miðvikudagur, júní 28, 2006

Talningu lokið

Niðurstöðurnar eru ljósar eftir að hafa farið í tvenn ofnæmispróf er ljóst að Árni er með slæmt ofnæmi fyrir köttum og Túnfíflum og vægt ofnæmi fyrir hundum. Hann er aftur á móti alveg laus við fæðuofnæmi sem er mikill léttir :)

þriðjudagur, júní 27, 2006

Töfraduft

Yngri dóttir mín gengur um heimilið með litla tösku sem að hennar sögn inniheldur töfraduft sem "gerir mann glaðan í hjartanu sínu". Hún gengur samviskusamlega á milli allra fjölskyldumeðlimanna og sáldrar smá töfradufti á kollinn á okkur. Ég get svo svarið að það virkar *BRÁÐN* ;)

Draumalandið

Ég keypti mér bók í dag, nánar til tekið Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason. Ég velti henni þó nokkra stund milli handanna og spekúleraðí í því hvort hún væri ekki full dýr af "kilju" að vera. Ég ákvað þó að slá til þar sem þessi bók hefur kallað til mín frá því að ég heyrði um hana fyrst. Eins og er þá hef ég lokið lestri á 71 blaðsíðu og bókin er búin að borga sig upp, hún má versna mikið úr þessu til að ég sjái eftir kaupunum. Andri Snær er greinilega snillingur hann orðar hlutina svo frábærlega að ég held ekki vatni af hrifningu. Hlutir sem maður hefur hugsað en ekki getað komið í orð eru svo snilldarlega orðuð og dæmisögurnar hreint frábærar, fáránleiki nútimans á kjarnyrtri íslensku. Ég hef bara mestar áhyggjur af því að þeir sem þurfa mest á lestri hennar að halda lesi hana einmitt ekki.

mánudagur, júní 26, 2006

Hux

Það er ekki eins og ég hafi alveg týnst í kvikmyndagetrauninni heldur er bloggið búið að vera að stríða mér og hefur ekki skráð neina af þeim snilldar póstum sem ég hef verið að skrifa. Gullkornin mín hafa horfið yfir móðuna miklu um leið og ég ýti á publish. Kanski er þetta alheims samsæri til að forða heiminum frá skoðunum mínum á t.d. Orkuveitu auglýsingunni og ýmsu öðru sem ég hef verið að pirra mig á upp á síðkastið.
Rigningin hefur líka verið að pirra mig því það hefur ekki verið myndavél út sigandi og því hef ég ekki lent í neinum almennilegum ævintýrum.

Ég komst loks út úr húsi á Laugardaginn og fór á þessa líka fínu Fjölskylduhátíð starfsmannafélag IKEA. Eins og venjulega höfðu þau samið um sænska sumarblíðu. Boðið var upp á að teyma hesta undir börnunum, hoppukastala og tarmbolín. Svo voru grillaðar pylsur ofan í mannskapinn og borði upp á gos með. Hátíðinn fór vel þar t til að díselvéin sem sá um að halda lofti í hoppukastalanum og öðrum loftleikföngum bilaði og á sama tíma fór vindurinn úr hátíðinni. En virkilega velheppnað þó og IKEA starfsmenn fá enn eina rós í hnappagatið frá mér fyrir flotta hátíð.
Við tókum Leó með okkur á hátíðina og áttum allt eins von á að þurfa að geyma hann að mestu í bílnum en viti menn hundurinn sýndi sínar bestu hliðar og var hlýðinn og góður. Hann gelti ekki einu sinni á hestana en hann hefur aldrei áður hitt hesta augliti til auglitis áður. Hann hefur bara séð hesta út um bílgluggan og þá hefur hann sett upp kamb og gelt eins og vitlaus á þessar hræðilega hættulegu stóru skepnur. En þessir hestar voru greinilega ekki eins skelfilegir og kanski hefur eithvað með það að gera að annar þeirra hét Snati ;)

fimmtudagur, júní 15, 2006

100 kvikmyndatitlar ??

Þegar ég ligg veik heima þá hætti mér til að sökkva mér niður í eithvað mjög gagnslaust og klikkað. Nýjasta er þessi fína mynd frá Lovefilm.com en á henni eru faldi 100 kvikmyndatitlar þetta er hin mesta skemtun í byrjun en endar í þráhyggju allavega hjá mér :s

Smellið á myndina tilo að stækka hana ég hendi svo inn í commentin þeim tiltlum sem ég hef fundið við tækifæri, er komin í tæpa 50 ef þeir eru réttir hjá mér :S
Opinbera hintið til að koma manni af stað í þessum leik er að þar sem sagirnar tvær eru eru titlarnir að myndunum Saw og Saw 2 ekki það að þessi leikur segir sig nokkuð sjálfur :)
Ég bíð svo spennt eftir að þeir gefi út rétt svör
Góða skemtun !!
  • Lovefilm.com


  • P.S. Það væri gaman að sjá hvað þið finnið ef þið á annað borð nennið að liggja yfir þessu ;)

    miðvikudagur, júní 14, 2006

    Hvar er sumarið...
    hvar er sólin sem ég þrái.
    Oj oj rigningin....


    Ég bara spyr hvert fór sumarið sem var hér í Apríl ??

    mánudagur, júní 12, 2006

    Komin heim

    "........ í heiðar dalinn,
    komin heim með slitna skó"



    Þá er velheppnaðri ferð fjölskyldunnar til Portúgal lokið og það eina sem við erum ósátt við er að vera komin heim. Við hefðum vel verið til í að vera lengur.
    Eldri krakkarnir eru komnir með sundfit á milli tánna eftir að hafa búið í vatni í 2 vikur. Við hin erum úthvíld sólbrún (húðlituð) og sæl. Ásdís vann brúnkukeppnina og skildi okkur hin eftir í reykmekkinum aftan úr sér. Hún er nánast svört meðan við hin erum farin að nálgast heilbrigðan húðlit :s Enda skein sólin alla daga nema 1 og hitinn fór ekki undir 25 stigin á daginn.
    Við gerðum okkur ýmislegt til gamans fórum í sunlaugargarð þar sem feðgarnir slóu flesum ferðafélögum okkar ref fyrir rass í skelfilegustu rennibrautinni og fóru hátt í 20 ferðir.
    Við fórum líka í sædýrasafnið þeirra og sáum þar höfrunga leika listir sínar sem fyrir höfrungafíklana í fjölskyldunni var alger hápunktur á ferðinni. Ef við hefðum vaðið í seðlum hefðum við skellt okkur í það að synda með höfrungunum en það var bara dáldið of dýrt, geri það þegar ég verð stór ;)
    Við leigðum okkur bíl í 3 daga. Fyrsta daginn keyðum við að Gokart braut sem hönnuð er af Ayrton Senna heitnum og er smækkuð mynd af Brasilísku F1 brautinni. Við Anna biðum meðan að þau hin keyrðu á brautinni og sást þá augljós munur á aksturslagi kynjanna Strákarnir gáfu allt í botn og skrensuðu í gegnum beyjurnar (Árni var að keyra í fyrsta sinn) en Ásdís keyrði af festu og öryggi allan tímann en var ekkert að botnstíga bílinn :)
    Annan daginn á bílnum fórum við til Sevilla og skeltum okkur í fanta stóran og góðan skemtigarð þar. Ætluðum að finna "vel vaxna" nautabanan líka en það var orðið áliðið og umferðin í Sevilla er hrikaleg svo við ákváðum að hann yrði að bíða betri tíma.
    Síðasta daginn sem við höfðum bílinn keyrðum við út á Heimsenda sem er Suðvestasti oddi Portúgal. Leiðin er frekar hrjóstrug og landslagið gerði það að verkum að mér fannst stundum eins og ég hefði dottið inni í gamlan spaghettivestra. Ég átti hálft í hvoru von á því að sjá fjúkandi greinafækjur rúlla eftir veginum. Það gerðist að vísu ekki en þess í stað keyrðum við fram á stærðar snák sem hafði verið keyrt yfir.
    Við fundum okkur þennan líka fína Ástralska veitingastað(Koala garden) í Albufeira og borðuðum þar tvisvar. Guðni byrjaði á því að láta gamlan draum rætast og fékk sér krókódíla steik og við Árni fengum okkur kengúrusteikur. Ásdís sat hinumegin við borðið yfir sig hneyksluð á þessum ósóma að borða kengúrur og ætlaði varla að jafna sig á villimennskunni, gat sætt sig við krókódíla át en ekki kengúrur. Ég verð að viðurkenna að kengúrustekin er einkar ljúffeng og ég get hiklaust mælt með henni. Það eina sem setti blett á máltíðina fyrir mér var að þegar ég var komin hálfa leið með steikina fékk ég upphafslagið úr þáttunum um Skippý á heilan og var með það á heilanum það sem eftir var kvölds, hefnd kengúrunnar ??
    Í seinni heimsókn okkar á staðin héldum við Árni okkur við hefðbundari rétti en Guðni fékk sér Strút sem var ekki af verri endanum frekar en nokkuð annað sem við borðuðum þarna hjá þeim.
    Heim ferðin gekk vel og síðustu vikunni í sumarfríinu var eytt í leti og svo skruppum við í sumarbústað til vinahjóna okkar frá laugardegi ti sunnudags. Guðni mætti svo galvaskur í vinnu í morgun og ég mun mæta stundvíslega kl. 7:00 í vinnu á morgun. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er ekki alveg að fíla það að sumarfríið sé búðið ég hefði svo verið til í fleiri vikur í leti og lúxus.