sunnudagur, desember 12, 2004

Elsku Stúfur ég vona bara að þú hafir villst...Því annars gæti pabbi minn tryllst....

Nú hlýtur nálin á jólamælinum að hafa lyfst aðeins ég er búin að skrifa jólakortin og nú bíða þau aðeins eftir því að komast í póst. Yeeha þvílíkt afrek. Annað hef ég nú ekki afrekað í jólaandanum. En ég heyrði stórgóða útgáfu af laginu Elsku stúfur sem Madonna söng hér í denn var svo íslenskað og er nú búið að fá aðra stórgóða íslenska þýðingu. Mikið langar mig að nálgast þetta lag einhverstaðar. Ég hef að vísu bara heyrt síðata erindið sem er einhvernvegin á þann veg að krakkinn segir Stúfi að hann hafi sé til hans með mömmu sinni kvöldið áður og vonar því hans vegna að hann hafi villst svo að pabbi hans nái ekki í hann.

Engin ummæli: