sunnudagur, febrúar 29, 2004

Spurning vikunnar er Russel Crow Ástralskur eða Nýsjálenskur ???

Heitar umræður á
  • Málefnin
  • en þessi spurning réð úrslitum í Gettu betur á fimmtudaginn. Urr ég vildi óska þess að MR hefði dottið út ég þoli ekki að þeir hafi unnið non stop í hvað var það 11 ár eða eithvað svoleiðis.

    Mér finnst að það ætti að telja Russel norskan því mamma hans er víst norsk að uppruna. En samkvæmt þessu hér
  • Russel Crow
  • verður maður víst að sætta sig við að hann er Nýsjálenskur.
    Sumar fréttir koma mér minna á óvart en aðrar !!!

    Tekið af mbl.is:
    "Starfsfólk öldrunarþjónustu úrvinda í lok hvers vinnudags"

    "Starfsmenn í öldrunarþjónustu eru undir miklu líkamlegu og andlegu álagi. Þetta kemur fram í rannsókn sem Vinnueftirlit ríkisins gerði en greinar upp úr henni hafa verið að birtast að undanförnu í erlendum fagtímaritum. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós var að 74% svarenda sögðu starfið líkamlega erfitt.
    Sýndu niðurstöðurnar sterk tengsl á milli tiltekinna vinnuskipulagsþátta og þess að vera andlega úrvinda í lok vinnudags, þess að finnast starfið andlega erfitt og lítillar starfsánægju. Meira en helmingur starfsmanna sagðist oft eða stundum vera líkamlega eða andlega úrvinda eftir vinnuvaktirnar. Sjúkraliðar og ófaglærðir í umönnun eru þeir hópar sem töldu starfið einna erfiðast og voru helst úrvinda eftir vinnu."
    "Slítandi og þögult starf

    Kristinn Tómasson, yfirlæknir á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins, segir að rannsóknin hafi verið áhugaverð þar sem álagið sé mikið á starfsfólki í öldrunarþjónustu.

    „Það má segja að þetta sé slítandi og þögult starf, sem ekki er mikið fjallað um.“ segir Kristinn"



    Já ég var að vinna við þetta síðasliðið sumar og ég get nú ekki annað en tekið undir að þetta starf er slítandi andlega og líkamlega og veitir litla ánægju því miður. Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir þegar ég hætti í öldruninni og fór að vinna við hjúkrun skurðsjúklinga og augnsjúklinga er að ég er ekki að drepast í bakinu á eftir og oftast ekki þreytt á sálinni eftir vaktina. Auðvitað er ég oft þreytt eftir vaktirnar á 12-E en það er af allt öðrum toga. Það er bara eðlilegt að vera þreyttur (sérstaklega í fótunum) eftir 8 - 9 tíma af stanslausum hlaupum fram og til baka út og út um allan spítala. En það er ekki eðlilegt að vera slitin upp að hnjám, búinn í bakinu með mikla og slæma vöðvabólgu í öxlunum og ofan í þetta þreyttur í sálinni líka eftir aðeins 5 tíma vinnu. Það er ekki beint leiðninlegt að vinna í öldrunarþjónustu en það er slítandi og erfitt og oft er þetta illa borgað og vanþakklátt starf líka. Ég dáist að fólki sem endist í þessu ár eftir ár og heldur sönsum. Það er sorgleg staðreynd að í öldrunarþjónustunni er þónokkuð um fólk sem er orðið útbrunnið og kalt sem á ekkert eftir til að gefa og hefur kanski aldrei átt erindi í hjúkrun af neinu tagi. Eftir að hafa kynnst þessum geira bæði sem starfsmaður og líka í gegnum það þegar amma var á dvalarheimili finnst mér ekkert sérlega spennandi tilhugsun að verða mjög fullorðin og enda á elliheimili.

    fimmtudagur, febrúar 26, 2004

    Það er víst ekki rétt sem ég sagði hér að neðan ég byrjaði daginn á því að vakna, vekja Önnu og skríða fram úr til þess eins að uppgötva að Leó hafði kúkað út um allt. Fyrir framan rúmið mitt og svo var kúkur með meters milli bili fram að hliði. Urr mér finnst svona ekki gaman en sem betur fer gerist þetta ekki oft, orðin 1 eða 2 mánuðir síðan Leó fékk í magan og skildi eftir lorta um allt. Vona að hann sé ekki að fá í magann núna.
    Byrjaði daginn á því að snoða soninn að munaði minnstu að ég tæki kambinn af klippunum og færi alveg niður að skinni. En eftir nokkrar pælingar ákvað ég að það væri nú svona bit overboard og og þyrfti kanski að taka mér smá taki í lúsahræðslunni. ákvað að leyfa drengnum að halda ca. 5mm löngum broddum. Svo var hann náttúrlega baðaður og preventeraður. þegar þessu var lokið dreif ég mig út góða verðrið með pabba, Árna og Leó enda algerlega frábært veður. Við keyrðum út á Álftanes að Bala. Þar var fyrir fólk með 2 hunda Sheffer og Labrador. Sheffernum var nú ekki vel við að Leó væri að þvælast þarna og rauk á hann og hugðist gera útaf við hann á nýjum met tíma. Eigandinn sem betur fer þekkti sinn hund og var með hann mýldan svo að hann gat nú ekki bitið. En Leó greyið var skelfingu lostinn enda var ekki mikið mál fyrir shefferinn að valta hann undir sig og standa þannig ógnandi yfir Leó að hann mátti sit hvergi hræra. Úr því shefferinn var mýldur var reynslan svo sem ekki sú skelfilegasta sem ég hef orðið fyrir langt frá því. Ég uppgötvaði þarna að ef hundurinn getur ekki bitið er hann tiltölulega meinlaus í mínum augum, Leó er ögugglega ekki á sama máli. Ég hefði ekki boðið í ástandið ef hundurinn hefið ekki verið mýldur þá ætti ég sennilega ekki hundi í dag. Ég og eigandinn náðum að stía þeim í sundur, og hafði Leó í taumi þar til að við vorum komin í hæfilega fjarlægð frá Sheffa og félögum. Leó reyndi að vísu síðar í göngutúrnum að vingast við Sheffa aftur en þurfti frá að hverfa en komst af eigin rammleik í það skiptið. Við nutum veðurblíðunnar við fjöruna, Árni skemmti sér við að henda steinum út í frosna tjörn við pabbi stóðum í sólskininu og fersku sjáfarloftinu hlustuðum á niðin í hafinu og nöldrið í öndunum sem voru í hóp rétt utan við ströndina, hreint út sagt frábært. Þegar þessu var lokið fórum við í bíltúr enduðum upp í Odda að kaupa ritföng og skólavörur fyrir Árna. Svo stoppaði ég á Mc Donalds og keypti hammara og með því handa Árna. Fór að sækja Önnu á leikskólann. Að þessu loknu komum við svo heim ég er að keppast við að vera dugleg þvo þvott og slíkt en það gengur ekki alveg jafn vel og ég hafði látið mig dreyma um ég er eithvað svo bensínlaus allt í einu.
    **Geysp** hvað mig langar að leggja mig.
    Ummmm hér er ilmur af lavender og rósmarín í loftinu.......................
    Já þið haldið kanski að það sé af hinu góða já elsku sakleysingjarnir mínir en svo er ekki. Viti þið hvað það þýðir þegar allt fer að ilma af Rósmarín og Lavender. Það skal ég segja ykkur það þýðir að það er lúsafaraldur í nágrenninu. Ofan greind lykt er af forvarnar meðali gegn lús einskonar lúsafælu Aromaclear Preventor sem við notum hér þegar svona aðstæður koma upp. Við höfum verið laus við svona óværu enn sem komið er 7,9,13 líka áður en við uppgötvuðum þessa blessuðu lúsafælu, kanski erum við bara svona óæt, en mér finnst betra að hafa vaðið fyrir neðan mig svo við munum ilma eins og rósmarín og lavender út þessa og næstu viku að minnsta kosti.
    **KLÆI*** KLÆI**

    miðvikudagur, febrúar 25, 2004

    Komment dagsins er að finna á malefnin.com í umræðum undir fjölmiðlar - slæmar auglýsingar. Ég grét úr hlátri þegar ég sá þessa umræðu frá einhverjum sem nefnir sig Spanni :
    "Varðandi auglýsinguna sem Geir Ólafsson syngur á útv. Sögu. Þá verður mér alltaf hugsað til þess hvað hann og Óðríkur Algaula í Ástríkssögunum eiga margt sameiginlegt. Í fyrsta lagi eru þeir sláandi líkir. enginn tekur þá alvarlega sem söngvara og allir leggja á flótta þegar þeir opna munninn. En eflaust bestu drengir þrátt fyrir allt"

    TEKIÐ AF malefnin.com


    Ég grét úr hlátri þegar ég las þetta því Spanni hittir naglann bein á höfuðið Geir Ólafs og Óðríkur Algaula eru ótrúlega líkir.
    Mynd þessu til stafestingar má sjá hér
  • Baggalútur.is
  • Ég er búin að æða um allan bæ með Árna að leita að öskudagsbúningi. Forsaga málsins er sú að Árna er búið að dauðlanga í Terminator búning sem auglýstur var í Leikbæ á 3800 kr. við hjónin þver tókum fyrir að kaupa svo dýran búning handa honum. Hann reyndi að fá ömmu og afa til að fjárfesta í gersemninni en það tókst ekki heldur. Amma og afi voru aftur á móti svo góð að gefa honum 2000 krónur. Árni átti fyrir 500 krónur og nú ætlaði hann að fara að finna sér búning sem kostaði að hámarki 2500. Stefnan var tekin á Ninja búning eins og Skúli vinur hans á og var á réttu verði. En í Leikbæ var okkur sagt að þeir væru sko löngu uppseldir í öllum Leikbæjarbúðunum( með augnaráði sem sagði eitthvað til um skoðun viðkomandi á móður barnsins) og ef við ætluðum að fá Ninja búninga þá yrðum við að koma um leið og Leikbæjarbæklinguinn kæmi út (annað augnaráð). Við ákváðum þá að kíkja í Smáralindina og athuga hvað þar væri til af búningum. Enginn var þar Ninja búningurinn en þar var draumabúningurinn hans Árna á 40% afslætti. Þar með kostaði hann aðeins 2300 og árni gat keypt hann og átt smá afgang.
    Hahhh búðarkona við fengum sko flottan búning og ódýrari en hjá þér ULL. úps missti mig aðiens **roðn**
    Eins og er er Árni Terminator á öskudagsskemtun út í Ásgarði og þegar hann kemur heim ætlum við að fara út og kaupa okkur ís og pulsu.
    Anna var himinlifandi yfir öllum þessum skrítnu skeppnum sem við sáum á ferðum okkar. Hrifnust var hún samt af Línu langsokk sem var allstaðar á ferðinni. Ég fékk þá flugu í höfðuðið a finna Línubúning handa henni. Hún var voða hrifin af hugmyndinni og songlaði Anna Lína, Anna Lína langsokkur fyrir munni sér meðan við leitðuðum að búningnum. Hann fannst og var keyptur að vísu fékkst ekki hárkollan með en skítt með það. Þegar kom að því að Anna klæddist búningnum góða þá kom nú heldur betur annað hljóð í strokkinn og Anna þver neitaði með öllu að fara í Línufötin. NEI TAKK sagið hún pennt og argaði svo á móður sína. Sem betur fer er búningurinn stór og dugar sennilega næstu 2 öskudaga svo í búninginn fer hún hvort sem það verður núna, næst eða þarnæst.
    Var ég búin að segja ykkur það Anna er á mótþróaskeiðinu og tekur það mjög alvarlega að vera 2ja og hálfs og á mótþróanum. Hún segir alltaf nei alveg sama um hvað er spurt núna þessa dagana svo argar hún og æpir ef hún fær ekki það sem hún vill eða vill ekki. Mamma og Pabbi eru alveg ómöguleg því þau hlusta ekki á hana og fara bara sínu fram ojjbarsta. Svo finnst Önnu mjög gaman að biðja um eithvað helst eithvað úr dósum sem þarf að opna með tilstandi td. abt mjólk svo þegar hún er komin á borðið er argað NEI vill ekki, fúlsað við öllu saman og hlaupið burtu. Önnu finnst líka alveg tilheyra að bíta og hárreyta bróður sinn. Helst skal líka frussa á þá sem eru að skamma hana og tilkynna þeim "nú e ég rei" með tileyrandi grettum og augnabrúnahleypingum. Það er ekki að ástæðulausu að kaninn kallar þetta skeið the terrible two´s

    þriðjudagur, febrúar 24, 2004

    Sáu þið fréttirnar á RUV í gær þar var sagt frá því að yfirdýralæknir fór í heimsókn að Dalsmynni. Þar gerði hann aðeins 11 athugasemdir. Hann vildi meina að hundarnir væru flestir velhirtir og flestir vel nærðir og almennt hamingjusamir. Hann vildi samt að hundunum á búinu yrði fækkað. En í heildina kom heimsóknin vel út. Mér finnst frábært að athyglin og umfjöllunin sem búið hefur fengið hefur gert það að verkum að þau hafa tekið sig eithvað á og eru að vinna í sínum málum. Með batnandi fólki er best að lifa !!!
    Vá reyndi einusinni enn að blogga um árshátíðina þá fór letrið alt í rugl aftur svo ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég ætla bara að segja það var ógeðslega gaman. Reyni kanski aftur síðar. Kanski hefur bloggið ofnæmi fyrir umjföllun um aðal skemtiatriði kvöldisns. Skil það vel að vísu ég hef hastarlegt ofnæmi fyrir því líka !!
    Held ég hafi óvart fundið út úr þessu með greinar skilin, línubil og slíkt.
    Sko mína ekki bara sæt ............líka gáfuð !!!!
    ARGH mér er lífsins ómögulegt að gera greinarskil textinn verður hér eftir allur í belg og biðu. Týpískt ef það er ekki eitt þá er það annað. Er búin að eyða 2 tímum í að finna út úr hverig maður breytir litum og slíkt. Fer sennilega fjallabaksleiðina þar sem ég kann ekkert á html kóda. ISS ég er farin að sofa. Sniff sniff Ásdís er farin til ömmu sinnar og afa og flýgur til Köben eldsnemma í fyrramálið.
    Setning dagsins: "Honum verður leitt í gegnum ´etta"

    Ég stóðst ekki að setja þetta hér því það gekk svo fram af mér í morgun þegar bakari sem var að ræða við Gulla og Heimi í íslandi í bítið í morgun lét þessa flakka.

    mánudagur, febrúar 23, 2004

    I ljosi tess ad letrid er allt komid i klessu er eg ad hugsa um ad slatra blogginu og breyta og vonandi baeta.