mánudagur, október 04, 2004

Það er nú ekki annað hægt en brosa breitt þessa dagana, mér finnst alveg óborganlega fyndið að ég sé farin að "rífast" um stjórnmál. Við Dýrleif eru staddar í heitum umræðum um stjórnmál. Það fynda við það er að ég hef aldrei verið neitt sérlega pólitísk allavega ekki síðan ég hætti að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Já ég bar út blöð og pésa fyrir frambjóðendur í Alþingiskosningunum 1991( var það ekki 91 annars mig minnir það allavega). Það voru amk kosningarnar þegar Sjálsfstæðisflokkurinn komst til valda og fék mesta fylgi sem hann hefur nokkurntímann fengið. OMG ég hef verið alltof ötul við að bera út blöð og bæklinga þarna um árið. Ég fór á flestar skemmtanir sem SUS stóð fyrir, tók í spaðann á helstu málsmetandi mönnum sjálfstæðsisflokksins á þeim tíma og borðaði sjálfstæðis ópal í kílóa vís. En það skrítna gerðist var að ég fékk megna óbeit á sjálfstæðisflokknum og get ég ekki fyrir mitt litla líf hugsað mér að koma nálægt þessum flokki nema með þykkum gúmmíhönskum og langri rörtöng. Ég er óttalegt pólitískt viðrini ég hef ekki fundið flokk nokkurstaðar sem ég get hugsað mér að kjósa ég lendi alltaf í klemmu þegar kemur að því að kjósa flokk. Ég vildi stundum óska þess að hægt væri að kjósa persónur í stað flokka. Ég tel mig ekki flokkspólitíska en ég hef skoðanir á þjófélagsmálunum eins og flestir hafa. Mér finnst alltaf svoldið fyndið hvernig fólk skipast í fylkingar ungt fólk sem er á basl árunum virðist oft hnegjast meira til vinstri svo þegar sama fólkið er orðið eldra fuglarnir flognir úr hreiðrinu og baslið er að baki þá endar það hægramegin við línuna. Ég hélt að vísu að ég yrði ekki eldri þegar það kom fram hjá Gísla Marteini að Bubbi er farinn að kjósa Sjálfstæðisflokkin he he he ég hefði nú viljað sjá reiða, uppreisnargjarna tvítuga Bubbann kjósa íhaldið.
Annars finn ég það þegar ég les eldræðu Dýrleifar http://www.gellandee.blogspot.com/ á blogginu hennar að ég hef óskaplega lítið fylgst með þesum helstu málum eins og verðbólguprósentum, atvinnuleysisprósentum, Kárahnjúkum og stóriðjum. Ég er aðallega að velta mér uppúr málum sem snerta mig og mína (egósentríið alveg að fara með mig) finnst aðallega fúlt að bensínlítirnn hækkar og hækkar, fór í 109 kr sjálfsafgreiðslu lítrinn í dag, innkaupapokinn minn verður dýrari og dýrari, heilsulausa fólkið í kringum mig er að borga offjár fyrir rannsóknir og lyf sem þau þurfa nauðsynlega til að komast í gegnum daginn, ellilífeyririnn sem fólkinu í kringum mig er boðið uppá er skammarlega lár. Fasteignagjöldin hækka og hækka, leikskólagjöldin hækka og hækka, nú er á að koma á sorphirðugjaldi sem er alls ekki hagstætt fyrir mína fjölskyldu (ótrúlegt hvað mikið fellur til af sorpi hjá 6 manna fjölskyldu). Mér finnst líka fúlt að það kostar 800 kall að fara í b í ó það kostar 4000 krónur fyrir mig að fara með fjölskylduna í bíó og þá er ekkert gos eða popp innifalið. Ég er líka fúl yfir því að það er kennaraverkfall. Ég er líka fúl yfir því að hafa ekki frábæra lausn á þessum málum á takteinum og get ekki séð að það sé neinn annar með lausn á þessum málum heldur. Vá hvað ég er fúl yfir mörgu ég var hreint ekki búin að gera mér grein fyrir hvað ég væri fúl út í margt og þetta hér að ofan er langt frá því að vera tæmandi listi.
En svo þetta sé ekki bara bölsýnis röfl þá vil ég taka fram að ég er rosalega ánæðg með það að geta spilað Battlefield 1942 á netinu og þakka ríkisstjórnini kærlega fyrir Landssíma Íslands hf. ( Síminn) sem heldur úti innlendum leikjaþjóni fyrir þennan dásemdar leik. Þessi innlendi leikjaþjónn gerir það að verkum að ég get spilað leikinn endurgjaldslaust á netinu mér til ánægju og yndisauka. Sko það er als ekki allt slæmt sem ríksstjórnin býður okkur uppá ;-)

Engin ummæli: