fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Byrjaði daginn á því að snoða soninn að munaði minnstu að ég tæki kambinn af klippunum og færi alveg niður að skinni. En eftir nokkrar pælingar ákvað ég að það væri nú svona bit overboard og og þyrfti kanski að taka mér smá taki í lúsahræðslunni. ákvað að leyfa drengnum að halda ca. 5mm löngum broddum. Svo var hann náttúrlega baðaður og preventeraður. þegar þessu var lokið dreif ég mig út góða verðrið með pabba, Árna og Leó enda algerlega frábært veður. Við keyrðum út á Álftanes að Bala. Þar var fyrir fólk með 2 hunda Sheffer og Labrador. Sheffernum var nú ekki vel við að Leó væri að þvælast þarna og rauk á hann og hugðist gera útaf við hann á nýjum met tíma. Eigandinn sem betur fer þekkti sinn hund og var með hann mýldan svo að hann gat nú ekki bitið. En Leó greyið var skelfingu lostinn enda var ekki mikið mál fyrir shefferinn að valta hann undir sig og standa þannig ógnandi yfir Leó að hann mátti sit hvergi hræra. Úr því shefferinn var mýldur var reynslan svo sem ekki sú skelfilegasta sem ég hef orðið fyrir langt frá því. Ég uppgötvaði þarna að ef hundurinn getur ekki bitið er hann tiltölulega meinlaus í mínum augum, Leó er ögugglega ekki á sama máli. Ég hefði ekki boðið í ástandið ef hundurinn hefið ekki verið mýldur þá ætti ég sennilega ekki hundi í dag. Ég og eigandinn náðum að stía þeim í sundur, og hafði Leó í taumi þar til að við vorum komin í hæfilega fjarlægð frá Sheffa og félögum. Leó reyndi að vísu síðar í göngutúrnum að vingast við Sheffa aftur en þurfti frá að hverfa en komst af eigin rammleik í það skiptið. Við nutum veðurblíðunnar við fjöruna, Árni skemmti sér við að henda steinum út í frosna tjörn við pabbi stóðum í sólskininu og fersku sjáfarloftinu hlustuðum á niðin í hafinu og nöldrið í öndunum sem voru í hóp rétt utan við ströndina, hreint út sagt frábært. Þegar þessu var lokið fórum við í bíltúr enduðum upp í Odda að kaupa ritföng og skólavörur fyrir Árna. Svo stoppaði ég á Mc Donalds og keypti hammara og með því handa Árna. Fór að sækja Önnu á leikskólann. Að þessu loknu komum við svo heim ég er að keppast við að vera dugleg þvo þvott og slíkt en það gengur ekki alveg jafn vel og ég hafði látið mig dreyma um ég er eithvað svo bensínlaus allt í einu.
**Geysp** hvað mig langar að leggja mig.

Engin ummæli: