Nei hættiði nú alveg
Ég vissi nú ekki alveg hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég last þesa frétt í dag DV
Ef lögin hér eru þannig að það komi til greina að eftirfarandi til refsilækkunar, "þá hetjudáð að sigla skútunni yfir hafið með rifin segl og ónýta talstöð ", þá er mér nú allri lokið. Í mínum augum er þetta ekki hetjudáð heldur meira einbeittur brotavilji eða í besta falli hálfvitagangur.
Annars er lítið að frétta héðan úr sveitinni mér finnst heldur gróft samt að þeir spá 16 stiga frosti á Vífilstaðaveginum á morgun skv. textavarpinu hjá RÚV. Mér finnst nú alvöru sveitastemming yfir því að hafa veðurstöð í næsta nágrenni og vera á sér spásvæði he he he Annars fylgdi fréttinni að það væri spáð 4 metrum á sekúndu á sama stað og því mun frostið jafngilda -21 gráðu takk fyrir.
Krakkarnir fengu einkunnir og umsögn frá skólanum í gær og ekki annað hægt en að vera ánægður með með þau. Meðaleinkuninn hjá Árna er 8,1 sem ég er mjög sátt við.
Ásdís er byrjuð í bóknáminu fyrir skellinöðruprófið og á bara kvöldið í kvöld eftir hún fer svo í verklegar æfingar með hækkandi sól.
Af mér sjálfri er eithvað lítið og ræfilslegt að frétta ég er búin að vera hálf lufsuleg upp á síðkastið en það byrjaði allt með Liljum og endaði með veikindum. Ég er farin að sjá samhengi milli ofnæmiskasta og veikinda það er farið að líta svo út að ef ég fæ slæmt ofnæmiskast þá flippi kerfið bara út og sé viðkvæmara en ella fyrir bakteríum og öðru rusli úr umhverfinu.
Ekki hjálpaði svo til að ég tók vitlausan styrkleika af ofnæmistöflum á mánudaginn sem sló mig út í einn og hálfan sólarhing ég svaf sleitulaust í 17 tíma toppiði það. Ég er svo hrikalegur hænuhaus að það er bara leitun að öðru eins ég býð hreinlega ekki í það ef ég þyrti einhverntímann á alvöru verkjalyfjum að halda þá myndi ég sennilega enda í öndurnarvél af músarskamti :S
Í tilefni af þorranum reyndi ég svo að bjóða vinum mínum í BF2C til landsins í mat og brennivín ég er hálf hneyksluð á þeirri staðreynd að þeir höfðu ekki áhuga. Að vísu var einn þeirra til í að koma en sá kallar ekki allt ömmu sína í matarmálum en hann hefur ferðast víða um heim og m.a. lagt sér til munns sporðdreka og kýrmaga á ferðum sínum um Asíu. Læt fylgja mynd af góðgæti þessa sænska félaga míns.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hæ vinkona....
ég vona að þú hafir ekki náð þér í þessa villimannspest sem ég er búin að liggja í síðan á sunnud. síðasta.... jakkkkkk!!!
láttu þér batan
bílskúrsfelarinn
Skrifa ummæli