þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Sáu þið fréttirnar á RUV í gær þar var sagt frá því að yfirdýralæknir fór í heimsókn að Dalsmynni. Þar gerði hann aðeins 11 athugasemdir. Hann vildi meina að hundarnir væru flestir velhirtir og flestir vel nærðir og almennt hamingjusamir. Hann vildi samt að hundunum á búinu yrði fækkað. En í heildina kom heimsóknin vel út. Mér finnst frábært að athyglin og umfjöllunin sem búið hefur fengið hefur gert það að verkum að þau hafa tekið sig eithvað á og eru að vinna í sínum málum. Með batnandi fólki er best að lifa !!!

Engin ummæli: