mánudagur, október 25, 2004

Ég elska alla um ár og síð ... veit ég þó varla hvað veldur því.........

Ég er svo hugmyndasnauð þessa stundina að ég ákvað að syngja bar a pínku fyrir ykkur í staðinn. Þið ímyndið ykkur bara ómþýða rödd mína gaula þetta annars ágæta lag ; )

Þetta er búin að vera alveg indælis helgi þó svo að ég hafi nú ekki djammað neitt. Á föstudaginn hélt ég brjálað stráka partý hér í tilefni af afmaælinu hans Árna 9 galvaskir ungir sveinar mættu og ég get svo svarið fyrir það að húsið skekktist á grunninum. Þannig eiga líka góð partý að vera !!! Um kvöldið spilaði ég svo Battlefield til kl. hálf fjögur um nóttina. Vaknaði seint og illa mætti í vinnu kl. 15 og eins og venjulega var gaman í vinnunni þó það sé alveg brjálað að gera. Það þarf alvarlega að íhuga að finna upp sjúkrarúma kojur ég er alltaf að vinna í þeirri hugmynd en það gengur eithvað hálf illa að útfærahugmyndina. Ég kom heim um kl. 23 rak grislingana mína og auka grislinginn sem gisti hjá okkur í rúmið og skellti mér á netið og spilaði BF til hálf fjögur aftur. Fór í vinnu og naut mín þar til 23 kom heim þá voru allir sofnaðir nema Ásdís. Ég kíkti á netið og sá að bestuvinir aðal voru að spila svo ég náttúrlega spilaði meira BF og þvílíkt fjör. Það var svo gaman hjá mér að Guðni vaknaði og ákvað að hrista af sér svefndrungann og spila líka. Ég er með harðsperrur í brosvöðvunum í andlitinu eftir helgina og það eru ekki einusinni ýkjur. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að það eru til alveg óborganlega skemtilegir BF spilarar sem ég hef verið svo lánsöm að kynnast og fíflast við núna í hvert sinn sem ég spila. Aðauki er náttúlega minn ástkæri og æskuvinkona mín sem þarna spila mér til óendanlegrar ánægju enda með afbrgiðgum skemmtilegt fólk. Það endaði á þvi að ég spilaði til kl hálf tvö þrátt fyrir beinverki og höfuðverk sem voru farnir að hrjá mig í vinnunni í gærkvöldi. Ég uppgötvaði það svo að ég var komin með hita svo nú sit ég heima og fer ekki í vinnu í kvöld eins og ég ætlaði : ( mér leiðast hitapestir.
Namm Ásdís ætlar að baka pönnsur handa okkur. Henni finnst svo gaman að baka og elda að hún er orðin nokkurskonar ráðskona hér. Hún bakar og eldar allskyns rétti á matseðlinum síðustu dag hafa verið Lasagna sem hún bjó til frá grunni, spaghetti og hakk, pönnukökur, muffins og súkkulaðikaka sem er ein sú besta sem ég hef fengið. Ég er nefnilega ekkert mjög hrifin af súkkulaðikökum en Ásdísi tókst að galdra fram súkkulaði köku sem var svo góð að ég ætlaði ekki að geta hætt. Ég er samt farin að hafa áhyggjur af því að það endi á því að við verðuma að taka úr dyrastöfunum svo ég komist út úr húsi ef hún heldur áfram á þessari braut.
Mmmmmmm ég er farin í pönsuveislu.

Merkilegt hvað mér leggst alltaf til mikið af blaðri hér þó ekkert efni sé til þess ...............................

Engin ummæli: