þriðjudagur, júní 27, 2006


Draumalandið

Ég keypti mér bók í dag, nánar til tekið Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason. Ég velti henni þó nokkra stund milli handanna og spekúleraðí í því hvort hún væri ekki full dýr af "kilju" að vera. Ég ákvað þó að slá til þar sem þessi bók hefur kallað til mín frá því að ég heyrði um hana fyrst. Eins og er þá hef ég lokið lestri á 71 blaðsíðu og bókin er búin að borga sig upp, hún má versna mikið úr þessu til að ég sjái eftir kaupunum. Andri Snær er greinilega snillingur hann orðar hlutina svo frábærlega að ég held ekki vatni af hrifningu. Hlutir sem maður hefur hugsað en ekki getað komið í orð eru svo snilldarlega orðuð og dæmisögurnar hreint frábærar, fáránleiki nútimans á kjarnyrtri íslensku. Ég hef bara mestar áhyggjur af því að þeir sem þurfa mest á lestri hennar að halda lesi hana einmitt ekki.

Engin ummæli: