mánudagur, nóvember 20, 2006


Vetrarundur í Garðabæ

Þegar ég vaknaði á sunnudagsmorguninn þá leið mér óneytanlega svoldið eins og múmínsnáðanum. Allir voru sofandi og það hafði eithvað skrítið gerst það var snjór yfir öllu og það sko enginn smá snjór. Það vaknaði óneitanlega upp hjá mér þörf til að fela bestu jarðarberjasultuna á góðum stað ef allt færi nú í óefni og ég gáði undir eldhúsinnréttinguna til að sjá hvort þar væri nokkuð lítið dýr sem segði segði "Radamsa" :) Það átti ótrúlega skemtilega við að fá þennan snjó núna þar sem ég er í miðju kafi að lesa Vetrarundur í Múmíndal fyrir Önnu okkur báðum til mikillar skemtunar.
Það kom mér verulega á óvart hvað strumpastrætóinn minn er góður í snjóakstri og ég varð ekki minna hissa yfir að ég kann enn að keyra í snjó. Ég komst út úr hnédjúpum sköflunum í innkeyrslunni á honum og náði að komast út úr götunni þó það væri enginn búin að keyra hana á undan mér. Ég koms svo klakklaust alla leið í vinnuna og bíllinn spólaði ekki einu sinni. Það sem þarf í Reykvískri vetrarfærð er greinilega strumpastrætó og múmínálfaviðhorf :)

Engin ummæli: