sunnudagur, febrúar 24, 2008


Hey hey hey ...

..... I have to stay I can't get to Serbia this way ...

Jæja þá er það ljóst að Gilzeneggerinn fer ekki til Serbíu en fulltrúar okkar þetta árið eru svo sem ekkert slor :) Ég kann að vísu af einhverjum ástæðum ekki við lagið en það kanski venst, ég gladdist að vísu mikið yfir að það var búið að taka út háa Cið hennar Regínu því það pirraði mig alveg óstjórnlega. Það er einhvernveginn þannig að þó að sumt sé hægt þá er þar með sagt að það sé vit í að gera það. Annars var flutningurinn hjá þeim barasta fínn og ekkert út á þau að setja nema lagið mætti vera minna híttífyrra júróvision. En kanski er það sem þarf til að komast upp úr forkeppninni, ég skil ekki júróvision uppáhaldslögin mín komast aldrei áfram eða í topp tíu.
Annars var þetta kvöld lélegra útsetninga Baggalútsmenn voru búnir að skemma sitt lag með því að poppa það upp. Þetta á bara að vera svona heimilislegur kántrý slagari alveg ópoppaður.
Ekki veit ég hvað Barði var að hugsa ef hann vara þá yfir höfðu að hugsa eithvað annað en hann vildi alls ekki fara til Serbíu þegar hann breytti útsetningunni á sínu lagi. Jemundur minn það var barasta sárt að hlusta á söngin hjá stelpunum og var nú alveg nauðsynlegt að bæta laglausri bakrödd við lagið, var meiningin að tveir mínusar gera plús eða ?? Annars stóð hann Egill minn sig nú bara vel á nótunni á hjómborðinu alltaf sami snúðurinn þessi strákur *fliss*

Ragnheiður Gröndal var fín fyrir utan partinn þar sem hún lá útaf þar vantaði svoldið botninn í sönginn enda ekkert grín að syngja útafliggjandi. Mér fundust þeir Buffararnir líka skemtilega heimilislegir þarna á bakvið.

Dr. Spock lagið finnst mér hrikalega fyndið þetta er hreint Geðveikt lag rétt eins og einhver í alvarlegu geðklofakasti hafi samið það he he he . Þetta er ekki lag sem ég mun hlusta á af egin frumkvæði en ég er ekki viss um að ég muni skipta um stöð ef ég rekst á það :)

Hin tvö lögin hef ég svo sem ekkert um að segja voru varla fugl né fiskur ekkert slæm en ekkert góð heldur.

Annars er lítið héðan að frétta ég er enn ónýt í bakinu ætla að gera heiðarlega tilraun til að komast til læknis á morgun þetta getur ekki gengið svona lengur. Ég er óvinnufær, geng um vaggandi eins og gæs og tek hænuskref ég get ekki einu sinni sinnt heimilinu svo ástandið hér er vægast sagt ekki mönnum bjóðandi *hrollur* Ég fór í regndropameðferð til Bergþóru í gær og var betri í bakinu langt fram á kvöld og það var hreint frábær tími !! Ótrúlega skrítið hvað er gott að finna ekkert þegar maður er búin að vera með verki eða veikur lengi þá er alveg spes tilfinning dagurinn sem manni er ekki illt manni þarf ekki að líða vel bara að þetta að vera ekki illt.

Ásdís er skárri í fætinum ekki orðin góð en er betri og fór í vinnu í gær og gekk vel svo hún er nú vonandi að koma til.

Annars fann ég ágætis síðu sem vegur á móti óhóflegri bjartsýni og öðru slíku rugli náði að glotta nokkrum sinnum despair.com





2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey guðný þu kemur bara í nudd :)láttu þér batna

kv solla

Nafnlaus sagði...

Takk takk
Geri það um leið og ég er búin að fá pottþétt að ég er ekki með brjósklos í bakinu :)