mánudagur, nóvember 27, 2006


Kúr
Ég ætla sko þokkalega að kúra fyrir framan imbann í kvöld fyrst yfir Extreme Makeover Home edition og svo er loks þáttur af Grey's sem ég hef ekki séð. Ég er barasta farin að hlakka til :)

laugardagur, nóvember 25, 2006

Youtube
Einn af uppáhaldsstöðunum mínum á netinu er Youtube þar get ég hlustað á flest alla þá tónlist sem mig langar og oftar en ekki rekst maður á skondin myndbönd þar líka. Þetta er sem sagt hinn fullkomni afþreyingar vefur.

Hér eru svo linkar á það sem ég er að hlusta/horfa á á Youtube þessa dagana:

  • Tomoko


  • Heaven


  • Nothing else matters
  • miðvikudagur, nóvember 22, 2006

    Finnar eru snillingar !!

    Svona á að fara að þessu og ég er ekki frá því að þetta séu lögmætar umkvartanir !!
  • Finnski Kvartkórinn
  • mánudagur, nóvember 20, 2006


    Vetrarundur í Garðabæ

    Þegar ég vaknaði á sunnudagsmorguninn þá leið mér óneytanlega svoldið eins og múmínsnáðanum. Allir voru sofandi og það hafði eithvað skrítið gerst það var snjór yfir öllu og það sko enginn smá snjór. Það vaknaði óneitanlega upp hjá mér þörf til að fela bestu jarðarberjasultuna á góðum stað ef allt færi nú í óefni og ég gáði undir eldhúsinnréttinguna til að sjá hvort þar væri nokkuð lítið dýr sem segði segði "Radamsa" :) Það átti ótrúlega skemtilega við að fá þennan snjó núna þar sem ég er í miðju kafi að lesa Vetrarundur í Múmíndal fyrir Önnu okkur báðum til mikillar skemtunar.
    Það kom mér verulega á óvart hvað strumpastrætóinn minn er góður í snjóakstri og ég varð ekki minna hissa yfir að ég kann enn að keyra í snjó. Ég komst út úr hnédjúpum sköflunum í innkeyrslunni á honum og náði að komast út úr götunni þó það væri enginn búin að keyra hana á undan mér. Ég koms svo klakklaust alla leið í vinnuna og bíllinn spólaði ekki einu sinni. Það sem þarf í Reykvískri vetrarfærð er greinilega strumpastrætó og múmínálfaviðhorf :)

    þriðjudagur, nóvember 14, 2006

    Lifes gonna ..

    Af því mér dettur ekkert betra í hug þá ákvað ég að deila með ykkur þessum líka dásemdar texta eftir Dennis Leary.

    Life's Gonna Suck by Dennis Leary

    This s a special moment right now,
    We'd like to take this time to tell all the kids at home,
    Send your parents out of the room this is a kid's song.

    Life's gonna suck when you grow up,
    When you grow up, when you grow up
    Life's gonna suck when you grow up,
    It sucks pretty bad right now.

    Hey! If you know the words, Sing along!

    You're gonna hafta mow the lawn,
    Do the dishes, make your bed.
    You're gonna hafta go to school until you're seven-teen.
    It's gonna seem about three times as long as that

    You might have to go to war, shoot a gun, kill a nun.
    You might have to go to war, when you get out of school.
    Hey cheer up kids, it gets a lot worse.

    You're gonna hafta deal with stress
    Deal with stress, deal with stress.
    You're gonna be a giant mess
    When you get back from the war.

    Santa Clause does not exist, and there's no Easter Bunny,
    You'll find out when you grow up, that Big Bird isn't funny.
    (funny, funny, hahahahaha!)

    Life's gonna suck when you grow up,
    When you grow up, when you grow up
    Life's gonna suck when you grow up,
    It sucks pretty bad right now.

    You're gonna end up smoking crack, on your back, face the fact.
    You're gonna end up hooked on smack, and then you're gonna die.

    And then you're gonna die-ie-ie-ie-ie.

    Something for the kids,
    Well, I think I smell a lawsuit in that one, What do you think?

    laugardagur, nóvember 11, 2006


    Liljur

    Ótrúlegt að þessi sakleysislegu blóm skuli vera minn versti óvinur :s


    föstudagur, nóvember 10, 2006

    Mit liv som en hund


    Amsterdam
    Originally uploaded by Kitty_B.
    Stóðst ekki að prófa að gera Kvikmyndatónlist við "æfisöguna" eins og ég sá að Erna frænka hafði gert... ég þarf greinilega alltaf að herma eftir henni enda er hún ansi fundvís á skemtilega hluti ;) Valið á tónlistinni fer fram með því að skella tónlistinin á tölvunni á random og ýta á play hér er svo afraksturinn:


    Opening Credits: Á móti sól - Djöfull ertu flottur ---- Þetta þarfnast náttúrlega ekki frekari útskýringa og á náttúrlega alveg óheyrilega vel við.

    Waking Up: Regína Ósk- Don’t try to fool me--- “Listen to just what I’ve got to say. Everything is coming my way.Think I’m gonna be O.K.” Já svona á að byrja daginn takk !!


    First Day at School: Natalie Cole – This can’t be love --- Nei ætil það sé ekki nokkuð rétt athugað bara.

    Falling in Love: Olga Guðrún - Drullum sull -- Ó ætli það ekki bara he he he he ...

    Fight Song: Edda Heiðrún Bachman – Önnur sjónarmið – Titilinn á nú óneitanlega vel við

    Breaking Up: Crystal Gayle – Don’t make my brown eyes blue -- textinn “Don’t know when I’ve been so blue don’t know what come over you. You’ve found somone new. Ill be fine when your’e gone …” Been there done that !

    Getting Back Together: Robbie Wiliams – Supreme ----“Oh what are you really looking for? Another partner in your life to abuse and to adore? Is it lovey dovey stuff,Do you need a bit of rough? Get on your knees” Jah hvað get ég sagt ...grrrrr

    Wedding: Billy Joel – Piano Man – “He says, Bill, I believe this is killing me.As the smile ran away from his face Well Im sure that I could be a movie star If I could get out of this place” Já þar höfum við það ef þetta er ekki dæmi um VONT brúðkaupslag þá veit ég ekki hvað, allavega lofar þetta ekki góðu með endingu :s

    Birth of Child: Queen – One Vision ---“One man one goal one mission.” Ehh já one man ég klúðraði því víst *roðn* En þegar fæðing fer í gang þá er jú bara one goal og one mision og pottþétt ekki aftur snúið.

    Final Battle: Scooter - The Logical Song -- Vá ég skammast sín nú bara fyrir að þurfa að viðurð kenna að þetta sé inná vélinni hjá mér. Og ástæðan fyrir tapaðri loka orrustu er nokkuð ljós, kjánahrollurinn varð mér að bana:þ

    Death Scene: Kylie Minouge – Giving you up “Your backbones breaking And your smooth starts shaking Like you can't stand being alone Your cot starts rocking Little doubts start knockin. Like the whole worlds slipping away ” Vá þetta er sko alvöru death scene verð ég að segja.


    Funeral Song: Hrekkjusvínin – Ekki bíl -- Ó nei mér skal sko dröslað á annan hátt út í garð …

    End Credits: Stuð menn - Hef ég heyrt þetta áður --- Ætli Alzheimer hafi verið farin að hrjá mig í lokin ?

    þriðjudagur, nóvember 07, 2006

    Meiri veikindi

    Árni var sendur heim úr skólanum fyrir hádegi og pabbi er hálf lasarusalegur líka. Er þetta ekki að verða gott ég bara spyr.
    Sumir dagar

    ..eru einfaldlega verri en aðrir frá byrjun. Ég skrölti á fætur fyrir kl. 7 í morgun og var að reyna að hrista af mér ógleðina,hæsina og beinverkina til að dröslast í vinnu. Það gekk ekki enda með hitavellu og almennt bara ekki í lagi svo ég hringdi og lét vita að ég kæmi ekki, ég þurfti nánast að öskra í símann til að koma upp nokkru hljóði. Ég hitaði mér svo meira piparmyntu te og settist niður þegar ég heyri að þau feðgin eru að vakna og heyri strax að eithvað er ekki eins og það á að vera hjá Önnu. Ég rölti inn til þeirra og leggst við hliðina á Önnu og í þá mund gubbar hún í rúmið, Jeij ! Guðni greip hana og hljóp með hana fram á bað meðan ég reif lökin af rúminu. Þegar hún var svo komin inn í sitt rúm sagði hún mér það að hún hefði gubbað því það hefði verið svo mikill sláttur í hjartanu hennar. Ekki veit ég hvort var orsök eða afleiðing í því tilfelli. Ég þarf svo að finna nýtt á rúmið svo ég geti laggst í volæði þar á eftir..........er þetta í lagi ??

    mánudagur, nóvember 06, 2006


    Show your ass
    Originally uploaded by oskarpall.
    vá hvað þessi lýsir mínu sálarlífi þessa dagana. Snilldar mynd eftir Óskar Pál LOL


    Er þetta ekki málið þegar maður er með feituna,ljótuna,leiðuna, einskisnýtuna,tilgangsleysuna, hálsbólgu og kvef.

    föstudagur, nóvember 03, 2006

    Nueva entrada

    Já ég verða að játa að nýji Singstar Legends er eins og sér sniðinn bara fyrir mig. Ég held ég gæti gaulað í heila viku non stop :) Gamlir uppáhalds slagarar eins og Sweet home Alabama, Crazy, Lets call the whole thing off og Son of a preacher man ganga hér aftur og aftur og aftur ....
    Blogg

    Jæja þá er fyrsti pistilinn komin inn á One at all og ég er komin í meðlimaskrána með mynd og allt :)

    Eini ókosturinn er að þegar ég loggaði mig inn á One at all í fyrsta sinn þá fór opnunar skjárinn á blogger yfir í spænsku og hefur verið þannig síðan :s Svo nú stendur Creacion de endradas þar sem áður stóð Create a new post ég skil það svo sem. En hvað Guardar como borrador þýðir er ég ekki viss svo ég verð að fara að finna orðabókina mína til að skilja bloggerinn minn :s

    miðvikudagur, nóvember 01, 2006

    One at all

    Það var verið að bjóða mér að taka þátt í alþjóðlegu bloggi sem mér sýnist vera frekar skemtilegt. Ég ákvað og slá til og taka þátt. Enidilega kíkið á bloggið og ég mæli einllæglega með pistli Norsarans um orð sem nauðsynlegt er að kunna í Noregi :)
  • One at all
  •