Ferðablogg 2Ákvað að það væri best að koma með fleiri ferðasögur áður en netskamtur dagsins klárast ég tími ekki að borga aftur fyrr en í kvöld. Það er orðið ljóst að ég er alvarlega háð nettengingu við umheiminn þar sem ég læt mig hafa það að borga hátt í þúsund krónur fyrir nettengingu í sólarhring.
Hér hafa skipts á skin og skúrir síðan ég bloggaði síðast. Það sem við sáum í veðurspánni að það átti að versna veðrið ákváðum við að flýta Amsterdamferðinni um einn dag og fórum á sunnudaginn og heppnaðist sú ferð vonum framar. Eina sem var fast ákveðið var að skoða hús Önnu Frank sem við fundum ekki í síðustu ferð. Við byrjuðum samt á því að labba klassískan bæjar rúnt og stoppa í ljósmyndavöru versluninni "okkar" þar sem búðin í Delft þar sem Guðni fékk myndavélina um árið var farin á hausinn (sem mér finnst ekkert skrítið miðað við verðið hjá þeim). Í ljósmyndavöruversluninni í Amsterdam er einhver sú besta og skemtilegasta þjónusta sem maður fær í Evrópu :) Við höfum verið svo heppin að hitta alltaf á sama afgreiðslumannninn og hann er ótrúlega skemtilegur en um leið fróður um allt sem maður þarf að vita. Skemmst er frá því að segja að við fórum út nokkrum krónum fátækari og með verk í maganum úr hlátri.
Eftir þónokkuð labb og eftir að hafa fundið götuna sem hús Önnu Frank er við og komast að því að við vorum sennilega í hinum endanum (hús önnu er nr.267 við vorum við hús 800+) löbbuðum við til baka tókum krók á leið okkar til að fara á uppáhalds kaffihúsið okkar sem uppi á 6 hæð og með frábæru útsýni yfir Amsterdam. Núna var ekki nærri eins lágskýjað og síðast þegar við fórum svo við sáum almennilega yfir.
Næst tókum við smá stopp í Austrailian sem er búð með heimagert konfekt og súkkulaði að Áströlskum hætti, þetta er sko búð fyrir alvöru súkkulaði fíkla.
Áfram héldum við leitinni að húsi Önnu Frank sem við og fundum. Þónokkur biðröð var í áttina að safninu en alls ekki neitt óhóflega löng og gekk furðu vel. Eigendur safnsins hafa keypt húsin 2 sem standa við hlið upprunalega hússins og gert veglegt safn og ráðstefnuaðstöðu þarna. Ekkki er þó hægt að mæla með fer í húsið fyrir fótfúna eða fólk sem þjáist af innilokunarkennd aðstaðan í húsinu sjálfu er mjög þröngu og krefst þess að maður príli snarbrattan stiga. Hús Önnu hefur verið fært að mestu í upprunalega mynd og ekki var nú mikið pláss sem þessar 8 manneskjur kúldruðust í í 2ár en samt kanski ótrúlega strórt ef litið er til þess að þetta var felustaður.
Eftir þessa heimsókn röltum við hinumegin við síkið til að taka myndir á þeirri leið fékk ég nýja hárgreiðslu þegar einhver stærsti fugl sem ég hef um æfina séð flaug rétt yfir höfuðið á mér hann var í smá slagsmálum við annan í sömu stærð. Þeim fannst greinilega tilvalið að rífast um pláss á toppnum á bíl sem stóð þarna í nágrenninu. Eftir smá skærur hafið annar þeirra betur og ég læddist að honum til að taka myndir, honum var það greinilega að skapi og pósaði hinn ánægðasti fyrir mig meira að segja eftir að ég setti flassið upp. Ég komst svo að því eftir að ég póstaði myndunum á Flikr að þetta mun hafa verið Grá Hegri sem er lítil 1.5-2 kg og hefur vænghaf hátti í 180 cm takk fyrir. Enginn smá hlunkur það og hvað á á toppnum á litlum bíl.
Næst lá leiðin í gegnum rauðahverfið merkilegt hvað maður getur ekki vanist því að finna Hasslyktina í loftinu ég varð hissa í hvert sinn og það er þónokkuð mikið Hiss þegar maður er á rölti á þessu svæði *fliss*
Þegar þarna var komið við sögu ákváðum við að halda heim á leið og það er alveg furðulegt hvað er mikið mál að komast til Delft það stoppar ekki nema 3-4 hver lest hér og frá Amsterdam þarfa að fara til Den Haag og skipta þar en yfirleitt þarf að bíða dágóða stund eftir lest sem hér stoppar.
Við fórum svo á hinn fínasta Ítalska veitingastað hér í bæ og ég fékk alveg brjálæðislega góða steik með ítalskri "tómatsósu" sem innihélt paprikkku bita og sveppi svo eithvað sé nefnt.
Á mánudeginum ákváðum við svo að taka því rólega enda var rignign og rok úti. Guðni fór á fund um 10 leytið og kom aftur um kl. 16. var hálf blautur eftir ferðalagið. Þar sem þetta var síðasti dagurinn sem hann átti frjálsan tíma um leið og búðir voru opnar ætluðum við að reyna að finna á hann gallabuxur. Hann dreif sig í sturtu og fann þurr föt og slíkt. Við skellum okkur svo út og viti menn það herðir svona svakalega rigninguna með þrumum í stíl. Það skipti engum togum en við vorum orðin gegnblaut á mettíma þrátt fyrir regnhlífina sem Guðni hafið keypt á heimleiðinni. Við náum svo að C&A eins og hundar af sundi dregnir en er þá ekki bara búið að loka. Búðir í Delft eru almennt ekki opnar nema til 17:30 og hún var akkúrat á mínútunni.
Við þvældumst rennandi blaut inn á Ítalskan stað sem varð á vegi okkar og fengum dýrindis máltíð og alles. Rakinn sem fylgdi okkur var svo mikill að það kom móða á alla glugga á stðanum *roðn* Við hlaupum svo heim á hótel þar sem við hengdum fötin til þerris helltum pollunum úr skónum (mínir eru enn ekki orðnir þurrir) og Guðni lagði sig. Vaknaði svo klukkutíma síðar með svona einhverja andstyggilega kveisu og í ljós kom að hann virtist vera búin að ná í magapestina sem hefur verið að ganga heima. Hann mátti nú samt skrölta á námskeiðið í gær enn hundslappur og lasinn. Hann fór svo að lagast í gærkvöldi og var orðinn góður í morgun en samt enn slappur eins og maður verður eftir svona pestir.
Ég var svo alein og yfirgefin í gær svo ég ákvað að skella mér á safn sem er hér rétt hjá. Húsið er gamalt aðseturu Vilhjálms hins Þögla eða Vihljálms af Oraníu sem var ein helsta frelsishetja Hollendinga. Hann barðist fyrir sjálfstæði hollendinga frá Spánverjum. Hann var svo myrtur í húsinu og skotgötin eru enni í veggjunum í stigaganginum þar sem hann var myrtur og það eru sko engin SMÁ skotgöt. Á safninu eru svo allskyns listaverk bæði nútímaleg og gömul. Það sme mér fannst þó merkilegast var annarsvegar ljósmynd af ungum manni sem greinilega var nýkominn úr hjartagaðgerð. Svo var líka skápur með gömlum apótekarakrúsum, lækningatækjum (frekar ógirnilegum ef satt skal segja) og líkamsleifum. Já þarna var beinagrind af barni kanksi 4-5 ára sett saman með leðurbótum og koparnöglum m.a., vaxmydndir af fóstrum i móðurlífi, krukka með formalíni og í henni var lærleggur með kjöttægjum og alles *hrollur* og síðast en ekki síst var formalín krukka með 25-28 vikna (ágiskun) fóstri.
Eftir þessa skoðunarferð fór ég og verslaði smá og tók nokkrar myndir og skoppaði svo heim á leið.
Í dag ætla ég svo að fara og skoða Nýju kirkjuna (byggð um 1600) og Gömlu kirkjuna þar sem grafhýsi Vermers listmálara er að finna m.a.
Ég ætla svo að sjá til hvort ég herði mig upp á morgun og fer ein til Amsterdam og kíki á söfn og slíkt en það kemur í ljós.
Hér fyrir neðan er svo þessi fína myndaræma af Flickr sem skiptir um myndir úr ferðinni í hvert sinn sem ýtt er á refresh á netvafranum :)