fimmtudagur, maí 10, 2007


Það rignir ..

Það er alveg merkilegt hvað það getur ringt hérna en samt bara eftir að IKEA námskeiðunum lýkur á daginn. Í gær rölti ég um Delft verslaði, skoðaði gömlu kirkjuna en Nyja kirkjan er lokuð vegna breytinga. Ég sat svo úti í sólinni og drakk kaffi og naut lífsins. Á heimleiðinni sá ég svo önd með unga kúra sig undir væng hrikalega krúttlegt. Við áttum svo stefnumót við IT Crowdið á Argentínskum veitingastað í bænum um köldið. Það passaði GM rétt komst heim áður en það byrjaði að rigna og það ringdi létt á okkur á leiðinni á staðinn. IT-Crowdið samanstóð í þetta sinn af Tyrkja, Ísraela, spánverja, Inverja og manni af Asískum uppruna sem ég kann ekki nánari skil á. Það er ótrúlegt hvað IT gengin eru skemtilegir hópar ég þekkti engann nema Tyrkjann en það gerði sko ekkert til liðið hélt manni í stanslausu hláturskasti allann tímann. Eins og á Argentínska staðnum í Leiden tók eilífðartíma að fá matinn nokkrir úr hópnum höfðu ekkert borðað allann daginn og voru því nánas farnir að naga borðið. Ég hafið pantaði forétt sem lýst var svona" lax á sallati með olíu og ediksósu (sá fyrir mér ólívuolíu og balsamic edik eins og heima namm namm". En nei þetta reyndist soðinnlax í kokteilsósu...pff olíu og edikssósa pfffft... fínna orð yfir mæjonese man það næst. Maturinn fór svo allur í rugl og við fórum í leikinn hver pantaði rear steikina og líka hver á skósólann he he he. Ég og sessunautur minn lentum í slagsmálum við seigu steikurnar okkar og lá við mannfalli í látunum. En þegar kvöldið var búið voru nú allir samt saddir og sælir.
Á heimleiðinni opnuðust himnarnir hreinlega og það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Við höfðum náttúrlega gleymt regnhlífunum og hoppuðum því inn á bar sem varð á leið okkar til að leita skjóls undarn regninu. Það reyndist hin ágætasta ákvörðun við vorum ein á staðnum fengum fyrirtaks þjónustu virkilega gott kaffi og eðal bjór. Regninu slotaði lítið eitt og við náuðum að hlaupa heim án þess að gegnblotna.

Í morgun mátti GM svo hlaupa út í rigninguna meðan ég ákvað að sofa á mínu græna. Núna hefur stytt upp og ég er ekki frá því að það sjái til sólar. Ég nenni ekki í nein stórferðalög svo ég ætla að taka því rólega í dag fara og kaupa kaffi í Senseo vélina því það er svo hrikalega gott og mikið úrval hér og svo er ég að hugsa um að haga heima og lesa Dan Brown sem ég hef ekki mátt vera að þvá að opna síðan ég koma. Það er búið að vera nóg að gera og ég hef nú skemmt mér konunglega þó röflið í mér gefi kanski annað til kynna.

Í kvöld er okkru svo boðið í Eurovisionpartý hjá Íslendingi sem vinnur hér en á undan bjóða L.S í mat.

Engin ummæli: