fimmtudagur, desember 02, 2004

Ég er jólasveinn já ég er jólasveinn...........

Þar kom að því jólamánuðurinn er byrjaður **HROLLUR** þetta er sá mánuður ársins sem mig langar svo að þurka út af dagatalinu.... Fyrir utan náttúrlega 7, 25 og 29 des þegar mætt merkis fólk í mínu lífi á afmæli. Ef ég ætti eina ósk veistu hvers ég myndi óska mér ................ Úpps Bjöggi greip völdin þarna rétt sem snöggvast.
Ég sótti jólahangikjötið á Flytjanda í gær það var nú bara svoldil stemming yfir því þegar ég fór svo í hangikjöts afhendingar leiðangur. Við mæðgurnar þrjár í bílnum, unaðsleg hangikjötslyktin fyllti bílinn, í útvarpinu söng Bing Crosby ..it´s a lovely weather for a sleighride...... og rigningin buldi á framrúðunni svo vart sá út úr bílnum. Þetta verður nú bara ekki mikið jólalegra.
Ég held ég sé með ofnæmi fyir húsverkum ég sýndi nenfnilega af mér einstaka framkvæmdagleði á laugardaginn og þreif stofuna hátt og lágt. Lagði meira að segja í að þrífa og taka til ofan á hillunum sem aðskija ganginn og stofuna. Ég var nú ekki lítið ánægð með dagsverkið þegar ég var búin að þessu. Þegar fór að halla undir kvöld fór ég að finna fyrir beinverkjum og höfðuverk á sunnudaginn uppgötvaði ég að ég var komin með 39 stiga hita og var því löggilt lasin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem heimilisstörf hafa lagt mig í rúmið. Ég dreg því þá ályktun að ég hafi ofnæmi a.m.k. óþol fyrir heimilistörfum og er að hugsa um að fá læknisvottorð sem fríar mig af húsmóðurlegum skyldum mínum um ókomnatíð. Ég hef að vísu einu sinni fengið læknisvottorðu upp á að Guðni ætti að sjá um heimilishaldið og alla tiltekt, en það rann út í otóber 1996 ohhhh.

Engin ummæli: