þriðjudagur, september 21, 2004

Frí frí frí....
Nú fer vikufríinu mínu að ljúka og ég er búin að framkvæma ýmislegt á þessari viku. Fátt er nú samt svo merkilegt að það taki því að skrifa um það hér. En um helgina byrjaði ég á því að draga börnin og pabba í bíltúr sem hafði það markmið að finna rollufrían stað það sem Leó gæti hlaupið um. Annars er ég orðin hálf rög við að leita uppi nýja staði til að fara með Leó á miðað við hverskonar refilstigu fyrri ferðir hafa leitt okkur á. Við héldum út á Reykjanesið og í átt til Krísuvíkur. Á þeirri leið fann ég þennan "fína" afleggjara merktan Vigdísarvellir og ákvað að prófa hann. Fljótlega fundum við svæði þar sem augljóst er að fólk á torfærumóturhjólum notar sem æfingarsvæði. Þar var ekki nokkur kjaftur svo við ákváðum að stoppa og hleypa hundinum út. Við eyddum góðum klukkutíma þarna því krakkarnir höfðu ekki minna gaman af þessu en Leó. Eldrikrakarnir fóru í felu og eltingarleik og tíndu patrónur og skot sem láu þarna á víð og dreif. Þetta er víst jafngildi gulls hjá krökkum á þeirra aldri. Anna vildi aftur á móti tína ber og þar sem ég var náttúrlega vel útbúin með fullt fullt af pokum í vasanum þá fékk hún poka og við leituðum uppi berjalyng. Það var lítið um ber á þessu svæði svo afraksturinn var nú ekki í samræmi við orkuna sem fór í berjaleitina. Hópurinn ákvað því að halda í berjaleit og keyra áframm þennan "fína" veg. Ekki var búið að keyra lengi þegar í ljós kom að vegurinn tjaldaði öllu til sem góður íslenskur vegaslóði getur boðið uppá. Brekkur sundurgrafnar af vatni, þvottabretti og síðast en ekki síst sundlaugar því þetta voru sko engir pollar heldur sundlauar sem hvert sveitarfélag hér í denn hefði verið stolt af. Þegar að stærstu sundlauginni kom brast bílstjórann kjark til að láta vaða yfir en elskulegur aðstoðarbílstjórinn ( faðir minn) var nú ekki á því að það væri neitt að því að fara þarna yfir. En samkvæmt góðum siðum varð að láta einhvern vaða yfir til að athuga hversu djúp sundlaugin væri. Viti menn það fannst viljugur sjálfboðaliði í verkið. Auðvitað var Leó boðinn og búinn að fórna sér fyrir fjöldann og skellti sér út í og það kom í ljós að hann náði til botns alla leið yfir og því var ákveðið að halda ferðinni áframm. Ég verð nú samt að segja að lyktin batnaði nú ekki í bílnum með blautan hundinn þar en það er ljótt að kvarta þegar einstaklingur sýnir svona mikla fórnfýsi. Það var lítið mál að komast yfir og áfram hélt ferðin eftir langa langa langa keyrslu fundum við loksins frábært berjaland þar sem allt var svart af berjum. Familían skellti sér út og tíndi ber af bestu lyst í klukkustund eða svo, Anna er ansi öflug í berjatínslunni og tínir af svo mikilli gleði að það smitar hratt útfrá sér.
Þegar við komum svo niður á alvöru veg aftur lá hann í gegnum hið merka pláss Girndavík og þaðan lá svo leiðin heim.
Á sunnudaginn kíktum við á réttir í Mosfellsdalnum og þar voru þó nokkrar rollur og heilir 8 hestar. Anna var enn og aftur himinlifandi og vildi endilega skoða hestana og gefa þeim gras. Hún var nú líklega sú okkar sem naut ferðarinnar best. Ásdís lét sig hafa þetta en Árni var ekki alveg að höndla þessa ferð og eyddi henni stijandi bak við skúr á svæðinu með skeifu sem hefði sómt sér vel undir einhverjum fáknum á svæðinu. Ég ákvað gefa mannskapnum eithvað að borða á heimleiðinni og stoppaði á Essostöðinni upp á höfða. U, F og GÁ komu líka og þau ákveða að fá sér mat á Subway stelpurnar mínar vilja pulsur en Árni vildi Subway samlokuu og ég tek þá ákvörðun að gera það líka. Ég byrja í röðinni eftir pulsunum þar sem ég ímyndaði mér að það tæki styttri tíma en samlokurnar. Vá mikil mistök !! Það voru 2 konur á undan mér með 2 börn hvor 6 pylsur þar og ætti það að taka stuttan tíma en nei aumingjans stúlkan sem afreiddi var í lágadrifinu og sennilega gekk hún ekki alveg á fullum þrýstingi heldur. Konan á undan mér var farin að ókyrrast og þegar var komið að henni var ég einiglega alveg búin að fá nóg af biðinni. En eftir langa mæðu koma að mér og ég bið um pysurnar. "Venjulegar" spyr stúlkan "já venjulegar" segi ég. Þá leitar hún uppi pylsu pakka, svo leitar hún að hníf til að opna pylsupakkan, svo setur hún pylsurnar í pottinn, ég dæsi ( það voru heitar pylsur í hinum helmingnum af pottinum). Næst snýr stúlkan sér við og setur brauðin 2 í þar til gerðan brauðhitara, snýr sér við og rukkar mig fyrir pylsurnar. Því næst kemur önnur stúlka öllu skeleggari og tekur við að afgreiða mig. Hún nær öðru brauðinu úr brauðhitaranum og býður mér eithvað á þær sem ég afþakka og fæ pylsuna í hendurnar. Allt í einu birtist drengur með pylsubrauð í höndunum og er farin að skella á það jukki úr borðinu, stúlku greyið sem er að afgreiða mig fórnar höndum og spyr "tókst þú pylsubrauðið mitt" " já" segir drengurinn "en ég setti annað í" þarna var þá kominn starfsmaður að fá sér hádegismat og stal brauðinu mínu og gerði það að verkum að ég þurfit að bíða ennþá lengur eftir pylsu drusllunni sem eftir var. Á leiftur harða runnu mjög harkalegar hugsanir í gegnum huga mér ( sem snérust um að hvernig ég gæti náð brauðinu af drengunm) en mér tókst með naumindum að halda aftur af mér. Um það leyti sem ég fékk loksins pylsuna var ég búin að lofa sjálfri mér því að kaupa ALDREI aftur pylsur á þessum stað. Á meðan ég stóð í þessum hremmingum lentu U og F í einhverskonar hremmingum á Subway sem gerði það að verkum að þau fóru í pysluröðina ég bað nú Guð að hjálpa þeim og það geriði hann með glans þar sem þau fengu pylsurnar á eðlilegum tíma. Ég hef sennnilega fengið álíka blessun frá þeim þar sem Subway krakkarnir redduðu mínum samlokum á met tíma. Ég slapp nú sennilega vel því ég veit um mann sem entist ekki ævin í að bíða eftir pylsunni sinni í Nesti í Fossvoginum. Mottó sögunnar er að maður á ekki að kaupa pylsur hjá stöðum tengdum Essó.
Nú þarf ég víst að fara að sinna Lasarusnum mínum en leikskólinn hringdi í mig í hádeginum í gær og bað mig að sækja Önnu þar sem hún var komin með 38, 4 stiga hita og var alve sár lasin. Hún var svo hérna heima í gær með bullandi hita en hitin hækkaði verulega seinnipartinn í gær og hún svaf mest megnis. Hún vaknaði svo um miðnættið og vakti til 4 (**Geysp**) en ég er að láta mig dreyma um að hún sé betri núna hún er allavega hressilegri.

Engin ummæli: