miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Vá hvað tíminn flýgur..
Úff ég var að átta mig á því hvað börnin mín eru orðin stór !! Ég var að prenta út innkaupalista fyrir 6. og 9. bekk argh hvernig getur svona ung kona átt svona stór börn :s
Við fórum og keyptum skólatösku og skólaföt fyrir Önnu og ég uppgötvaði þá að ég var í afneitun á því hvað Anna er orðin stór þegar ég reyndi að troða henni í föt sem voru 2 númerum of lítil *roðn* Ég hélt að hún væri einhverstaðar á bilunu 104 - 110 en hún reyndist nota stærð 116 sem betur fer lét ég hana máta fötin áður en þau voru keypt. Anna bræddi mig náttúrlega eins og smjör þar sem við stóðum inn í mátunarklefanum í Hagkaup og vorum að keppast við að máta föt. Hún stoppaði augnablilk leit á mig sínum bláu augum og sagði í sínum einlægasta tón " Mikið er ég heppin að eiga svona góða mömmu og góðan Pabba" *bráðn vikunnar*
Það er fátt eins skemtilegt og að kaupa fyrstu skólatöskuna það hættir aldrei að vera krúttlegt en samt óborganlega fyndið að setja skólatösku á barn sem stendur varla upp úr eða niður undan töskunni. Maður hefur á tilfinningunni að ef maður setur eitt epli og einn banana í töskuna þá muni þau detta aftur fyrir sig. Anna er yfir sig ánægð með fötin og töskuna og bíður nú spennt eftir að hætta á leikskólanum (á fimtudaginn) og byrja í skólanum ( miðvikudag í næstu viku).
Ég lenti í smá klandri þegar ég fór að sækja Önnu á leikskólann dagin eftir stórinnkaupin því ég mætti eins og venjulega á leikskólalóðina og horfði yfir völlinn í leit að bleikasta barninu en sá ekkert ofurbleikt barn. Það tók mig smá stund að finna Önnu enda var hún í nýju fötunum sem samanstóðu af grænum og brúnum camouflage buxum, bláum jogging jakka og grænu camó Hello Kitty buffi, ekkert bleikt þar nema smá deplar í buffinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
sætt sætt
Já undarleg hvað börnin eldast en við ekki.. ég er sjálf t.d ekki deginum eldri en 25 ára.. samt unglingurinn minn 15 ára.. fulardult..
Skrifa ummæli