föstudagur, ágúst 12, 2005

Spennan magnast

Já nú fer spenningurinn fyrir ferðinni að ná hámarki sínu. Ég er búin að klippa þær systur svo þær eru orðnar skæslegar og sætar fyrir Evrópuferðina, pabbi fékk líka að kenna á klippunum svo hann er orðin ferðafær. Nú á bara eftir að snoða Árna og þá erum við ferðbúin.
Annars þarf ég sennilega að heimsækja doktor Saxa á læknavaktina í kvöld þar sem tveggja vikna nefkvefið mitt er orðið að kinnholubólgu með tilheyrandi höfuðverk og stælum. Það mun sennilega ekki batna af sjálfu sér og þarf ég því að setja mín mál í hendur Saxa og vona að hann geri eithvað gott fyrir mig áður en ég fer.
Ég er farin að hlakka til að hitta Guðna aftur og það verður gaman að sjá hvort hann tekur á móti okkur á flugvellinum í spandex gallanum og hvort við munum þekkja hann aftur eftir sænsku yfirhalninguna....SPENNÓ.......
Ef allt hefur gengið að óskum hjá Guðna þá er námskeiðið löngu búið og þau lögð af stað í áttina að Hahn. En þau ætluðu að nota tímann og keyra í rólegheitunum í áttina niðureftir. Guðni ætlaði líka að stoppa í matvörubúð í Hollandi og kaupa Strawberry Hill djús sem er sko besti djús sem framleiddur er í öllum heiminum og þó víðar væri leitað. Ég skil bara ekki afhverju enginn flytur þetta inn og selur hér á klakanum. Ég er alvarlega farin að íhuga að stofna mína eigin heildsölu bara til að flytja þetta inn.
Nóg um það best að ná sér í verkjatöflur og fara svo að taka til :s

Engin ummæli: