Hugleiðingar dagsins
Vá hvað mig langar ekki til að verða geimfari þegar ég verð stór. Ef ég á einhverntímann eftir að fá leið á mínu starfi þá get ég alltaf huggað mig við að hafa ekki gerst geimfari eins og mig langaði til þegar ég var 7 ára.
Er maður brjálaður að vera ferðast um með flugvélum spáið í þessum með flugvélina þarna í Toronto. Vélin verður fyrir eldingu rennur útaf brautinni, dettur í tvennt og svo kviknar í henni. Ótrúlegt að flestir hafi komist ómeiddir frá þessu.
Haldiði virkilega að sjálfstæðismenn velji Gísla Martein sem sitt borgarstjóra efni. Þó ég sé nú ekkert hrifin af núverandi borgarstjóra þá get ég nú bara ekki hugsað til þess ógrátandi að Gísli Marteinn verði borgarstjóri.
Hvað er málið með það að Árni Jónssen þurfi alltaf að kúska á skemtikröftunum á Þjóðhátíð. Maður hefði nú kanski getað skilið þetta ef hann hefði verið að berja Krumma í Mínus eða einhvern álíka karakter. Ekki nóg með að hann hafi lamið Pál Óskar þann friðsemdar dreng fyrir nokkrum þjóðhátíðum síðan þá ræðst hann núna á Hreim. HALLÓ lemja litla strákinn með engilsandlitið og framkomuna hvað er að manninum. Held að Þjóðhátíðarnefnd ætti alvarlega að íhuga að hafa kallin í búri svo hann verði ekki sér og öðrum til vandræða.
Þar kom að því ökumenn landsins eru svo ótrúlega duglegir að brjóta af sér að nú er lögreglan kominn með posa í bílana hjá sér svo maður geti bara borgað sektina á staðnum. Nú er bara spurininn að hægja á sér heldur bara debet eða kredit. Skyldi vera hægt að setja sektirnar á Visa-rað ??
Er þetta í lagi ég bara spyr ???????
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli