þriðjudagur, ágúst 28, 2007


Smá prufa

ég var að taka eftir alveg nýjum fídusum á blogger .... kanski eru þeir ekkert nýjir hafa alltaf verið hérna og ég bara ekki fattað það **roðn**



  1. Það er komið viðmót eins og í Word svo það verður auveldara að setja fídusa inn í færslur

  2. það er boðið uppá að setja videóklipp inn í bloggin

  3. Möguleiki á að lita texta

  4. Breyta leturgerð og stærð á letri

  5. Ítalskt letur
  6. Nú getur maður ráðið stærð og staðsetningu mynda eins og í word þarf ekki að finna út úr pixlafjölda og vera með eithvað vesen ef small, medium eða large formatið passar ekki fyrir myndina.

Þetta gæti átt eftir að auðvelda mér lífið í bloggheimum til muna :)


En allavega þá er allt við það sama hér á bæ við erum smátt og smátt að venja Önnu við að labba eina í og úr skóla gengur vel enn sem komið er.


Árni er búin að vera hálfgerður lasarus síðan á föstudag hefur mætt í skólann en er ósköp slappur með höfuðverk og kvef.... hann hefur móðurlega greiningu upp á kinnholubólgur og nú er bara að bíða og sjá hvort hann nær þessu úr sér á næstu dögum eða hvort hann þarf að fá pensilín.

Ásdís greyið er á fullu að komast að því hvað það er erfitt að vera unglingur og hvað heimur unglinganna er grimmur. Ég finn líka dáldið til þess hvað maður er vanmáttugur til að hjálpa til í þessum aðstæðum öðruvísi en að reyna að ræða málin og vera til staðar til að ræða og ráðleggja.
Ég man svo sem alveg eftir því hvernig það var að vera á hennar aldri og hvað þetta gat oft verið erfitt og pirrandi allt saman ég var ekki á þannig nótum við mína foreldra að ég gæti rætt þessi mál við þau svo mér finnst það nú nokkuð gott að Ásdís leitar þó til mín og ræðir málin sem gerir mig vonandi að pínku cool foreldri :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

.... þú ert bara coolust