mánudagur, júní 26, 2006

Hux

Það er ekki eins og ég hafi alveg týnst í kvikmyndagetrauninni heldur er bloggið búið að vera að stríða mér og hefur ekki skráð neina af þeim snilldar póstum sem ég hef verið að skrifa. Gullkornin mín hafa horfið yfir móðuna miklu um leið og ég ýti á publish. Kanski er þetta alheims samsæri til að forða heiminum frá skoðunum mínum á t.d. Orkuveitu auglýsingunni og ýmsu öðru sem ég hef verið að pirra mig á upp á síðkastið.
Rigningin hefur líka verið að pirra mig því það hefur ekki verið myndavél út sigandi og því hef ég ekki lent í neinum almennilegum ævintýrum.

Ég komst loks út úr húsi á Laugardaginn og fór á þessa líka fínu Fjölskylduhátíð starfsmannafélag IKEA. Eins og venjulega höfðu þau samið um sænska sumarblíðu. Boðið var upp á að teyma hesta undir börnunum, hoppukastala og tarmbolín. Svo voru grillaðar pylsur ofan í mannskapinn og borði upp á gos með. Hátíðinn fór vel þar t til að díselvéin sem sá um að halda lofti í hoppukastalanum og öðrum loftleikföngum bilaði og á sama tíma fór vindurinn úr hátíðinni. En virkilega velheppnað þó og IKEA starfsmenn fá enn eina rós í hnappagatið frá mér fyrir flotta hátíð.
Við tókum Leó með okkur á hátíðina og áttum allt eins von á að þurfa að geyma hann að mestu í bílnum en viti menn hundurinn sýndi sínar bestu hliðar og var hlýðinn og góður. Hann gelti ekki einu sinni á hestana en hann hefur aldrei áður hitt hesta augliti til auglitis áður. Hann hefur bara séð hesta út um bílgluggan og þá hefur hann sett upp kamb og gelt eins og vitlaus á þessar hræðilega hættulegu stóru skepnur. En þessir hestar voru greinilega ekki eins skelfilegir og kanski hefur eithvað með það að gera að annar þeirra hét Snati ;)

Engin ummæli: