mánudagur, desember 20, 2004

Jólapestin ........

Hinn árlegi gestur jólapestin hefur haldið innreið sína á heimilið óvenju snemma á ferðinni í ár. Auk þess fengum við 2 fyrir 1 tilboð á maga og kvefpest. Er þetta ekki akkúrat það sem mann vantar svona síðustu dagana fyrir jól.
Eins og alltaf átti að vera búið að kaupa allar jólagjafir og slíkt en nei það er ekki búið. Ég á 2 frídaga fram að jólum svo annar þeirra fer væntanlega í jólastressið, að því gefnu að maður nái sér af pestinni. Annars verður fólk bara að búa sig undir að fá bensínstöðva, 10- 11 eða apóteks dót í jólagjöf frá okkur. Kemur sér ekki alltaf vel að fá sköfu í bílinn eða tvist til að þurka sér á, ég bara spyr. Eða Ballacid magatöflur þær eru nú ekki amaleg gjöf eftir að maður hefur borðað yfir sig af jólasteikinni og í kringum 1930 hefði nú ekki þótt slæmt að fá epli, appelsínu eða banana í pakka.

Engin ummæli: