mánudagur, júní 12, 2006

Komin heim

"........ í heiðar dalinn,
komin heim með slitna skó"



Þá er velheppnaðri ferð fjölskyldunnar til Portúgal lokið og það eina sem við erum ósátt við er að vera komin heim. Við hefðum vel verið til í að vera lengur.
Eldri krakkarnir eru komnir með sundfit á milli tánna eftir að hafa búið í vatni í 2 vikur. Við hin erum úthvíld sólbrún (húðlituð) og sæl. Ásdís vann brúnkukeppnina og skildi okkur hin eftir í reykmekkinum aftan úr sér. Hún er nánast svört meðan við hin erum farin að nálgast heilbrigðan húðlit :s Enda skein sólin alla daga nema 1 og hitinn fór ekki undir 25 stigin á daginn.
Við gerðum okkur ýmislegt til gamans fórum í sunlaugargarð þar sem feðgarnir slóu flesum ferðafélögum okkar ref fyrir rass í skelfilegustu rennibrautinni og fóru hátt í 20 ferðir.
Við fórum líka í sædýrasafnið þeirra og sáum þar höfrunga leika listir sínar sem fyrir höfrungafíklana í fjölskyldunni var alger hápunktur á ferðinni. Ef við hefðum vaðið í seðlum hefðum við skellt okkur í það að synda með höfrungunum en það var bara dáldið of dýrt, geri það þegar ég verð stór ;)
Við leigðum okkur bíl í 3 daga. Fyrsta daginn keyðum við að Gokart braut sem hönnuð er af Ayrton Senna heitnum og er smækkuð mynd af Brasilísku F1 brautinni. Við Anna biðum meðan að þau hin keyrðu á brautinni og sást þá augljós munur á aksturslagi kynjanna Strákarnir gáfu allt í botn og skrensuðu í gegnum beyjurnar (Árni var að keyra í fyrsta sinn) en Ásdís keyrði af festu og öryggi allan tímann en var ekkert að botnstíga bílinn :)
Annan daginn á bílnum fórum við til Sevilla og skeltum okkur í fanta stóran og góðan skemtigarð þar. Ætluðum að finna "vel vaxna" nautabanan líka en það var orðið áliðið og umferðin í Sevilla er hrikaleg svo við ákváðum að hann yrði að bíða betri tíma.
Síðasta daginn sem við höfðum bílinn keyrðum við út á Heimsenda sem er Suðvestasti oddi Portúgal. Leiðin er frekar hrjóstrug og landslagið gerði það að verkum að mér fannst stundum eins og ég hefði dottið inni í gamlan spaghettivestra. Ég átti hálft í hvoru von á því að sjá fjúkandi greinafækjur rúlla eftir veginum. Það gerðist að vísu ekki en þess í stað keyrðum við fram á stærðar snák sem hafði verið keyrt yfir.
Við fundum okkur þennan líka fína Ástralska veitingastað(Koala garden) í Albufeira og borðuðum þar tvisvar. Guðni byrjaði á því að láta gamlan draum rætast og fékk sér krókódíla steik og við Árni fengum okkur kengúrusteikur. Ásdís sat hinumegin við borðið yfir sig hneyksluð á þessum ósóma að borða kengúrur og ætlaði varla að jafna sig á villimennskunni, gat sætt sig við krókódíla át en ekki kengúrur. Ég verð að viðurkenna að kengúrustekin er einkar ljúffeng og ég get hiklaust mælt með henni. Það eina sem setti blett á máltíðina fyrir mér var að þegar ég var komin hálfa leið með steikina fékk ég upphafslagið úr þáttunum um Skippý á heilan og var með það á heilanum það sem eftir var kvölds, hefnd kengúrunnar ??
Í seinni heimsókn okkar á staðin héldum við Árni okkur við hefðbundari rétti en Guðni fékk sér Strút sem var ekki af verri endanum frekar en nokkuð annað sem við borðuðum þarna hjá þeim.
Heim ferðin gekk vel og síðustu vikunni í sumarfríinu var eytt í leti og svo skruppum við í sumarbústað til vinahjóna okkar frá laugardegi ti sunnudags. Guðni mætti svo galvaskur í vinnu í morgun og ég mun mæta stundvíslega kl. 7:00 í vinnu á morgun. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er ekki alveg að fíla það að sumarfríið sé búðið ég hefði svo verið til í fleiri vikur í leti og lúxus.

3 ummæli:

Dyrleif sagði...

.... velkomin heim snúlla, ég saknaði þín :)

Guðný sagði...

Takk takk !
Sömuleiðis :)

Nafnlaus sagði...

Flott ad heyra ad thid skemmtud ykkur :D og ad thid forud til Sevila, :D er sjalfur i Calgary nuna, fer til BNA a morgun.