miðvikudagur, ágúst 29, 2007
Einhver pestarlurða er að gera mér ókleyft að sofna svo þegar ég ætlaði að brölta fram úr steig ég ofan á inniskóinn minn ( sem mundi greinilega ekkert eftir mér ófétið að tarna note to self hringja í Vörutorg og panta gáfaða inniskó) missteig mig og hélt í smá stund að ég hefði tognað (var næstum farin að skæla úr sársauka) en sem betur fer þá var þetta bara svona hrottalegur sinadráttur. Þetta gerði það að verkum að ég er glaðvökunuð og sit því hér með auman kálfa og fokill út í heimska inniskóinn minn sem átti að muna hve mikil brussa ég er og forða sér. Ofan á það er hver sá sem hélt því fram að sinadráttur væri betri en enginn dráttur ofarlega á hit listanum hjá mér þessa stundina urrrr...
Þar sem ég sit hér alein um miðja nótt fær hundurinn ekki martröð og fer að gelta upp úr svefni mér brá svo að hjartað hoppaði upp í háls. Þegar ég var búin að jafna mig á þessu mátti ég gjöra svo vel og vekja hann, hann var svo ringlaður að hann hljóp í hringjum geltandi :-s Það var nú pínku fyndið að fylgjast með honum þó ég fyndi nú til með honum líka það er svo vont að fá martraðir og vera lengi að ná áttum eftir að maður vaknar.
Ætti ég að fara aftur inn í rúm og sjá hvort að Vörutorg getur ekki svæft mig úr leiðindum ?? Æi þegar ég hugsa málið betur þá er nú ekki líklegt að ég sofni undir því leiðinda sjónvarps efni er líklegri til að fá grænar bólur og varanlegan kjánahroll.
P.S. eða E.S.
Ef ykkur leiðist rosa mikið og vitið ekkert hvað þið eigið við tíma ykkar að gera þá er hér linkur á slidshow af uppáhalds myndunum mínum á Flickr:
Flickr
þriðjudagur, ágúst 28, 2007
Smá prufa
ég var að taka eftir alveg nýjum fídusum á blogger .... kanski eru þeir ekkert nýjir hafa alltaf verið hérna og ég bara ekki fattað það **roðn**
- Það er komið viðmót eins og í Word svo það verður auveldara að setja fídusa inn í færslur
- það er boðið uppá að setja videóklipp inn í bloggin
- Möguleiki á að lita texta
- Breyta leturgerð og stærð á letri
- Ítalskt letur
- Nú getur maður ráðið stærð og staðsetningu mynda eins og í word þarf ekki að finna út úr pixlafjölda og vera með eithvað vesen ef small, medium eða large formatið passar ekki fyrir myndina.
Þetta gæti átt eftir að auðvelda mér lífið í bloggheimum til muna :)
En allavega þá er allt við það sama hér á bæ við erum smátt og smátt að venja Önnu við að labba eina í og úr skóla gengur vel enn sem komið er.
Árni er búin að vera hálfgerður lasarus síðan á föstudag hefur mætt í skólann en er ósköp slappur með höfuðverk og kvef.... hann hefur móðurlega greiningu upp á kinnholubólgur og nú er bara að bíða og sjá hvort hann nær þessu úr sér á næstu dögum eða hvort hann þarf að fá pensilín.
Ásdís greyið er á fullu að komast að því hvað það er erfitt að vera unglingur og hvað heimur unglinganna er grimmur. Ég finn líka dáldið til þess hvað maður er vanmáttugur til að hjálpa til í þessum aðstæðum öðruvísi en að reyna að ræða málin og vera til staðar til að ræða og ráðleggja.
Ég man svo sem alveg eftir því hvernig það var að vera á hennar aldri og hvað þetta gat oft verið erfitt og pirrandi allt saman ég var ekki á þannig nótum við mína foreldra að ég gæti rætt þessi mál við þau svo mér finnst það nú nokkuð gott að Ásdís leitar þó til mín og ræðir málin sem gerir mig vonandi að pínku cool foreldri :)
föstudagur, ágúst 24, 2007
Haust 2007 ..
Haustið virðist ætla að byrja með stæl hjá okkur hér. Krakkarnir eru byrjaðir í skólanum og gengur vel enn sem komið er en bæði Árni og Anna komu slöpp heim úr skólanum í dag og eru sennilega að mynda sig til við að fá einhverja umgangspest urrr... ég vona þó að þetta gangi hratt yfir .
Við ætluðum norður í göngur um helgina en höfum ákveðið að blása ferðina af Guðni er fastur í bænum vegna vinnu, ég er er ófær um að keyra lengi vegna þess að bakið á mér er í steik og svo bætist við þessi lurða í krökkunum :S Ég var búin að hlakka þvílíkt til að fara enda finnst mér ótrúlega gaman að fara í göngur og toppnum er náð þegar farið er að draga í sundur. Ég verð víst að sætta mig við að lufsast í bænum en en hefði nú alveg getað hugsað mér að gera eithvað skemtilegra en það. Guðni verður í standandi veisluhöldum um helgina en það er svaka húllum hæ í gangi í vinnunni hjá honum um helgina svo han mun væntanlega lítið sjást heima.
Annars er Anna í þessum töluðum orðum greinilega að hressast eithvað *krossa fingur*
Hún var nú alveg í essinu sínu í gær. fór út að leika sér gróf upp tvo ánamaðka og tilkynnti mér að þeir væru kóngurinn og drottningin og hún ætlaði að byggja handa þeim höll.
miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Já haldiði ekki að Anna sé með fyrstu lausu tönnina sína ..... Anna kom skoppandi á móti mér þegar ég sótti hana á leikskólann í dag og tilkynnti mér stolt að hún væri með lausa tönn og viti menn ein af framtönnunum í neðri góm er laf laus. Ég held að liti grísin minn sé enn stærri en ég gerði mér grein fyrir. Hinir krakkarnir voru reyndar orðnir 7 ára eða komin langt á sjöunda ár áður en tennurnar voru farnar að losna í þeim svo Anna sló met með þessu :)
Vá hvað tíminn flýgur..
Úff ég var að átta mig á því hvað börnin mín eru orðin stór !! Ég var að prenta út innkaupalista fyrir 6. og 9. bekk argh hvernig getur svona ung kona átt svona stór börn :s
Við fórum og keyptum skólatösku og skólaföt fyrir Önnu og ég uppgötvaði þá að ég var í afneitun á því hvað Anna er orðin stór þegar ég reyndi að troða henni í föt sem voru 2 númerum of lítil *roðn* Ég hélt að hún væri einhverstaðar á bilunu 104 - 110 en hún reyndist nota stærð 116 sem betur fer lét ég hana máta fötin áður en þau voru keypt. Anna bræddi mig náttúrlega eins og smjör þar sem við stóðum inn í mátunarklefanum í Hagkaup og vorum að keppast við að máta föt. Hún stoppaði augnablilk leit á mig sínum bláu augum og sagði í sínum einlægasta tón " Mikið er ég heppin að eiga svona góða mömmu og góðan Pabba" *bráðn vikunnar*
Það er fátt eins skemtilegt og að kaupa fyrstu skólatöskuna það hættir aldrei að vera krúttlegt en samt óborganlega fyndið að setja skólatösku á barn sem stendur varla upp úr eða niður undan töskunni. Maður hefur á tilfinningunni að ef maður setur eitt epli og einn banana í töskuna þá muni þau detta aftur fyrir sig. Anna er yfir sig ánægð með fötin og töskuna og bíður nú spennt eftir að hætta á leikskólanum (á fimtudaginn) og byrja í skólanum ( miðvikudag í næstu viku).
Ég lenti í smá klandri þegar ég fór að sækja Önnu á leikskólann dagin eftir stórinnkaupin því ég mætti eins og venjulega á leikskólalóðina og horfði yfir völlinn í leit að bleikasta barninu en sá ekkert ofurbleikt barn. Það tók mig smá stund að finna Önnu enda var hún í nýju fötunum sem samanstóðu af grænum og brúnum camouflage buxum, bláum jogging jakka og grænu camó Hello Kitty buffi, ekkert bleikt þar nema smá deplar í buffinu.
mánudagur, ágúst 13, 2007
Stundum held ég
... að þegar sú sem sér um stjörnu spána í Mogganum og MBL.is tekur töflurnar sínar þá fái hún óhugnarlega mikla innsýn í mitt líf .............
Vog: Þú ert þreyttur á að þurfa sífellt að vera til staðar. Það er góð afslöppun að draga sig til hlés og horfa á mannlífið líða hjá. Það er fallegt
En á skemtilegri nótunum þá eigum við Guðni 13 ára samvistar afmæli í dag :) Ótrúlegt hvað 13 ár geta liðið hratt mér finnst nánast eins og það hafi verið í gær eða fyrra dag sem ég græddi hann í kaupbæti við hamborgara og franskar á Aktu Taktu ;)