þriðjudagur, desember 21, 2004

Staðreyndir dagsins:

Í dag er stysti dagur ársins sem þýðir að héðan í frá verður allt svo mikið bjartara og betra.

Í dag eru 3 dagar til jóla.

Í dag verð ég búin að kaupa allar jólagjafirnar.

Í dag er greinilega bara nokkuð góður dagur !!

mánudagur, desember 20, 2004

Jólapestin ........

Hinn árlegi gestur jólapestin hefur haldið innreið sína á heimilið óvenju snemma á ferðinni í ár. Auk þess fengum við 2 fyrir 1 tilboð á maga og kvefpest. Er þetta ekki akkúrat það sem mann vantar svona síðustu dagana fyrir jól.
Eins og alltaf átti að vera búið að kaupa allar jólagjafir og slíkt en nei það er ekki búið. Ég á 2 frídaga fram að jólum svo annar þeirra fer væntanlega í jólastressið, að því gefnu að maður nái sér af pestinni. Annars verður fólk bara að búa sig undir að fá bensínstöðva, 10- 11 eða apóteks dót í jólagjöf frá okkur. Kemur sér ekki alltaf vel að fá sköfu í bílinn eða tvist til að þurka sér á, ég bara spyr. Eða Ballacid magatöflur þær eru nú ekki amaleg gjöf eftir að maður hefur borðað yfir sig af jólasteikinni og í kringum 1930 hefði nú ekki þótt slæmt að fá epli, appelsínu eða banana í pakka.

þriðjudagur, desember 14, 2004

Anna er lasin :-(
Aumingja Anna er lasin með hita og höfuðverk.
Vanilla, vanilla allstaðar

My angst tastes like...
vanilla
Vanilla
Find your angst's flavor

Vanilla

Simple and true, your angst is just the amount of any normal person. What's more, you exercise an extremely honest and healthy way of dealing with it. Many people could use maturity and wisdom like yours. Your angst may be that you don't get along with your boss or a family member is having health problems, but either way it's always something transient and survivable that you cope with and use as a step on your way to becoming a better person. If there's one problem with your angsting, it's that you may tend to take this matter-of-fact, dutiful approach to all things. Maybe you should cut loose a little now and then so you can have some wild fun and adventure to balance out your angst. Remember that life needs its up as well as its downs and treat yourself to a little reward for your work.

sunnudagur, desember 12, 2004

Elsku Stúfur ég vona bara að þú hafir villst...Því annars gæti pabbi minn tryllst....

Nú hlýtur nálin á jólamælinum að hafa lyfst aðeins ég er búin að skrifa jólakortin og nú bíða þau aðeins eftir því að komast í póst. Yeeha þvílíkt afrek. Annað hef ég nú ekki afrekað í jólaandanum. En ég heyrði stórgóða útgáfu af laginu Elsku stúfur sem Madonna söng hér í denn var svo íslenskað og er nú búið að fá aðra stórgóða íslenska þýðingu. Mikið langar mig að nálgast þetta lag einhverstaðar. Ég hef að vísu bara heyrt síðata erindið sem er einhvernvegin á þann veg að krakkinn segir Stúfi að hann hafi sé til hans með mömmu sinni kvöldið áður og vonar því hans vegna að hann hafi villst svo að pabbi hans nái ekki í hann.

miðvikudagur, desember 08, 2004

Ég tók þetta fína jólapróf og komst að því að ég er mistilteinn. Ég bjóst nú frekar við að vera Trölli eða eithvað álíka en felli mig ágætlega við mistilteininn.
jkkh
Aww...you are the plant of love! You are the
mistletoe! You are a loving, romantic person
who likes to do what is best for the one or
ones you care about mostly. You are very
affectionate and enjoy being close to people.
You believe that love brings you together,
which is a wonderful thing. You are most likely
going to have a very nice and marvelous season.
Your inventive mind could come up with anything
interesting to do. Merry Christmas =)


