sunnudagur, september 05, 2004

Að girða er gaman ...................................eða þannig sko !!

Ohh ég er búin að vera SVO dugleg !!! Ég fór út í gær og gróf holu til að pota niður girðingarstaur en Æðasta yfrirvaldið hafði eithvað á móti framkvæmdagleði minni og ákvað að opna himininn með ofsa rigningu mátti ég flýja inn án þess að ná að klára verkið. Í nótt dreymdi mig svo betri aðferð við að vinna verkið svo ég valhoppaði út í garði í dag (vel klædd og búin til að hrinda af mér regni) og viti menn draumaaðferðin virkað svona líka vel að ég potaði niður 3 staurum á einhverjum 35 mín. Ég var nú bara einhverjar 15 mínútur að moka pínkulitla holu í gær sem dugði ekki fyrir staurinn :-( Ég tók mér svo pásu frá girðingarframkvæmdunum til að taka á móti gestum og skella mér í Bónus og versla núna er svo málið að haska sér út aftur. Ég sé það að ef ég moka niður 3-4 staura á dag þá verð ég búin að girða áður en veturinn skellur á. Kanski tekur þá ekki 3 - 7 ár að klára þetta verkefni. Ég ætti svo sennilega bara að skella mér í trésmíðakúrs og kúrs í uppsetningu á gipsplötum og rafvirjkunar námskeið og þá get ég bara klárað bílskúrinn líka. Ekki má gleyma parketlagningarnámskeiði sem ég þarf nauðsynlega að komast á svo ég geti skipt um gólfefni í svefnherberginu mínu.

Engin ummæli: