borðaði sjálfstæðis ópal í kílóa vís. En það skrítna gerðist var að ég fékk megna óbeit á sjálfstæðisflokknum og get ég ekki fyrir mitt litla líf hugsað mér að koma nálægt þessum flokki nema með þykkum gúmmíhönskum og langri rörtöng. Ég er óttalegt pólitískt viðrini ég hef ekki fundið flokk nokkurstaðar sem ég get hugsað mér að kjósa ég lendi alltaf í klemmu þegar kemur að því að kjósa flokk. Ég vildi stundum óska þess að hægt væri að kjósa persónur í stað flokka. Ég tel mig ekki flokkspólitíska en ég hef skoðanir á þjófélagsmálunum eins og flestir hafa. Mér finnst alltaf svoldið fyndið hvernig fólk skipast í fylkingar ungt fólk sem er á basl árunum virðist oft hnegjast meira til vinstri svo þegar sama fólkið er orðið eldra fuglarnir flognir úr hreiðrinu og baslið er að baki þá endar það hægramegin við línuna. Ég hélt að vísu að ég yrði ekki eldri þegar það kom fram hjá Gísla Marteini að Bubbi er farinn að kjósa Sjálfstæðisflokkin he he he ég hefði nú viljað sjá reiða, uppreisnargjarna tvítuga Bubbann kjósa íhaldið.
Annars finn ég það þegar ég les eldræðu Dýrleifar (sjá link hér til vinstri) á blogginu hennar að ég hef óskaplega lítið fylgst með þesum helstu málum eins og verðbólguprósentum, atvinnuleysisprósentum, Kárahnjúkum og stóriðjum. Ég er aðallega að velta mér uppúr málum sem snerta mig og mína (egósentríið alveg að fara með mig) finnst aðallega fúlt að bensínlítirnn hækkar og hækkar fór í 109 kr sjálfsafgreiðslu lítrinn í dag, innkaupapokinn minn verður dýrari og dýrari, heilsulausa fólkið í kringum mig er að borga offjár fyrir rannsóknir og lyf sem þau þurfa nauðsynlega til að komast í gegnum daginn, ellilífeyririnn sem fólkinu í kringum mig er boðið uppá er skammarlega lár. Fasteignagjöldin hækka og hækka, leikskólagjöldin hækka og hækka, nú er á að koma á sorphirðugjaldi sem er alls ekki hagstætt fyrir mína fjölskyldu (ótrúlegt hvað mikið fellur til af sorpi hjá 6 manna fjölskyldu). Mér finnst líka fúlt að það kostar 800 kall að fara í b í ó það kostar 4000 krónur fyrir mig að fara með fjölskylduna í bíó og þá er ekkert gos eða popp innifalið. Ég er líka fúl yfir því að það er kennaraverkfall. Ég er líka fúl yfir því að hafa ekki frábæra lausn á þessum málum á takteinum. Vá hvað ég er fúl yfir mörgu ég var hreint ekki búin að gera mér grein fyrir hvað ég væri fúl út í margt og þetta hér að ofan er langt frá því að vera tæmandi listi.
En svo þetta sé ekki bara bölsýnis röfl þá vil ég taka fram að ég er rosalega ánæðg með það að geta spilað Battlefield 1942 á netinu og þakka ríkisstjórnini kærlega fyrir Landssíma Íslands hf. ( Síminn) sem heldur úti innlendum leikjaþjóni fyrir þennan dásemdar leik. Þessi innlendi leikjaþjónn gerir það að verkum að ég get spilað leikinn endurgjaldslaust á netinu mér til ánægju og yndisauka. Sko það er als ekki allt slæmt sem ríksstjórnin býður okkur uppá ;-)

laugardagur, október 02, 2004

Það sem fólk getur lent í .............

Ég rakst á þetta þar sem ég var í sakleysi mínu að surfa á netinu http://www.b2.is/?sida=tengill&id=72332