Sumir dagar
..eru einfaldlega verri en aðrir frá byrjun. Ég skrölti á fætur fyrir kl. 7 í morgun og var að reyna að hrista af mér ógleðina,hæsina og beinverkina til að dröslast í vinnu. Það gekk ekki enda með hitavellu og almennt bara ekki í lagi svo ég hringdi og lét vita að ég kæmi ekki, ég þurfti nánast að öskra í símann til að koma upp nokkru hljóði. Ég hitaði mér svo meira piparmyntu te og settist niður þegar ég heyri að þau feðgin eru að vakna og heyri strax að eithvað er ekki eins og það á að vera hjá Önnu. Ég rölti inn til þeirra og leggst við hliðina á Önnu og í þá mund gubbar hún í rúmið, Jeij ! Guðni greip hana og hljóp með hana fram á bað meðan ég reif lökin af rúminu. Þegar hún var svo komin inn í sitt rúm sagði hún mér það að hún hefði gubbað því það hefði verið svo mikill sláttur í hjartanu hennar. Ekki veit ég hvort var orsök eða afleiðing í því tilfelli. Ég þarf svo að finna nýtt á rúmið svo ég geti laggst í volæði þar á eftir..........er þetta í lagi ??
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
.... voða veikindi eru þetta snúlla :) .... batni, batn kveðjur frá okkur
Skrifa ummæli