miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Ég er búin að æða um allan bæ með Árna að leita að öskudagsbúningi. Forsaga málsins er sú að Árna er búið að dauðlanga í Terminator búning sem auglýstur var í Leikbæ á 3800 kr. við hjónin þver tókum fyrir að kaupa svo dýran búning handa honum. Hann reyndi að fá ömmu og afa til að fjárfesta í gersemninni en það tókst ekki heldur. Amma og afi voru aftur á móti svo góð að gefa honum 2000 krónur. Árni átti fyrir 500 krónur og nú ætlaði hann að fara að finna sér búning sem kostaði að hámarki 2500. Stefnan var tekin á Ninja búning eins og Skúli vinur hans á og var á réttu verði. En í Leikbæ var okkur sagt að þeir væru sko löngu uppseldir í öllum Leikbæjarbúðunum( með augnaráði sem sagði eitthvað til um skoðun viðkomandi á móður barnsins) og ef við ætluðum að fá Ninja búninga þá yrðum við að koma um leið og Leikbæjarbæklinguinn kæmi út (annað augnaráð). Við ákváðum þá að kíkja í Smáralindina og athuga hvað þar væri til af búningum. Enginn var þar Ninja búningurinn en þar var draumabúningurinn hans Árna á 40% afslætti. Þar með kostaði hann aðeins 2300 og árni gat keypt hann og átt smá afgang.
Hahhh búðarkona við fengum sko flottan búning og ódýrari en hjá þér ULL. úps missti mig aðiens **roðn**
Eins og er er Árni Terminator á öskudagsskemtun út í Ásgarði og þegar hann kemur heim ætlum við að fara út og kaupa okkur ís og pulsu.
Anna var himinlifandi yfir öllum þessum skrítnu skeppnum sem við sáum á ferðum okkar. Hrifnust var hún samt af Línu langsokk sem var allstaðar á ferðinni. Ég fékk þá flugu í höfðuðið a finna Línubúning handa henni. Hún var voða hrifin af hugmyndinni og songlaði Anna Lína, Anna Lína langsokkur fyrir munni sér meðan við leitðuðum að búningnum. Hann fannst og var keyptur að vísu fékkst ekki hárkollan með en skítt með það. Þegar kom að því að Anna klæddist búningnum góða þá kom nú heldur betur annað hljóð í strokkinn og Anna þver neitaði með öllu að fara í Línufötin. NEI TAKK sagið hún pennt og argaði svo á móður sína. Sem betur fer er búningurinn stór og dugar sennilega næstu 2 öskudaga svo í búninginn fer hún hvort sem það verður núna, næst eða þarnæst.
Var ég búin að segja ykkur það Anna er á mótþróaskeiðinu og tekur það mjög alvarlega að vera 2ja og hálfs og á mótþróanum. Hún segir alltaf nei alveg sama um hvað er spurt núna þessa dagana svo argar hún og æpir ef hún fær ekki það sem hún vill eða vill ekki. Mamma og Pabbi eru alveg ómöguleg því þau hlusta ekki á hana og fara bara sínu fram ojjbarsta. Svo finnst Önnu mjög gaman að biðja um eithvað helst eithvað úr dósum sem þarf að opna með tilstandi td. abt mjólk svo þegar hún er komin á borðið er argað NEI vill ekki, fúlsað við öllu saman og hlaupið burtu. Önnu finnst líka alveg tilheyra að bíta og hárreyta bróður sinn. Helst skal líka frussa á þá sem eru að skamma hana og tilkynna þeim "nú e ég rei" með tileyrandi grettum og augnabrúnahleypingum. Það er ekki að ástæðulausu að kaninn kallar þetta skeið the terrible two´s

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

http://markonzo.edu http://socionics.org/user/Profile.aspx?UserID=29451 http://aviary.com/artists/steamcleaners http://www.pyzam.com/profile/3332340 http://blog.bakililar.az/gerberknives/ http://www.rottentomatoes.com/vine/showthread.php?p=17358719 http://avatars.imvu.com/Guest_adjustablebeds http://www.freecodesource.com/user/profile-365274.html