fimmtudagur, maí 31, 2007

Píripú..
Vá hvað maður getur orðið pirraður út í heimsku fólks hvað er eiginlega að ??
  • Flaug vísvitandi í áætlunarflugi með berklasmit

  • Vá hvað fauk í mig þegar ég las þetta !! Ekkert mál að taka sénsinn á því að smita hóp af fólki af lyfjaónæmum berklum í eiginhagsmunasemi sinni. Ef hann er svo heppin að vera í 30% hlutfallinu sem lifir þessa tegund berkla af þá á hann að fara í fangelsi takk !!
    Ég öfunda ekki fólkið sem sat við hlið hans í flugvélunum sem þarf núna að fara í berklapróf og fá ekki niðurstöður af eða á fyrr en eftir nokkrar vikur. Ef þau hafa smitast erum við að tala um 70% líkur á að þau lifi það ekki af, allt út af einum vitlausum karli.

    Ég hef sjálf staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að hafa umgengist berklasmitaðan einstakling (ekki ónæmir berklar þó) og þurfa að fara í berklapróf bíða í nokkrar vikur eftir endanlegri niðurstöðu. Eins ólíklegt og það var að ég hefði smitast þá samt sat þetta alltaf á öxlinni á manni hvíslaði hvað ef.... þó maður léti kanski ekki á neinu bera. Meðferð við berklum felst í 6-12 mánaða sýklalyfjagjöf sem mér fannst nú alls ekki freistandi þar sem viku til 10 daga skamtar fara ekki vel í mig. Sem betur fer slapp ég með skrekkinn og hef þá vissu í veganesti að enn sem komið er hef ég ekki hitt berklabakteríuna mér til skaða. En þetta var samt ekki sérlega skemtileg reynsla og hvað þá ef þetta hefðu nú verið ónæma týpan úff....

    miðvikudagur, maí 30, 2007

    Nenni ekki að blogga

    fimmtudagur, maí 24, 2007


    Leó Status report

    Leó er allur að koma til og batinn framar björtustu vonum. Þar sem þetta var nokkuð stór aðgerð sem hann fór í var óttast að hann yrði fyrir þarmalömun og svo var líka möguleiki á sýkingu og hinu og þessu sem úrskeiðis getur farið.
    Við fórum í gær og nálin var tekin og ofsalega gaman að sjá hvað varð almenn gleði á dýralæknastofunni yfir því hvað gengur vel. Leó fékk hópknús og allt :)

    Ég kveið nú mest fyrir að reyna að koma sýklalyfjunum í hann en hann á að fá tvær töflur tvisvar á dag af þeim. Það að opna munnin á Leó er ekki fyrir venjulegt fólk en sem betur fer datt mér ráð í hug sem virkar. Hann er nefnilega hrikalega svangur og má bara fá sérstakann dósamat í matskeiða formi fyrstu dagana og auðvitað er gleypugangurinn svo mikill að ef ég pakka töflunum inn í blautmatinn og læt detta til hans eins og nammi þá gleypir hann góssið án mótmæla.

    Eitt sem mér fannst þó dáldið skondið við lyfin hans á skömtunarleiðbeininga seðlinum á öðru lyfinu stendur neðst Forðist notkun áfengis á meðan notkun lyfsins stendur.

    þriðjudagur, maí 22, 2007

    Leo the surgical patient


    Leo the surgical patient
    Originally uploaded by Kitty_B.

