fimmtudagur, maí 24, 2007


Leó Status report

Leó er allur að koma til og batinn framar björtustu vonum. Þar sem þetta var nokkuð stór aðgerð sem hann fór í var óttast að hann yrði fyrir þarmalömun og svo var líka möguleiki á sýkingu og hinu og þessu sem úrskeiðis getur farið.
Við fórum í gær og nálin var tekin og ofsalega gaman að sjá hvað varð almenn gleði á dýralæknastofunni yfir því hvað gengur vel. Leó fékk hópknús og allt :)

Ég kveið nú mest fyrir að reyna að koma sýklalyfjunum í hann en hann á að fá tvær töflur tvisvar á dag af þeim. Það að opna munnin á Leó er ekki fyrir venjulegt fólk en sem betur fer datt mér ráð í hug sem virkar. Hann er nefnilega hrikalega svangur og má bara fá sérstakann dósamat í matskeiða formi fyrstu dagana og auðvitað er gleypugangurinn svo mikill að ef ég pakka töflunum inn í blautmatinn og læt detta til hans eins og nammi þá gleypir hann góssið án mótmæla.

Eitt sem mér fannst þó dáldið skondið við lyfin hans á skömtunarleiðbeininga seðlinum á öðru lyfinu stendur neðst Forðist notkun áfengis á meðan notkun lyfsins stendur.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er augljóst leiðbeiningarnar þýða að þú neyðist til að halda þér þurri í nokkra daga svo þú vitir hvað þú gefur Leó margar töflur yfir daginn ...

Nafnlaus sagði...

He he já uff þetta verður erfitt verkefni !!

Nafnlaus sagði...

Ætlaru að segja mér að Leó fái ekki að skola niður dósamatnum með góðu rauðvíni??

Nafnlaus sagði...

Já það lítur út fyrir það enda er hann alveg eyðilagður greyið. Vanur að fá rauðvín með dósamatnum, hvítt með þurrmatnum og bjór yfir fréttunum. Þetta er óttalegt eymdar líf á honum he he he he