sunnudagur, maí 06, 2007
Delft
Hollandsævintýrið 2007 byrjaði glæsiega í Leifstöð við mættum á sama tíma og Eurovisionfararnir svo það var nóg um að vera í innrituninni :) Við prófuðum innritunarautomötin og gekk það svona ljómandi vel og mæli ég eindregið með því frekar en að standa í einhverjum endalausum biðröðum eftir að tékka sig inn. Flugið gekk áfallalaust fyrir sig ég hafði keypt mér eðal gott ljósmyndatímarit sem ég las spjaldanna á milli á leiðinni og steingleymdi því að lesa Dan Brown bókina sem ég var með í töskunni og þarf nú mikið til að fá mig til að klikka á Dan Brown ;)
Við hjónin komumst heilu og höldnu a leiðarenda og höfum nú aðsetur í Delft. Við búum í einhverjum dýrasta kústaskáp sem ég hef heyrt af. Okkur til skemtunar keyrir lest framhjá glugganum hjá okkur á 15 mínútna fresti allan sólarhringinn, en við erum vön umferðarhávaða svo þetta gerir okkur ekkert til og sofum sennilega betur fyrir vikið. Eftir að hafa kynnst þessum íverustað okkar þá er ljóst að það er ekki allt dýrast á Íslandi morgunverður og hótelherbergi geta verið ansi mikið dýrari í Hollandi. Miðað við hótelið sem við gistum á í haust þá er himinn og haf á millí í verði og gæðum. Hitthótelið var MJÖG ódýrt herbergin virkilega rúmgóð og glæsileg og morgunmaturinn kostaði 750 kr á manninn. Hér er frekar lítið herbergi undir súð, baðherbergið er ákveðinn brandari útaf fyrir sig og morgunverðurinn kostar 1560 kronur á mann. Internettengingin á hinu hótelinu kostaði um 1000 krónur á viku hér kostar sólahringurinn 900kr svo þetta er dýrt blogg !!
Veðrið hefur leikið við okkur og náði ég meira að segja að sólbrenna smávægilega í gær :) Við fórum í hrikalega verslunarferð til Rotterdam og það hefði mátt halda að við hefðum aldrei séð föt áður, 2 afgreiðslukonur í C&A stóðu sveittar við að sinna okkur og höfðu aldrei séð annað eins.
Ég fékk svo stórskemtilega aukahluti í og við myndavélina á sýnishornaverði ég keypti m.a. minniskort í vélina sem kostaði rúmum 27000 krónum minna en heima !! Verðlag á ljósmyndavörum á Íslandi er náttúrlega bara RUGL !!
Við settumst úti í sólina á kaffihúsi í Rotterdam og til að lita dvölina þar settist klæðskiptingur á næsta borð sem hefði ekki verið í frásögur færandi ef hann hefði ekki talað út í eitt við ósýnilegan vin og svo hló hann reglulega mjög sérkennilegum hlátri. Starfsfólkið gerði nokkrar atrennur að því að tala við greyið án árangurs. Ekki gat ég gert upp við mig hvort greyið var útúrdópaður eða svona illa farinn á geði en fannst það seinna líklegra.
Eftir þessa snilldar ferð til Rotterdam komum við heim og skelltum okkur út að borða Guðni bauð mér á Mexikanskan veitingastað hér í nágrenninu og þvílíkur matur nammi nammi :) Við pöntuðum rétt sem þeir kalla Mexikanska veislu (Fiesta Mexikana) og er saman settur úr nokkrum vinsælum mexikönskum réttum og þvílíkt lostæti m.a. var fahitas, tortillas, Tacos með hakki öðrumegin og túnfiski hinumegin, torkennilegt en bragðgott kjöt fyllt með sveskjum (ótrúlega gott. Við hreinlega rúlluðum út af staðnum eftir máltíðina sem var virkilega vel útilátin og góð.
Núna er stefnan tekin á Amsterdam og ætlum við að reyna að finna hús Önnu Frank í þessari ferð þar sem við klúðruðum því síðast. Svo er spurning hvað við gerum í framhaldi af því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli