mánudagur, desember 06, 2004

Jólin jólin allstaðar ...............
Argh ég er búin að vera að brasa við að koma upp 100 kerta jólaseríunni í stofugluggann. Eftir flækjur, sleikjur og hras er serían loks komin í gluggann viti menn er ekki eitt peru ra$$%&#!* brotið. Ég er að keppast við að reyna að koma upp smá jólum hér Guðni reið á vaðið í gær og setti aðventuljósin í gluggana og kerti í "aðventu"kertastjakann og kveikti á kertum í gær. Ég ákvað svo að bæta um betur og skreyta elsku besta stjakann að hætti hússins. Við þetta hélt ég að ég væri að komast í jólafíling og fór að basla við seríuna, urr finn hvernig jólaandinn er að gefa upp öndina. Ég gerði misheppnaða tilraun við jólaskapið eftir vinnu á laugardagskvöldið fór niður í kjallara að leita að snjóköllunum sem eiga heima á kertastjakanum góða. Ég fann ýmislegt annað en jólaskraut. Ég fann tildæmist fullt fullt fullt af fötum gömlum fötum af Árna og Ásdísi sem passa nú á Önnu. Ó hvað Anna varð hamingjusöm með Kofu náttfötin hans Árna og sögufræga Pokahontas náttkjóllinn hennar Ásdísar. Svo keppist hún við að opna skúffurnar setja upp HISSA svipinn sinn og segja "att futt af fötum.... handa mé" Þvílíkar gersemar sem þessi gömlu föt reyndust. Ég keypti ný kuldastígvél handa Önnu um daginn hún var í þeim stanslaust í 3 tíma, mátti ekki heyra á það minnst að fara úr þeim. Hún sýndi öllum sem vildu ....og svoldið fleirum nýju fínu stígvélin sín gersamlega að springa úr stolti, það var óborganlega gaman að sjá þessa einlægu gleði yfir nýju stígvélunum. Ég er nú búin að glotta pínku yfir jólagjafa óskunum hjá Önnu minni sem eru nú í hógværari kantinum hana langar í eina dúkku og tvö súkkulaði og þar með er það upptalið.

Engin ummæli: