laugardagur, september 11, 2004

Ég segi nú bara eins og Jaffar í Alladín ................... " það er ótrúlegt hvað hægt er að lifa af "

Fann þetta á Ananova.com


Cat survives washing machine
A cat which fell asleep in a washing machine survived a 60-minute cycle at 40C.
Toreilles had sneaked into a neighbour's house looking for a warm spot, reports the Daily Mirror.
The 15-month-old tabby is now recovering at an animal hospital after escaping with minor injuries.
Owner Debbie Sainsbury, 44, said: "Apparently he just dropped out when the door opened.
"He couldn't walk but was purring and very much alive - now he's looking better every day.
"I think he definitely lost one his nine lives - he's a very lucky cat."
Vet Sheelagh Houlden said: "He was in considerably good shape considering what he had been through. He was fairly lucky to be alive."

Mér finnst þó gott að sjá að kettir geta lifa af ferð í þvottavélina ég hef nefnilega í gegnum tíðina haft áhyggjur af mínum köttum. Þeir halda nefnilega til í þvotta húsinu og eiga til að leggja sig í óhreina þvottinum svo ég hef stundum verið hálf smeyk um að skúbba þeim í vélina. Ég hef að vísu ekki haft miklar áhyggjur af því að skúbba Skottu eitt eða neitt henni verður nú ekki skúbbað svo auðveldlega. Gletta greyið hefur fengið að finna rækilega fyrir því að búa á heimili þar sem hinn kötturinn er um 10 kg þegar hún er sjálf í kringum 4 kg. Ég á það nefnilega til að sparka Glettu greyinu óþyrmilega fram úr rúminu þegar hún liggur til fóta hjá mér. Í svefnrofunum átta ég mig nefnilega ekkert á því að þetta er köttur sem liggur þarna. Því ef Skotta liggur til fóta þá sparkar maður henni ekkert óvart framúr það fer ekkert á milli mála að þetta er kötturinn því það er svo mikið viðnám sem mætir fætinum sem rekst í hana. Ég finn eftur á móti engan mun á Glettu og flík, handklæði eða einhverju álíka léttvægu sem börnin eiga til að skilja eftir til fóta í rúminu mínu.

Engin ummæli: