mánudagur, september 27, 2004

Letin lamar........

Úff hvað ég er búina að vera löt upp á síðkastið ég hef ekki nennt að gera nokkurn skapaðan hlut af viti ekki einu sinni það sem mig hefur langað til að gera. Ég var nánast barnlaus alla helgina og ætlaði nú heldur betur að nýta tímann en ekkert gekk. Ég er að vísu búin að glápa svo mikið á imbann að það mætti halda að ég hafi aldrei séð sjónvarp áður. Guðni er búinn að vera að vinna myrkrana á milli svo hann hefur ekki sést heima ( er í vinnunni í þessum skrifuðum orðum), Árni fór til U og F og var frá fimmtudagskvöldi þangað til núna fyrir klukkutíma, Ásdís var í skáta "útilegu" frá föstudagskvöldi til sunnudags (í góðaveðrinu). Ég og Anna erum búnar að vera að dúlla okkur hér í rólegheitunum, Anna lék með dúkkur og ég lá í leti og tók á móti gestum öðru hvoru. Mamma kom í heimsókn og gaf mér poncho sem hún var ný búin að hekla handa mér, það er alveg geggjað að eiga svona handavinnuóða mömmu. Bergþóra kíkti líka við og við eyddum lunganu úr laugardeginum í gúmmulaði át og umræður um lífsins gagn og nauðsynjar. Hún færði mér nokkrar þrívíddarmyndir, ég er nefnilega hooked á þrívíddarmyndum en hingað til hef ég ekki átt neinar eins og ég er búina að leita að svona gersemum. Fyrrverandi kona frænda míns átti tvær bækur með svona myndum, ég gat setið tímunum saman og skoðað og reynt að sjá af hverju myndin var. Þetta er nefnilega bara spurning um þjálfun því meira sem maður gerir af þessu því aðveldara verður að sjá þetta.
Ég skrapp aðeins í vinnuna í kvöld það var mjög gaman eins og venjulega. Kvöldið æddi áfram tíminn frá 19 - 23 hvarf einhvernveginn samt var ekkert brjálað að gera bara jafnt og þétt af rólegum og góðum verkefnum. Kanski tekst mér að gera allt þetta sem ég þarf að gera á morgun hmmmmmmmm.

Smá hundabrandari í lokinn sem gefur kanski smá vísbendingu um afhverju Leó er eins og hann er.

Hvað þarf marga hunda til að skipta um ljósaperu?
Afghan Hound: ,,Ljósapera, hvaða ljósapera?"
Golden Retreiver: ,,Sólin skín, dagurinn er rétt að byrja, við eigum alla ævina fyrir höndum og þú hefur áhyggjur af sprunginni ljósaperu?"
Border Collie: ,,Bara eina? Ég dríf mig bara í að skipta um allar raflagnirnar"
Bulldog: Einn, en það tekur 3 ár.
Australian Shephard: ,,Settu fyrst allar ljósaperurnar í hring......"
Dachshound: ,,Ég næ ekki upp í helvítis lampann"
Toy Poodle: ,,Ég hvísla bara í eyrað á bordernum og hann gerir það"
Rottweiler: ,,Make me!"
Shi-tzu: ,,Komon, til hvers? Þjónustufólkið sér um það"
Labrador: ,,ÓÓ! ég ég veldu mig, geeerðu það leyfðu mér að gera það, má ég, má ég, gerðu það má ég?"
Malamute: ,,Láttu Border Collieinn um það, þú getur gefið mér að éta á meðan hann er upptekinn"
Cocker Spaniel: ,,Af hverju að skipta, ég get alveg pissað á gólfið í myrkrinu"
Doberman Pinscher: ,,á meðan það er dimmt, þá ætla ég að leggja mig á sófanum."
Mastiff: ,,Mastiff hundar eru EKKI myrkfælnir."
Old English sheep dog: "Ljósapera, var þetta sem ég borðaði ljósapera?"
Jack Russell Terrier: "Og hvað fæ ég í staðinn?"


Engin ummæli: