þriðjudagur, janúar 08, 2008
Gleðilegt nýtt ár
Elsku snúðarnir mínir gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allar heimsóknirnar og kommentin á árinu sem liðið er.
Eithvað er fólk að kvarta undan bloggleysi og það verður að viðurkennast að ég er að hrökkva uppaf úr bloggleti. Ekki veit ég svo sem hvað veldur *hux* Tíminn sem ég hef verið fyrir framan tölvuna upp á síðkastið fer í að þvælast um Second Life með vinum mínum úr BF2C og það er ótrúlega gaman að þvælast um sýndarheim með þessum gaukum. Þetta er svoldið sniðugt þegar fólk getur ekki djammað saman vegna hnattfræðilegrar afstöðu. Þegar ég er ekki í SL þá er ég að keppa í BF2C og þess utan þá er ég bara ekkert í tölvunni. Allur minn tími fer í heimilisstörf, uppeldi og heimanám.
Annars er allt gott að frétta Ásdís er búin að fjárfesta í skellinöðru og núna vantar hana bara námskeið svo að hún geti fengið æfingaleyfi á hjólið. Mikið rosalega hafa skellinöðrur orðið mikið flottari en þegar ég var unglingur. Hjólið sem hún keypti lítur út eins og alvöru mótorhjól og er bara nokkuð cool (myndir síðar). Ég er nú farin að hlakka dáldið til að hún verði sjálfbær með að koma sér í og úr vinnu og slíkt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Það er bara töluverður léttur að fá loksins að lesa pistlana þína...þakka þér fyrir að leysa mig úr ánauð :-) Maður er bara vænglaus þegar maður sér ekki staf frá þér í 2 tíma!! múhahahahaha það er svona þegar vinir hittast sjaldan.... Óska Ásdísi til lukku með skellinöðruna :-)..... Ertu komin í skóla?
kveðja
bílskúrsfelarinn
Nei ég er ekki komin í skóla á bara 3 börn í skóla *andvarp*
Annars er nú ýmislegt í pípunum hjá mér í þeim efnum og þegar og ef línur skýrast frekar koma kanski frekari fréttir.
En já það er hrikalegt hvað við hittumst sjaldan :(
múhahaha - já það er víst þetta með börnin :-)
nú er maður bara orðinn spenntur hvað "Tuttugustu og fyrstu aldar sjúkraliði og móðir á barmi taugaáfalls.........."(matartæknirinn) tekur sér fyrir næst í skólamálum.....
kveðja
bílskúrsfelarinn
Kemur í ljós með hækkandi sól ;)
Skrifa ummæli