mánudagur, október 11, 2004

Orðheppni er gulls í gildi...............

MAKE THE PIE HIGHER
by George W. Bush

I think we all agree, the past is over.
This is still a dangerous world.
It's a world of madmen and uncertainty
and potential mental losses.

Rarely is the question asked
Is our children learning?
Will the highways of the Internet become more few?
How many hands have I shaked?

They misunderestimate me.
I am a pitbull on the pantleg of opportunity.
I know that the human being and the fish can coexist.
Families is where our nation finds hope, where our wings take dream.

Put food on your family!
Knock down the tollbooth!
Vulcanize society!
Make the pie higher! Make the pie higher!

(tekið af http://snopes.com)

Þetta snilldar ljóð er samansett úr gullkornum þeim er hafa fallið af vörum núverandi forseta Bandaríkjanna. Vefsvæðið sem þetta ljóð kemur af er snilldar vefur sem leitast við að taka goðsagnir úr nútímanum (urban legends) og staðfesta þær eða hrekja. Það er hægt að gleyma sér algerlega við að lesa hina ýmsu málaflokka þarna inni og skemta sér við að sjá hvað mikið að vitleysu er satt og allar þær staðhæfingar sem ekki standast.
Annars er búið að vera að fjúka í mig reglulega núna út í fréttastofu Stöðvar 2 ég hef í nokkur skipti orðið svo fjúkandi ill upp á síðkastið að mig hefur mest langað til að senda þeim harðort bréf. En þar sem ég hef lært að það þýðir lítið að henda perlum (sem orð mín náttúrlega eru ;-)
fyrir svín þá hef ég látið það kyrrt liggja. Fyrir nokkrum dögum sat ég í sakleysi mínu í vinnunni og var að reyna að borða kvöldmatinn minn. Sjónvarpið var opið og fréttatími stöðvar 2 mallaði í bakgrunninum. Áður en ég veit af er farið að lýsa óþarflega nákvæmlega dauðdaga breska gíslsins Kenneths Bigley. Matarlystin minnkaði snarlega og ég snögg reiddist ég þurfti ekki nákvæmar lýsingar á því hvernig maðurinn dó, ég skil nú ekki í þeim að hafa ekki bara sýnt myndbandið sem mannræningjarnir sendu, svo nákvæm var lýsingin. Mér fannst alveg nógu hræðilegt að manninum hefði verið rænt og hann tekin af lífi, þó svo lýsingarnar væru ekki svona nákvæmar. Strax á eftir þessari frétt kom svo frétt um sprengingu á hóteli í Egyptalandi, brunnin lík, líkamshlutar á víð og dreif, fólk hlaupandi með illa særða í fanginu. Þeir sáu þó sóma sinn í þetta sinn að vara við myndunum en það hefur nú ekki alltaf verið svo gott síðustu mánuði en ég hef á tilfinningunni að einhver annar en ég hafi verið orðin pirraður og kvartað því í síðustu viku fóru þeir að vara við svona myndum í fréttatímanum. Síðustu mánuði hafa mis illa farnir líkamar fólks í Írak og Ísrael prýtt fréttatímana án nokkurrar viðvörunar og engin séns á að forða sér eða ungviðinu á heimilinu frá því að horfa upp á þetta. En í gær tók svo steinin úr í sóðalegum myndbirtingum hjá stöð 2 en það voru myndir frá slysstað í Þjórsárdal. Banaslys var á veginum í Þjórsárdal í gær þar sem 2 menn létust annar íslendingur en hinn útlendur ferðamaður. Stöð 2 sýnir nærmyndir af klesstum jeppanum og svo kemur myndskeið frá því þar sem slökkviliðið er að spúla af veginum. Bunan úr slökkvislöngunni hittir á blóðpoll og úðin uppaf götunni verður allt í einu fagurrauður og svo lýsist hann smátt og smátt. Mig langar bara að spyrja hvað er að þessu fólki að sýna þetta. Hvaða óskapa tilgangi á þessi myndbirting að þjóna ?? Svar óskast !!! Til samanburðar má geta þess að fréttastofa RÚV lét duga að segja þannig frá Kennet Bigley málinu að myndband hefði borist þar sem hann hefði sést tekinn af lífi. Svo mörg voru þau orð engar nákvæmar lýsingar en fréttin komst jafn vel til skila. Af banaslysinu í þjórsárdalnum sýndu þeir engar myndir heldur kort af staðnum með rauðum krossi þar sem slysið varð. Sú myndbirting dugði alveg til að koma þeirri frétt á framfæri. Það er auljóslega mikill klassa munur á fréttaflutingi RÚV og Stöðvar 2 .

Engin ummæli: