fimmtudagur, maí 31, 2007

Píripú..
Vá hvað maður getur orðið pirraður út í heimsku fólks hvað er eiginlega að ??
  • Flaug vísvitandi í áætlunarflugi með berklasmit

  • Vá hvað fauk í mig þegar ég las þetta !! Ekkert mál að taka sénsinn á því að smita hóp af fólki af lyfjaónæmum berklum í eiginhagsmunasemi sinni. Ef hann er svo heppin að vera í 30% hlutfallinu sem lifir þessa tegund berkla af þá á hann að fara í fangelsi takk !!
    Ég öfunda ekki fólkið sem sat við hlið hans í flugvélunum sem þarf núna að fara í berklapróf og fá ekki niðurstöður af eða á fyrr en eftir nokkrar vikur. Ef þau hafa smitast erum við að tala um 70% líkur á að þau lifi það ekki af, allt út af einum vitlausum karli.

    Ég hef sjálf staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að hafa umgengist berklasmitaðan einstakling (ekki ónæmir berklar þó) og þurfa að fara í berklapróf bíða í nokkrar vikur eftir endanlegri niðurstöðu. Eins ólíklegt og það var að ég hefði smitast þá samt sat þetta alltaf á öxlinni á manni hvíslaði hvað ef.... þó maður léti kanski ekki á neinu bera. Meðferð við berklum felst í 6-12 mánaða sýklalyfjagjöf sem mér fannst nú alls ekki freistandi þar sem viku til 10 daga skamtar fara ekki vel í mig. Sem betur fer slapp ég með skrekkinn og hef þá vissu í veganesti að enn sem komið er hef ég ekki hitt berklabakteríuna mér til skaða. En þetta var samt ekki sérlega skemtileg reynsla og hvað þá ef þetta hefðu nú verið ónæma týpan úff....

    2 ummæli:

    Nafnlaus sagði...

    Ég held að fólk átti sig ekki á því að það er ekki hægt að lækna allt. Og ef það veikist þá fær það bara lyf en áttar sig kannski ekki á því hversu íþyngjandi lyfjagjöfin getur verið sbr. Hiv lyfjakokteilinn og berkalyfjagjöf. Fólk er fast í því að ekkert kemur fyrir mig hugsunarhátt og því að allir eigi "rétt" á því að gera það sem þeim sýnist. Þannig að ég er sammála þér PIRRIPIRR!

    Nafnlaus sagði...

    Nákvæmlega takk fyrir !!