What Christmas Figure Are You?
brought to you by Quizilla

mánudagur, desember 06, 2004

Jólin jólin allstaðar ...............
Argh ég er búin að vera að brasa við að koma upp 100 kerta jólaseríunni í stofugluggann. Eftir flækjur, sleikjur og hras er serían loks komin í gluggann viti menn er ekki eitt peru ra$$%&#!* brotið. Ég er að keppast við að reyna að koma upp smá jólum hér Guðni reið á vaðið í gær og setti aðventuljósin í gluggana og kerti í "aðventu"kertastjakann og kveikti á kertum í gær. Ég ákvað svo að bæta um betur og skreyta elsku besta stjakann að hætti hússins. Við þetta hélt ég að ég væri að komast í jólafíling og fór að basla við seríuna, urr finn hvernig jólaandinn er að gefa upp öndina. Ég gerði misheppnaða tilraun við jólaskapið eftir vinnu á laugardagskvöldið fór niður í kjallara að leita að snjóköllunum sem eiga heima á kertastjakanum góða. Ég fann ýmislegt annað en jólaskraut. Ég fann tildæmist fullt fullt fullt af fötum gömlum fötum af Árna og Ásdísi sem passa nú á Önnu. Ó hvað Anna varð hamingjusöm með Kofu náttfötin hans Árna og sögufræga Pokahontas náttkjóllinn hennar Ásdísar. Svo keppist hún við að opna skúffurnar setja upp HISSA svipinn sinn og segja "att futt af fötum.... handa mé" Þvílíkar gersemar sem þessi gömlu föt reyndust. Ég keypti ný kuldastígvél handa Önnu um daginn hún var í þeim stanslaust í 3 tíma, mátti ekki heyra á það minnst að fara úr þeim. Hún sýndi öllum sem vildu ....og svoldið fleirum nýju fínu stígvélin sín gersamlega að springa úr stolti, það var óborganlega gaman að sjá þessa einlægu gleði yfir nýju stígvélunum. Ég er nú búin að glotta pínku yfir jólagjafa óskunum hjá Önnu minni sem eru nú í hógværari kantinum hana langar í eina dúkku og tvö súkkulaði og þar með er það upptalið.
<---------- Sjáiði hér er smá merki um að jólandinn er að færast yfir mig.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Ég er jólasveinn já ég er jólasveinn...........

Þar kom að því jólamánuðurinn er byrjaður **HROLLUR** þetta er sá mánuður ársins sem mig langar svo að þurka út af dagatalinu.... Fyrir utan náttúrlega 7, 25 og 29 des þegar mætt merkis fólk í mínu lífi á afmæli. Ef ég ætti eina ósk veistu hvers ég myndi óska mér ................ Úpps Bjöggi greip völdin þarna rétt sem snöggvast.
Ég sótti jólahangikjötið á Flytjanda í gær það var nú bara svoldil stemming yfir því þegar ég fór svo í hangikjöts afhendingar leiðangur. Við mæðgurnar þrjár í bílnum, unaðsleg hangikjötslyktin fyllti bílinn, í útvarpinu söng Bing Crosby ..it´s a lovely weather for a sleighride...... og rigningin buldi á framrúðunni svo vart sá út úr bílnum. Þetta verður nú bara ekki mikið jólalegra.
Ég held ég sé með ofnæmi fyir húsverkum ég sýndi nenfnilega af mér einstaka framkvæmdagleði á laugardaginn og þreif stofuna hátt og lágt. Lagði meira að segja í að þrífa og taka til ofan á hillunum sem aðskija ganginn og stofuna. Ég var nú ekki lítið ánægð með dagsverkið þegar ég var búin að þessu. Þegar fór að halla undir kvöld fór ég að finna fyrir beinverkjum og höfðuverk á sunnudaginn uppgötvaði ég að ég var komin með 39 stiga hita og var því löggilt lasin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem heimilisstörf hafa lagt mig í rúmið. Ég dreg því þá ályktun að ég hafi ofnæmi a.m.k. óþol fyrir heimilistörfum og er að hugsa um að fá læknisvottorð sem fríar mig af húsmóðurlegum skyldum mínum um ókomnatíð. Ég hef að vísu einu sinni fengið læknisvottorðu upp á að Guðni ætti að sjá um heimilishaldið og alla tiltekt, en það rann út í otóber 1996 ohhhh.