    Komin heim

    Leó er kominn heim og búið að gera aðgerðina á honum í ljós kom að hann hefur gleypt stóra Glerkúlu sem var í eigu krakkanna hér. Næstu daga þarf svo að fylgjast vel með honum, hann fær sýklalyf og má ekkert hreyfa sig að ráði fyrr en eftir nokkra daga. Við fengum svo með honum sérfæði sem við byrjum að gefa honum nánast í matskeiða vís á morgun.

    mánudagur, maí 21, 2007

    Leó í aðgerð
    Aumingja Leó þarf í uppskurð það er ekki víst hvort það verður í dag eða í fyrramálið. Hann hefur étið einhvern lítinn kringlóttann hlut hugsanlega skopparabolta sem er fastur í þörmunum á honum og mun ekki losna nema hann verði skorinn :s
    Óróleg

    Ótrúlegt hvað maður getur orðið órólegur yfir því að dýrin manns veikjast ég geng um með GSMinn nánast límdan við mig ef dýralæknirinn skyldi nú hringja. En ég hef enn ekkert heyrt frá þeim síðan hún hringdi í morgun til að fá samþykki fyrir röntgenmyndum og slíka :s
    Hundveikur

    Aumingja Leó er búin að vera veikur síðan á fimtudag hann er núna á Dýralæknastofunni í rannsóknum. Hann er með vökva í æð og á að fara í röntgenmyndatöku til að sjá hvort hann hafi étið eithvað sem situr fast :(
    Ég get nú ekki gert að því að ég hef dálitlar áhyggjur af honum.

    Hvað er svo málið með að það snjói og sé svona dimmt komið fram yfir miðjan maí ég má gjöra svo vel að hafa kveikt ljósin til að sjá handa minna skil þegar verst lætur.

    föstudagur, maí 18, 2007

    Fyrir horn..

    Öss við erum ekki fyrr farin frá Rotterdam þegar eithvað almennilegt gerist ... hefði getað verið gaman að mæta górillu í Rotterdam....
  • Mbl.is
  • Brotin

    Það virðist vera sem brussugangi mínum séu engin takmörk sett haldiði að mér hafi ekki tekist að bráka á mér litlutána. Hvers á ein lítil tá að gjalda ég bara spyr ??

    þriðjudagur, maí 15, 2007


    Norður...

    Ég er að fara norður að sækja Önnu á eftir heimilisfólkið hér bíður spennt eftir morgundeginum þegar við komum svo aftur. Það er ótrúlega skondið hvað mannskapurinn hér er búinn að vera vængbrotinn án hennar, sá eini sem ekki hefur tjáð opinberlega hvað hann saknar hennar er Leó.
    Anna hefur greinilega haft virkilega gott af vistinni fyrir norðan hún hefur tekið ótrúlega stórt þroskastökk. Ég hef fengið all greinar góðar útskýringar um sauðburð, heimalninga, lífið og dauðann þegar ég hef talað við hana síðustu daga. Hún var svo fullorðinsleg og skýrmælt í símann að ég var farin að velta fyrir mér hvort ég væri ekki örugglega að tala við Önnu he he he

    mánudagur, maí 14, 2007


    Skömmin ég..
    Ég er búin að komast að því að netið er stórhættulegt maður lærir munnsöfnuð af því sem maður notar svo í ógáti og skammast sín niður í tær heilan dag á eftir *roðn* Mér tókst í morgun að nota orðbragð sem ég skammast mín verulega fyrir og áttaði mig á því eftir á að það átti rætur sínar að rekja til barnalands.is Ég er búin að vera að skammast mín fyrir þetta í allan dag og er alvarlega að íhuga að skola munnin á mér með sápu og skrúbba með flöksubursta.

    fimmtudagur, maí 10, 2007


    Það rignir ..

    Það er alveg merkilegt hvað það getur ringt hérna en samt bara eftir að IKEA námskeiðunum lýkur á daginn. Í gær rölti ég um Delft verslaði, skoðaði gömlu kirkjuna en Nyja kirkjan er lokuð vegna breytinga. Ég sat svo úti í sólinni og drakk kaffi og naut lífsins. Á heimleiðinni sá ég svo önd með unga kúra sig undir væng hrikalega krúttlegt. Við áttum svo stefnumót við IT Crowdið á Argentínskum veitingastað í bænum um köldið. Það passaði GM rétt komst heim áður en það byrjaði að rigna og það ringdi létt á okkur á leiðinni á staðinn. IT-Crowdið samanstóð í þetta sinn af Tyrkja, Ísraela, spánverja, Inverja og manni af Asískum uppruna sem ég kann ekki nánari skil á. Það er ótrúlegt hvað IT gengin eru skemtilegir hópar ég þekkti engann nema Tyrkjann en það gerði sko ekkert til liðið hélt manni í stanslausu hláturskasti allann tímann. Eins og á Argentínska staðnum í Leiden tók eilífðartíma að fá matinn nokkrir úr hópnum höfðu ekkert borðað allann daginn og voru því nánas farnir að naga borðið. Ég hafið pantaði forétt sem lýst var svona" lax á sallati með olíu og ediksósu (sá fyrir mér ólívuolíu og balsamic edik eins og heima namm namm". En nei þetta reyndist soðinnlax í kokteilsósu...pff olíu og edikssósa pfffft... fínna orð yfir mæjonese man það næst. Maturinn fór svo allur í rugl og við fórum í leikinn hver pantaði rear steikina og líka hver á skósólann he he he. Ég og sessunautur minn lentum í slagsmálum við seigu steikurnar okkar og lá við mannfalli í látunum. En þegar kvöldið var búið voru nú allir samt saddir og sælir.
    Á heimleiðinni opnuðust himnarnir hreinlega og það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Við höfðum náttúrlega gleymt regnhlífunum og hoppuðum því inn á bar sem varð á leið okkar til að leita skjóls undarn regninu. Það reyndist hin ágætasta ákvörðun við vorum ein á staðnum fengum fyrirtaks þjónustu virkilega gott kaffi og eðal bjór. Regninu slotaði lítið eitt og við náuðum að hlaupa heim án þess að gegnblotna.

    Í morgun mátti GM svo hlaupa út í rigninguna meðan ég ákvað að sofa á mínu græna. Núna hefur stytt upp og ég er ekki frá því að það sjái til sólar. Ég nenni ekki í nein stórferðalög svo ég ætla að taka því rólega í dag fara og kaupa kaffi í Senseo vélina því það er svo hrikalega gott og mikið úrval hér og svo er ég að hugsa um að haga heima og lesa Dan Brown sem ég hef ekki mátt vera að þvá að opna síðan ég koma. Það er búið að vera nóg að gera og ég hef nú skemmt mér konunglega þó röflið í mér gefi kanski annað til kynna.

    Í kvöld er okkru svo boðið í Eurovisionpartý hjá Íslendingi sem vinnur hér en á undan bjóða L.S í mat.

    miðvikudagur, maí 09, 2007



    Ferðablogg 2

    Ákvað að það væri best að koma með fleiri ferðasögur áður en netskamtur dagsins klárast ég tími ekki að borga aftur fyrr en í kvöld. Það er orðið ljóst að ég er alvarlega háð nettengingu við umheiminn þar sem ég læt mig hafa það að borga hátt í þúsund krónur fyrir nettengingu í sólarhring.

    Hér hafa skipts á skin og skúrir síðan ég bloggaði síðast. Það sem við sáum í veðurspánni að það átti að versna veðrið ákváðum við að flýta Amsterdamferðinni um einn dag og fórum á sunnudaginn og heppnaðist sú ferð vonum framar. Eina sem var fast ákveðið var að skoða hús Önnu Frank sem við fundum ekki í síðustu ferð. Við byrjuðum samt á því að labba klassískan bæjar rúnt og stoppa í ljósmyndavöru versluninni "okkar" þar sem búðin í Delft þar sem Guðni fékk myndavélina um árið var farin á hausinn (sem mér finnst ekkert skrítið miðað við verðið hjá þeim). Í ljósmyndavöruversluninni í Amsterdam er einhver sú besta og skemtilegasta þjónusta sem maður fær í Evrópu :) Við höfum verið svo heppin að hitta alltaf á sama afgreiðslumannninn og hann er ótrúlega skemtilegur en um leið fróður um allt sem maður þarf að vita. Skemmst er frá því að segja að við fórum út nokkrum krónum fátækari og með verk í maganum úr hlátri.
    Eftir þónokkuð labb og eftir að hafa fundið götuna sem hús Önnu Frank er við og komast að því að við vorum sennilega í hinum endanum (hús önnu er nr.267 við vorum við hús 800+) löbbuðum við til baka tókum krók á leið okkar til að fara á uppáhalds kaffihúsið okkar sem uppi á 6 hæð og með frábæru útsýni yfir Amsterdam. Núna var ekki nærri eins lágskýjað og síðast þegar við fórum svo við sáum almennilega yfir.
    Næst tókum við smá stopp í Austrailian sem er búð með heimagert konfekt og súkkulaði að Áströlskum hætti, þetta er sko búð fyrir alvöru súkkulaði fíkla.
    Áfram héldum við leitinni að húsi Önnu Frank sem við og fundum. Þónokkur biðröð var í áttina að safninu en alls ekki neitt óhóflega löng og gekk furðu vel. Eigendur safnsins hafa keypt húsin 2 sem standa við hlið upprunalega hússins og gert veglegt safn og ráðstefnuaðstöðu þarna. Ekkki er þó hægt að mæla með fer í húsið fyrir fótfúna eða fólk sem þjáist af innilokunarkennd aðstaðan í húsinu sjálfu er mjög þröngu og krefst þess að maður príli snarbrattan stiga. Hús Önnu hefur verið fært að mestu í upprunalega mynd og ekki var nú mikið pláss sem þessar 8 manneskjur kúldruðust í í 2ár en samt kanski ótrúlega strórt ef litið er til þess að þetta var felustaður.
    Eftir þessa heimsókn röltum við hinumegin við síkið til að taka myndir á þeirri leið fékk ég nýja hárgreiðslu þegar einhver stærsti fugl sem ég hef um æfina séð flaug rétt yfir höfuðið á mér hann var í smá slagsmálum við annan í sömu stærð. Þeim fannst greinilega tilvalið að rífast um pláss á toppnum á bíl sem stóð þarna í nágrenninu. Eftir smá skærur hafið annar þeirra betur og ég læddist að honum til að taka myndir, honum var það greinilega að skapi og pósaði hinn ánægðasti fyrir mig meira að segja eftir að ég setti flassið upp. Ég komst svo að því eftir að ég póstaði myndunum á Flikr að þetta mun hafa verið Grá Hegri sem er lítil 1.5-2 kg og hefur vænghaf hátti í 180 cm takk fyrir. Enginn smá hlunkur það og hvað á á toppnum á litlum bíl.
    Næst lá leiðin í gegnum rauðahverfið merkilegt hvað maður getur ekki vanist því að finna Hasslyktina í loftinu ég varð hissa í hvert sinn og það er þónokkuð mikið Hiss þegar maður er á rölti á þessu svæði *fliss*

    Þegar þarna var komið við sögu ákváðum við að halda heim á leið og það er alveg furðulegt hvað er mikið mál að komast til Delft það stoppar ekki nema 3-4 hver lest hér og frá Amsterdam þarfa að fara til Den Haag og skipta þar en yfirleitt þarf að bíða dágóða stund eftir lest sem hér stoppar.
    Við fórum svo á hinn fínasta Ítalska veitingastað hér í bæ og ég fékk alveg brjálæðislega góða steik með ítalskri "tómatsósu" sem innihélt paprikkku bita og sveppi svo eithvað sé nefnt.

    Á mánudeginum ákváðum við svo að taka því rólega enda var rignign og rok úti. Guðni fór á fund um 10 leytið og kom aftur um kl. 16. var hálf blautur eftir ferðalagið. Þar sem þetta var síðasti dagurinn sem hann átti frjálsan tíma um leið og búðir voru opnar ætluðum við að reyna að finna á hann gallabuxur. Hann dreif sig í sturtu og fann þurr föt og slíkt. Við skellum okkur svo út og viti menn það herðir svona svakalega rigninguna með þrumum í stíl. Það skipti engum togum en við vorum orðin gegnblaut á mettíma þrátt fyrir regnhlífina sem Guðni hafið keypt á heimleiðinni. Við náum svo að C&A eins og hundar af sundi dregnir en er þá ekki bara búið að loka. Búðir í Delft eru almennt ekki opnar nema til 17:30 og hún var akkúrat á mínútunni.
    Við þvældumst rennandi blaut inn á Ítalskan stað sem varð á vegi okkar og fengum dýrindis máltíð og alles. Rakinn sem fylgdi okkur var svo mikill að það kom móða á alla glugga á stðanum *roðn* Við hlaupum svo heim á hótel þar sem við hengdum fötin til þerris helltum pollunum úr skónum (mínir eru enn ekki orðnir þurrir) og Guðni lagði sig. Vaknaði svo klukkutíma síðar með svona einhverja andstyggilega kveisu og í ljós kom að hann virtist vera búin að ná í magapestina sem hefur verið að ganga heima. Hann mátti nú samt skrölta á námskeiðið í gær enn hundslappur og lasinn. Hann fór svo að lagast í gærkvöldi og var orðinn góður í morgun en samt enn slappur eins og maður verður eftir svona pestir.

    Ég var svo alein og yfirgefin í gær svo ég ákvað að skella mér á safn sem er hér rétt hjá. Húsið er gamalt aðseturu Vilhjálms hins Þögla eða Vihljálms af Oraníu sem var ein helsta frelsishetja Hollendinga. Hann barðist fyrir sjálfstæði hollendinga frá Spánverjum. Hann var svo myrtur í húsinu og skotgötin eru enni í veggjunum í stigaganginum þar sem hann var myrtur og það eru sko engin SMÁ skotgöt. Á safninu eru svo allskyns listaverk bæði nútímaleg og gömul. Það sme mér fannst þó merkilegast var annarsvegar ljósmynd af ungum manni sem greinilega var nýkominn úr hjartagaðgerð. Svo var líka skápur með gömlum apótekarakrúsum, lækningatækjum (frekar ógirnilegum ef satt skal segja) og líkamsleifum. Já þarna var beinagrind af barni kanksi 4-5 ára sett saman með leðurbótum og koparnöglum m.a., vaxmydndir af fóstrum i móðurlífi, krukka með formalíni og í henni var lærleggur með kjöttægjum og alles *hrollur* og síðast en ekki síst var formalín krukka með 25-28 vikna (ágiskun) fóstri.
    Eftir þessa skoðunarferð fór ég og verslaði smá og tók nokkrar myndir og skoppaði svo heim á leið.
    Í dag ætla ég svo að fara og skoða Nýju kirkjuna (byggð um 1600) og Gömlu kirkjuna þar sem grafhýsi Vermers listmálara er að finna m.a.
    Ég ætla svo að sjá til hvort ég herði mig upp á morgun og fer ein til Amsterdam og kíki á söfn og slíkt en það kemur í ljós.

    Hér fyrir neðan er svo þessi fína myndaræma af Flickr sem skiptir um myndir úr ferðinni í hvert sinn sem ýtt er á refresh á netvafranum :)

    þriðjudagur, maí 08, 2007



    www.flickr.com




    OMG ég íslensk græn

    Þar fór það nú alveg !! Ég er í svipuðum vandræðum og Katrín vinkona og ákvað því að feta í hennar fótpsor og fara á x-hvad.bifrost.is og taka smá próf um hvaða flokki skoðanir mínar samræmdust best. Það eina sem kom mér ekkert á óvart var afskaplega lítill stuðningur minn við Sjálfstæðisflokkinn hitt kom mér meira á óvart að ég viðrist eiga mikla samleið með Vinstri Grænum, Herre Gud !

    Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25%
    Stuðningur við Framsóknarflokk: 30%
    Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
    Stuðningur við Vinstri-Græna: 50%
    Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 31%
    Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%


    Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs!

    sunnudagur, maí 06, 2007


    Delft

    Hollandsævintýrið 2007 byrjaði glæsiega í Leifstöð við mættum á sama tíma og Eurovisionfararnir svo það var nóg um að vera í innrituninni :) Við prófuðum innritunarautomötin og gekk það svona ljómandi vel og mæli ég eindregið með því frekar en að standa í einhverjum endalausum biðröðum eftir að tékka sig inn. Flugið gekk áfallalaust fyrir sig ég hafði keypt mér eðal gott ljósmyndatímarit sem ég las spjaldanna á milli á leiðinni og steingleymdi því að lesa Dan Brown bókina sem ég var með í töskunni og þarf nú mikið til að fá mig til að klikka á Dan Brown ;)


    Við hjónin komumst heilu og höldnu a leiðarenda og höfum nú aðsetur í Delft. Við búum í einhverjum dýrasta kústaskáp sem ég hef heyrt af. Okkur til skemtunar keyrir lest framhjá glugganum hjá okkur á 15 mínútna fresti allan sólarhringinn, en við erum vön umferðarhávaða svo þetta gerir okkur ekkert til og sofum sennilega betur fyrir vikið. Eftir að hafa kynnst þessum íverustað okkar þá er ljóst að það er ekki allt dýrast á Íslandi morgunverður og hótelherbergi geta verið ansi mikið dýrari í Hollandi. Miðað við hótelið sem við gistum á í haust þá er himinn og haf á millí í verði og gæðum. Hitthótelið var MJÖG ódýrt herbergin virkilega rúmgóð og glæsileg og morgunmaturinn kostaði 750 kr á manninn. Hér er frekar lítið herbergi undir súð, baðherbergið er ákveðinn brandari útaf fyrir sig og morgunverðurinn kostar 1560 kronur á mann. Internettengingin á hinu hótelinu kostaði um 1000 krónur á viku hér kostar sólahringurinn 900kr svo þetta er dýrt blogg !!

    Veðrið hefur leikið við okkur og náði ég meira að segja að sólbrenna smávægilega í gær :) Við fórum í hrikalega verslunarferð til Rotterdam og það hefði mátt halda að við hefðum aldrei séð föt áður, 2 afgreiðslukonur í C&A stóðu sveittar við að sinna okkur og höfðu aldrei séð annað eins.
    Ég fékk svo stórskemtilega aukahluti í og við myndavélina á sýnishornaverði ég keypti m.a. minniskort í vélina sem kostaði rúmum 27000 krónum minna en heima !! Verðlag á ljósmyndavörum á Íslandi er náttúrlega bara RUGL !!

    Við settumst úti í sólina á kaffihúsi í Rotterdam og til að lita dvölina þar settist klæðskiptingur á næsta borð sem hefði ekki verið í frásögur færandi ef hann hefði ekki talað út í eitt við ósýnilegan vin og svo hló hann reglulega mjög sérkennilegum hlátri. Starfsfólkið gerði nokkrar atrennur að því að tala við greyið án árangurs. Ekki gat ég gert upp við mig hvort greyið var útúrdópaður eða svona illa farinn á geði en fannst það seinna líklegra.


    Eftir þessa snilldar ferð til Rotterdam komum við heim og skelltum okkur út að borða Guðni bauð mér á Mexikanskan veitingastað hér í nágrenninu og þvílíkur matur nammi nammi :) Við pöntuðum rétt sem þeir kalla Mexikanska veislu (Fiesta Mexikana) og er saman settur úr nokkrum vinsælum mexikönskum réttum og þvílíkt lostæti m.a. var fahitas, tortillas, Tacos með hakki öðrumegin og túnfiski hinumegin, torkennilegt en bragðgott kjöt fyllt með sveskjum (ótrúlega gott. Við hreinlega rúlluðum út af staðnum eftir máltíðina sem var virkilega vel útilátin og góð.

    Núna er stefnan tekin á Amsterdam og ætlum við að reyna að finna hús Önnu Frank í þessari ferð þar sem við klúðruðum því síðast. Svo er spurning hvað við gerum í framhaldi af því.